Heimilt að sekta fólk sem ekki virðir lokanir á gosstöðvum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2022 11:52 Björgunarfólk við gosstöðvarnar hefur meðal annars þurft að standa í því að leita að og aðstoða fólk sem virt hefur lokanir lögreglu að vettugi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimildir til að sekta fólk sem virðir ekki lokanir lögreglu við gosstöðvarnar í Meradölum. Það er þó ekki til skoðunar sem stendur. Svæðið er lokað öllum í dag, vegna veðurs, og verður framvegis alfarið lokað börnum yngri en tólf ára. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu. Lögregla geti sektað fólk sem ekki virði lokanir, á grundvelli almannavarnalaga og lögreglulaga. Í 23. grein almannavarnalaga segir: Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Þá er í lögreglulögum lögð skylda á fólk til þess að hlýða fyrirmælum lögreglu, ellegar geti það átt von á sekt. „En það er kannski eitthvað sem við viljum síður fara út í“ segir Hjördís og bætir við að ekki sé stefnt að því að byrja að sekta fólk sem ekki virðir lokanirnar. Borið hefur á því að ferðamenn hundsi ítrekað tilmæli lögreglu um að fara ekki upp að eldgosinu, þrátt fyrir afar bág veðurskilyrði. Fólki sem mætir á svæðið eigi að vera það morgunljóst hvort svæðið er lokað eða ekki. „Bæði erum við með björgunarsveitir á staðnum auk lögreglu, og SMS-in sem fólk fær í símana sína. Þannig að fólk ætti að vera mjög meðvitað þegar það er komið á staðinn.“ Bannað börnum Fyrr í dag var greint frá því að svæðið yrði nú alfarið lokað fyrir börn, tólf ára og yngri. Hjördís segir gönguleiðina einfaldlega það erfiða að ekki sé ráðlegt að börn fari hana. Það sé þrátt fyrir að búið sé að stika gönguleiðina og þétta hana. „Bæði bara að ganga hana, gasið á staðnum er eitthvað sem við viljum helst ekki að börnin okkar séu að anda að sér. Þannig að það eru ýmsar ástæður en aðallega er þetta bara allt of erfið ganga. Þrátt fyrir að við vitum að það eru einhverjir krakkar sem geta gengið þetta, þá er bara talið að það sé best að hefta aðgengið alveg.“ Nokkuð hafi borið á því að ung börn hafi verið með í för að gosinu. „Við höfum séð það að fólk er að fara með allt of ung börn. Bæði eru viðbragðsaðilar á staðnum að benda fólki á að þetta sé ekki sniðug leið fyrir ung börn og við höfum líka heyrt það að erlendir aðilar sem eru með börnin sín í fríi á Íslandi hefur ekki pössun. En þá verður það fólk bara því miður að sleppa því að fara þarna. Þetta er ekki ganga fyrir ung börn að fara.“ Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. 8. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu. Lögregla geti sektað fólk sem ekki virði lokanir, á grundvelli almannavarnalaga og lögreglulaga. Í 23. grein almannavarnalaga segir: Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk. Þá er í lögreglulögum lögð skylda á fólk til þess að hlýða fyrirmælum lögreglu, ellegar geti það átt von á sekt. „En það er kannski eitthvað sem við viljum síður fara út í“ segir Hjördís og bætir við að ekki sé stefnt að því að byrja að sekta fólk sem ekki virðir lokanirnar. Borið hefur á því að ferðamenn hundsi ítrekað tilmæli lögreglu um að fara ekki upp að eldgosinu, þrátt fyrir afar bág veðurskilyrði. Fólki sem mætir á svæðið eigi að vera það morgunljóst hvort svæðið er lokað eða ekki. „Bæði erum við með björgunarsveitir á staðnum auk lögreglu, og SMS-in sem fólk fær í símana sína. Þannig að fólk ætti að vera mjög meðvitað þegar það er komið á staðinn.“ Bannað börnum Fyrr í dag var greint frá því að svæðið yrði nú alfarið lokað fyrir börn, tólf ára og yngri. Hjördís segir gönguleiðina einfaldlega það erfiða að ekki sé ráðlegt að börn fari hana. Það sé þrátt fyrir að búið sé að stika gönguleiðina og þétta hana. „Bæði bara að ganga hana, gasið á staðnum er eitthvað sem við viljum helst ekki að börnin okkar séu að anda að sér. Þannig að það eru ýmsar ástæður en aðallega er þetta bara allt of erfið ganga. Þrátt fyrir að við vitum að það eru einhverjir krakkar sem geta gengið þetta, þá er bara talið að það sé best að hefta aðgengið alveg.“ Nokkuð hafi borið á því að ung börn hafi verið með í för að gosinu. „Við höfum séð það að fólk er að fara með allt of ung börn. Bæði eru viðbragðsaðilar á staðnum að benda fólki á að þetta sé ekki sniðug leið fyrir ung börn og við höfum líka heyrt það að erlendir aðilar sem eru með börnin sín í fríi á Íslandi hefur ekki pössun. En þá verður það fólk bara því miður að sleppa því að fara þarna. Þetta er ekki ganga fyrir ung börn að fara.“
Á hættustundu er lögreglustjóra heimilt að ákveða að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, þ.m.t. tilteknar fasteignir, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk.
Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos í Fagradalsfjalli Börn og uppeldi Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. 8. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05
Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55
Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega. 8. ágúst 2022 15:33