Elín Metta: Vorkenni Pétri að þurfa að velja liðið Atli Arason skrifar 9. ágúst 2022 22:30 Elín Metta, leikmaður Vals. Vísir/Vilhelm Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen minnti heldur betur á sig þegar hún skoraði þriðja mark Vals í 0-5 sigri í Keflavík. Markið skoraði Elin eftir að hafa verið inn á leikvellinum í rétt rúma mínútu. Elín Metta byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en kom inn á völlinn á 63. mínútu leiksins og skoraði á þeirri 64. Elín er að komast aftur í sitt besta form eftir meiðsli og veikindi en hún finnur til með Pétri þjálfara. „Pétur ákveður hvernig liðið er. Við erum með fáránlega marga góða leikmenn þannig ég vorkenni honum að þurfa að velja liðið,“ sagði Elín Metta í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér finnst ég vera í góðu formi, það er gaman að geta komið inn á og hjálpað liðinu þannig. svo þegar ég er tilbúin í meira þá verð ég alveg klár fyrir það,“ bætti hún við. Þriðja mark Vals sem Elín skoraði var afar laglegt en Elín skoraði það með sínum fyrstu snertingum í leiknum. „Lára spilaði frekar góðum bolta inn í gegn á mig og ég náði að koma boltanum í netið. Ég tók smá séns með því að vippa boltanum yfir markvörðinn, ég fékk fyrst smá í magan en hann fór sem betur fer í netið,“ sagði Elín með stórt bros á vör. Eins og stundum áður þá var hávaðarok í Keflavík sem hafði töluvert áhrif á leikinn en Elín gat alls ekki kvartað. „þetta er uppáhalds veðrið mitt að spila fótbolta í. Smá rigning og svona baráttu vindur þar sem maður þarf að hafa fyrir hlutunum, það er skemmtilegt.“ „Það hjálpaði að byrja leikinn með vindinn í bakið. Við náðum yfirhöndinni frekar fljótlega og gott að ná inn mörkum strax í fyrri hálfleik. Svo vorum við með góðar skiptingar og héldum áfram að skora sem er frábært.“ „Þetta var geggjaður sigur. Mér fannst við allar standa okkur vel í dag, bæði þær sem byrjuðu leikinn og þær sem komu inn á,“ sagði Elín Metta Jensen, leikmaður Vals. Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 0-5 | Toppliðið ekki í neinum vandræðum gegn Keflavík Topplið Vals vann afar sannfærandi 0-5 útisigur er liðið heimsótti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 9. ágúst 2022 21:03 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Elín Metta byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en kom inn á völlinn á 63. mínútu leiksins og skoraði á þeirri 64. Elín er að komast aftur í sitt besta form eftir meiðsli og veikindi en hún finnur til með Pétri þjálfara. „Pétur ákveður hvernig liðið er. Við erum með fáránlega marga góða leikmenn þannig ég vorkenni honum að þurfa að velja liðið,“ sagði Elín Metta í viðtali við Vísi eftir leik. „Mér finnst ég vera í góðu formi, það er gaman að geta komið inn á og hjálpað liðinu þannig. svo þegar ég er tilbúin í meira þá verð ég alveg klár fyrir það,“ bætti hún við. Þriðja mark Vals sem Elín skoraði var afar laglegt en Elín skoraði það með sínum fyrstu snertingum í leiknum. „Lára spilaði frekar góðum bolta inn í gegn á mig og ég náði að koma boltanum í netið. Ég tók smá séns með því að vippa boltanum yfir markvörðinn, ég fékk fyrst smá í magan en hann fór sem betur fer í netið,“ sagði Elín með stórt bros á vör. Eins og stundum áður þá var hávaðarok í Keflavík sem hafði töluvert áhrif á leikinn en Elín gat alls ekki kvartað. „þetta er uppáhalds veðrið mitt að spila fótbolta í. Smá rigning og svona baráttu vindur þar sem maður þarf að hafa fyrir hlutunum, það er skemmtilegt.“ „Það hjálpaði að byrja leikinn með vindinn í bakið. Við náðum yfirhöndinni frekar fljótlega og gott að ná inn mörkum strax í fyrri hálfleik. Svo vorum við með góðar skiptingar og héldum áfram að skora sem er frábært.“ „Þetta var geggjaður sigur. Mér fannst við allar standa okkur vel í dag, bæði þær sem byrjuðu leikinn og þær sem komu inn á,“ sagði Elín Metta Jensen, leikmaður Vals.
Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 0-5 | Toppliðið ekki í neinum vandræðum gegn Keflavík Topplið Vals vann afar sannfærandi 0-5 útisigur er liðið heimsótti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 9. ágúst 2022 21:03 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Valur 0-5 | Toppliðið ekki í neinum vandræðum gegn Keflavík Topplið Vals vann afar sannfærandi 0-5 útisigur er liðið heimsótti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 9. ágúst 2022 21:03