Fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn í Hornafirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. ágúst 2022 18:23 Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, kynnti í dag fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn í Hornarfirði. Samsett Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, greindi í dag frá fyrstu drögum að uppbyggingu nýs miðbæjar á Höfn í Hornafirði. Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes stendur að baki verkefninu í samstarfi við Batteríið arkitekta sem hönnuðu meðal annars nýja miðbæinn á Selfossi. Aðspurður út í aðdragandann að þessum drögum sagði Sigurjón að skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins hefði fengið teikningarnar inn á sitt borð nýlega. Þar hafi drögin verið kynnt fyrir nefndarmeðlimum og nú væru þau að koma þessu út í kosmósinn til að fólk geti séð hugmyndirnar og það geti átt sér stað umræða meðal íbúa. Sigurjón sagði síðan að skipulagsvinna færi fljótlega af stað. Í þessum fyrirhugaða nýja miðbæ segir Sigurjón að sé meðal annars gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, mathöll og „svæði til að halda skemmtilegar hátíðir og gera sögunni skil.“ Engin ljón í veginum „Við þurfum að taka upp samtal við þá sem vilja fara í uppbygginguna og við þurfum að tryggja alla samninga, meðal annars um lóðir,“ sagði Sigurjón um hver næstu skref væru. Loftmynd af nýja miðbænum þar sem má sjá íbúðarhúsnæði, garð og opið svæði með plássi fyrir tónleikahald.Aðsent Þá sagði hann að það þyrfti að færa eina götu og huga að ýmsu varðandi lagnir en hins vegar væru engin „ljón í veginum, nema vinna,“ eins og hann orðaði það. Sveitarfélagið þyrfti ekki að kaupa upp nein hús eða byggingar þar sem flestar bygginganna væru í eigu Skinneyjar-Þinganes og uppbyggingarsvæðið væri á þeirra athafnasvæði sem væri núna að færast til. „En það er gert ráð fyrir því að vernda hluta af gömlu húsunum, gamla bragga,“ bætti hann við. Þurfi að bregðast við skorti á húsnæði Sigurjón segir að Skinney-Þinganes, útgerðarfélag á staðnum, standi að baki verkefninu í samráði við arkitektastofuna Batteríið arkitekta sem gerðu líka nýja miðbæinn á Selfossi. Eins og þar geti þessi nýi miðbær trekkt fólk að. Opna svæðið í nýja miðbænum séð frá jörðu. Þarna virðist vra gert ráð fyrir sérstöku svæði fyrir tónleika eða aðrar útiskemmtanir.Aðsent Þá segir Sigurjón að þessi nýi miðbær sé hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem sé í gangi í sveitarfélaginu nú þegar. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði hérna. Það hefur ekki verið nægilega mikið byggt og við erum í vandræðum, bæði með húsnæði fyrir fólk sem vill búa hérna og starfa en líka fyrir fólk sem kemur hingað að vinna,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að þörfin sé því mikil og sveitarfélagið ætli í þá uppbyggingu samhliða nýja miðbænum. Nú þurfi sveitarfélagið að taka samtalið við Skinney-Þinganes um alls konar atriði og samninga, heyra í íbúum og hagsmunaaðilum og „svo bara fulla ferð,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að sveitarfélagið þurfi ekki að kaupa upp neitt húsnæði þar sem flest húsin á svæðinu séu í eigu Skinneyjar-Þinganess.Aðsent Húsnæðismál Sveitarfélagið Hornafjörður Byggðamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Aðspurður út í aðdragandann að þessum drögum sagði Sigurjón að skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins hefði fengið teikningarnar inn á sitt borð nýlega. Þar hafi drögin verið kynnt fyrir nefndarmeðlimum og nú væru þau að koma þessu út í kosmósinn til að fólk geti séð hugmyndirnar og það geti átt sér stað umræða meðal íbúa. Sigurjón sagði síðan að skipulagsvinna færi fljótlega af stað. Í þessum fyrirhugaða nýja miðbæ segir Sigurjón að sé meðal annars gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, mathöll og „svæði til að halda skemmtilegar hátíðir og gera sögunni skil.“ Engin ljón í veginum „Við þurfum að taka upp samtal við þá sem vilja fara í uppbygginguna og við þurfum að tryggja alla samninga, meðal annars um lóðir,“ sagði Sigurjón um hver næstu skref væru. Loftmynd af nýja miðbænum þar sem má sjá íbúðarhúsnæði, garð og opið svæði með plássi fyrir tónleikahald.Aðsent Þá sagði hann að það þyrfti að færa eina götu og huga að ýmsu varðandi lagnir en hins vegar væru engin „ljón í veginum, nema vinna,“ eins og hann orðaði það. Sveitarfélagið þyrfti ekki að kaupa upp nein hús eða byggingar þar sem flestar bygginganna væru í eigu Skinneyjar-Þinganes og uppbyggingarsvæðið væri á þeirra athafnasvæði sem væri núna að færast til. „En það er gert ráð fyrir því að vernda hluta af gömlu húsunum, gamla bragga,“ bætti hann við. Þurfi að bregðast við skorti á húsnæði Sigurjón segir að Skinney-Þinganes, útgerðarfélag á staðnum, standi að baki verkefninu í samráði við arkitektastofuna Batteríið arkitekta sem gerðu líka nýja miðbæinn á Selfossi. Eins og þar geti þessi nýi miðbær trekkt fólk að. Opna svæðið í nýja miðbænum séð frá jörðu. Þarna virðist vra gert ráð fyrir sérstöku svæði fyrir tónleika eða aðrar útiskemmtanir.Aðsent Þá segir Sigurjón að þessi nýi miðbær sé hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem sé í gangi í sveitarfélaginu nú þegar. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir húsnæði hérna. Það hefur ekki verið nægilega mikið byggt og við erum í vandræðum, bæði með húsnæði fyrir fólk sem vill búa hérna og starfa en líka fyrir fólk sem kemur hingað að vinna,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að þörfin sé því mikil og sveitarfélagið ætli í þá uppbyggingu samhliða nýja miðbænum. Nú þurfi sveitarfélagið að taka samtalið við Skinney-Þinganes um alls konar atriði og samninga, heyra í íbúum og hagsmunaaðilum og „svo bara fulla ferð,“ segir Sigurjón. Sigurjón segir að sveitarfélagið þurfi ekki að kaupa upp neitt húsnæði þar sem flest húsin á svæðinu séu í eigu Skinneyjar-Þinganess.Aðsent
Húsnæðismál Sveitarfélagið Hornafjörður Byggðamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira