Hlaut lífstíðardóm fjórtán árum eftir að hafa myrt dætur sínar Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 00:19 Yaser Said í dómsalnum á þriðjudag. Skáskot Yaser Said var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag fyrir að skjóta dætur sínar, Aminu og Söruh Said, til bana árið 2008. Eftir morðin hvarf Said sporlaust og var á flótta undan bandarísku alríkislögreglunni í tólf ár, þar til hann var handtekinn árið 2020. Sækjendur málsins sóttust ekki eftir dauðarefsingu. Hinn 65 ára Said var því dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn fyrir að myrða hina átján ára Aminu Said og hina sautján ára Söruh Said. Stúlkurnar tvær fundust látnar í aftursæti leigubíls, sem faðir þeirra keyrði, við hótel í Irving-úthverfi í Dallas-borg í Texas á nýársdag árið 2008. Amina hafði verið skotin tvisvar en Sarah níu sinnum. Þrátt fyrir að hafa verið skotin svona oft var það Sarah sem náði að hringja í neyðarlínuna og tilkynna í símann að faðir hennar hefði skotið hana og hún væri að deyja. Voru vissar um að hann myndi myrða þær Viku áður en stúlkurnar voru myrtar höfðu þær flúið af heimili sínu ásamt móður sinni til að sleppa undan Said. Sækjandi málsins sagði í dómsalnum að stúlkurnar hefðu óttast um líf sitt og ákveðið að flýja eftir að faðir þeirra miðaði byssu að Aminu og hótaði að myrða hana. Systurnar Amina Said (til vinstri) og Sarah Said (til hægri).Skjáskot Tölvupóstur sem Amina sendi á kennara sinn þann 21. desember 2007, tíu dögum fyrir morðin, var lagður fyrir dómstólinn sem sönnunargagn. Í tölvupóstinum greindi Amina kennaranum frá því að þær systur hygðust flýja að heiman og sagði hún að faðir þeirra hefði gert líf þeirra að „martröð.“ „Hann mun, án dramatíkur eða vafa, myrða okkur,“ sagði Amina einnig í tölvupóstinum. Samkvæmt lögregluskýrslu sem var gerð vegna rannsóknar á morðunum greindi fjölskyldumeðlimur frá því að Said hefði hótað annarri dóttur sinni fyrir að fara á stefnumót með manni sem væri ekki múslimi. Sagðist hafa flúið af vettvangi Yaser Said bar einnig vitni fyrir dómara á mánudag en þá sagðist hann ekki hafa myrt dætur sínar. Hann sagði að kvöldið sem þær hafi verið myrtar hafi hann farið með þær út að borða af því hann vildi „leysa vandamálið“ sem fólst í flótta þeirra að heiman. Þetta kvöld hafi hann talið einhvern vera að elta þau og hann hafi því skilið dætur sínar eftir í leigubílnum og flúið af vettvangi. Hann hefði ekki gefið sig fram til yfirvalda eftir morðin af því hann taldi víst að hann fengi ekki réttláta málsmeðferð. Eftir morðin á stúlkunum hvarf Said sporlaust og var á flótta frá alríkislögreglunni í tólf ár. Hann var meira að segja á lista alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu glæpamenn heims í um sex ár. Það var ekki fyrr en 2020 sem alríkislögreglan handtók hann í Justin, norðvestan við Dallas, ásamt Islam Said, syni hans, og Yassim Said, bróður hans. Þeir höfðu hjálpað Said að flýja og hlutu báðir þunga dóma fyrir að aðstoða hann, Islam hlaut tíu ára dóm en Yassim tólf ára dóm. Og nú hefur Yaser Said hlotið ævilangan fangelsisdóm fyrir morðin. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár 27. ágúst 2020 11:35 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Sækjendur málsins sóttust ekki eftir dauðarefsingu. Hinn 65 ára Said var því dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn fyrir að myrða hina átján ára Aminu Said og hina sautján ára Söruh Said. Stúlkurnar tvær fundust látnar í aftursæti leigubíls, sem faðir þeirra keyrði, við hótel í Irving-úthverfi í Dallas-borg í Texas á nýársdag árið 2008. Amina hafði verið skotin tvisvar en Sarah níu sinnum. Þrátt fyrir að hafa verið skotin svona oft var það Sarah sem náði að hringja í neyðarlínuna og tilkynna í símann að faðir hennar hefði skotið hana og hún væri að deyja. Voru vissar um að hann myndi myrða þær Viku áður en stúlkurnar voru myrtar höfðu þær flúið af heimili sínu ásamt móður sinni til að sleppa undan Said. Sækjandi málsins sagði í dómsalnum að stúlkurnar hefðu óttast um líf sitt og ákveðið að flýja eftir að faðir þeirra miðaði byssu að Aminu og hótaði að myrða hana. Systurnar Amina Said (til vinstri) og Sarah Said (til hægri).Skjáskot Tölvupóstur sem Amina sendi á kennara sinn þann 21. desember 2007, tíu dögum fyrir morðin, var lagður fyrir dómstólinn sem sönnunargagn. Í tölvupóstinum greindi Amina kennaranum frá því að þær systur hygðust flýja að heiman og sagði hún að faðir þeirra hefði gert líf þeirra að „martröð.“ „Hann mun, án dramatíkur eða vafa, myrða okkur,“ sagði Amina einnig í tölvupóstinum. Samkvæmt lögregluskýrslu sem var gerð vegna rannsóknar á morðunum greindi fjölskyldumeðlimur frá því að Said hefði hótað annarri dóttur sinni fyrir að fara á stefnumót með manni sem væri ekki múslimi. Sagðist hafa flúið af vettvangi Yaser Said bar einnig vitni fyrir dómara á mánudag en þá sagðist hann ekki hafa myrt dætur sínar. Hann sagði að kvöldið sem þær hafi verið myrtar hafi hann farið með þær út að borða af því hann vildi „leysa vandamálið“ sem fólst í flótta þeirra að heiman. Þetta kvöld hafi hann talið einhvern vera að elta þau og hann hafi því skilið dætur sínar eftir í leigubílnum og flúið af vettvangi. Hann hefði ekki gefið sig fram til yfirvalda eftir morðin af því hann taldi víst að hann fengi ekki réttláta málsmeðferð. Eftir morðin á stúlkunum hvarf Said sporlaust og var á flótta frá alríkislögreglunni í tólf ár. Hann var meira að segja á lista alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu glæpamenn heims í um sex ár. Það var ekki fyrr en 2020 sem alríkislögreglan handtók hann í Justin, norðvestan við Dallas, ásamt Islam Said, syni hans, og Yassim Said, bróður hans. Þeir höfðu hjálpað Said að flýja og hlutu báðir þunga dóma fyrir að aðstoða hann, Islam hlaut tíu ára dóm en Yassim tólf ára dóm. Og nú hefur Yaser Said hlotið ævilangan fangelsisdóm fyrir morðin.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár 27. ágúst 2020 11:35 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár 27. ágúst 2020 11:35