Innlent

Um tíu manns bjargað úr Mera­dölum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Björgunarsveitarfólk bjargaði um tíu manns við gosstöðvarnar í Meradölum fyrr í kvöld.
Björgunarsveitarfólk bjargaði um tíu manns við gosstöðvarnar í Meradölum fyrr í kvöld. Vísir/Vilhelm

Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir.

Björgunarsveitir af suðvesturhorni voru kallaðar út rétt fyrir fjögur í dag vegna tveggja hópa fólks sem höfðu villst af leið við gosstöðvarnar við Meradali. Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar á svæðinu en aðstæður fyrir leit á lofti voru hins vegar ekki góðar.

Svæðið við gosstöðvarnar hefur verið lokað frá því í um fimm gærmorgun vegna veðurs og vinnu við gönguleið. Þrátt fyrir það virðist fjöldi fólks ekki hafa hlýtt þeim tilmælum og ákveðið að gera sér leið að gosstöðvunum.

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, fundu björgunarsveitir hópana tvo sem leitað var að en hóparnir töldu samanlagt um tíu manns. Þrátt fyrir að búið sé að finna hópana tvo ætlar björgunarsveitarfólk að halda áfram leit sinni við gosstöðvarnar til að taka af allan grun.


Tengdar fréttir

Nokkrir hópar taldir villtir við gosstöðvarnar

Búið er að kalla út nokkrar björgunarsveitir af suðvesturhorni vegna hópa fólks sem taldir eru vera villtir á svæðinu við gosstöðvarnar við Meradali. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er vitað um minnst tvo hópa sem eru týndir og er vitað af fleirum á svæðinu.

Gos­stöðvarnar á­fram lokaðar í dag

Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×