Taktu tvær – vörumst netglæpi Katrín Júlíusdóttir skrifar 10. ágúst 2022 11:31 Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á því vaxandi vandamáli sem netglæpir eru. Átakið nefnist Taktu tvær, en hvaða tvær eru þetta sem við þurfum að taka? Við erum að benda fólki á að í þeim hraða sem einkennir nútíma samfélag og viðskiptahætti er gríðarlega mikilvægt að fólk taki sér smávægilegan tíma til að athuga hvort allt sé með felldu áður en greitt er fyrir vöru eða þjónustu í gengum tölvu eða síma. Að staldra við í stuttan tíma í stað þess að klára málið strax getur sparað einstaklingum og fyrirtækjum háar fjárhæðir. Við hvetjum almennt ekki til tortryggni í viðskiptum enda byggjast viðskipti fyrst og fremst á trausti. En í þessum málum er mikilvægt að viðhafa heilbrigða tortryggni. Netglæpir geta verið allt frá því að vera hlægilega augljósir yfir í að vera vel útfærðir. Illa orðuð SMS sem biðja um smáar fjárhæðir vegna sendinga, undarleg gylliboð um fjárfestingakosti sem þekktir aðilar mæla með, yfirmaður sem biður um greiðslu reiknings undir pressu til óþekkts aðila og ótrúleg tilboð á eftirsóknarverðum vörum. Leiðirnar sem glæpamennirnir nota eru óteljandi og það eru einnig ráðin til að koma auga á svindl. Með nýju átaki samtakanna gegn netglæpum sem ber heitið Taktu tvær viljum við kynna með eins einföldum hætti og hægt er helstu leiðir fyrir fólk til að vara sig á netglæpum. Við bendum á að tvær mínútur til eða frá í dagsins amstri skipta ekki öllu. Mun mikilvægara er að gefa ekki upp viðkvæmar upplýsingar sem hægt er að misnota eða greiða fyrir vöru sem aldrei kemur. Fyrsta og mikilvægasta vörnin gegn þessum glæpum er hjá okkur sjálfum. Það er ekki auðvelt að breyta hegðun sinni, en það eitt að taka sér örfáar mínútur og athuga hver er að senda skilaboð, hverjum er verið að greiða, hvort netslóðin eða netfangið líti sérkennilega út og þar fram eftir götunum getur skipt sköpum. Að þessu sögðu er vert að benda á að öryggisstjórar og aðrir tæknimenn hjá bönkum, greiðslumiðlunum, opinberum stofnunum, lögreglunni og einkaaðilum vinna mikið og gott starf í baráttunni við netglæpi. Viðbragstími þeirra er oftast góður og mikil þekking til staðar til að lágmarka skaðann sem netglæpamenn geta valdið. Mikilvægt er að einkaaðilar og hið opinbera haldi áfram opnu samtali og skiptist á upplýsingum með að markmiði að bæta varnir gegn þessum vágesti. Ekki síst krefst þessi flókna og síbreytilega tegund glæpa þess að hugsað sé út fyrir kassann þegar hugað er að bestu framkvæmd viðbragða. Það þurfa allir að hafa augun hjá sér og taka þann tíma sem þarf til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Við bendum fólki á að skoða heimasíðu verkefnisins á taktutvær.is, kynna sér aðferðir netglæpamanna og hvað er hægt að gera til að lágmarka áhættuna á að lenda í þeim. Verum vakandi og vörumst netglæpi. Hvetjum alla til að kynna sér efnið á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Netglæpir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á því vaxandi vandamáli sem netglæpir eru. Átakið nefnist Taktu tvær, en hvaða tvær eru þetta sem við þurfum að taka? Við erum að benda fólki á að í þeim hraða sem einkennir nútíma samfélag og viðskiptahætti er gríðarlega mikilvægt að fólk taki sér smávægilegan tíma til að athuga hvort allt sé með felldu áður en greitt er fyrir vöru eða þjónustu í gengum tölvu eða síma. Að staldra við í stuttan tíma í stað þess að klára málið strax getur sparað einstaklingum og fyrirtækjum háar fjárhæðir. Við hvetjum almennt ekki til tortryggni í viðskiptum enda byggjast viðskipti fyrst og fremst á trausti. En í þessum málum er mikilvægt að viðhafa heilbrigða tortryggni. Netglæpir geta verið allt frá því að vera hlægilega augljósir yfir í að vera vel útfærðir. Illa orðuð SMS sem biðja um smáar fjárhæðir vegna sendinga, undarleg gylliboð um fjárfestingakosti sem þekktir aðilar mæla með, yfirmaður sem biður um greiðslu reiknings undir pressu til óþekkts aðila og ótrúleg tilboð á eftirsóknarverðum vörum. Leiðirnar sem glæpamennirnir nota eru óteljandi og það eru einnig ráðin til að koma auga á svindl. Með nýju átaki samtakanna gegn netglæpum sem ber heitið Taktu tvær viljum við kynna með eins einföldum hætti og hægt er helstu leiðir fyrir fólk til að vara sig á netglæpum. Við bendum á að tvær mínútur til eða frá í dagsins amstri skipta ekki öllu. Mun mikilvægara er að gefa ekki upp viðkvæmar upplýsingar sem hægt er að misnota eða greiða fyrir vöru sem aldrei kemur. Fyrsta og mikilvægasta vörnin gegn þessum glæpum er hjá okkur sjálfum. Það er ekki auðvelt að breyta hegðun sinni, en það eitt að taka sér örfáar mínútur og athuga hver er að senda skilaboð, hverjum er verið að greiða, hvort netslóðin eða netfangið líti sérkennilega út og þar fram eftir götunum getur skipt sköpum. Að þessu sögðu er vert að benda á að öryggisstjórar og aðrir tæknimenn hjá bönkum, greiðslumiðlunum, opinberum stofnunum, lögreglunni og einkaaðilum vinna mikið og gott starf í baráttunni við netglæpi. Viðbragstími þeirra er oftast góður og mikil þekking til staðar til að lágmarka skaðann sem netglæpamenn geta valdið. Mikilvægt er að einkaaðilar og hið opinbera haldi áfram opnu samtali og skiptist á upplýsingum með að markmiði að bæta varnir gegn þessum vágesti. Ekki síst krefst þessi flókna og síbreytilega tegund glæpa þess að hugsað sé út fyrir kassann þegar hugað er að bestu framkvæmd viðbragða. Það þurfa allir að hafa augun hjá sér og taka þann tíma sem þarf til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Við bendum fólki á að skoða heimasíðu verkefnisins á taktutvær.is, kynna sér aðferðir netglæpamanna og hvað er hægt að gera til að lágmarka áhættuna á að lenda í þeim. Verum vakandi og vörumst netglæpi. Hvetjum alla til að kynna sér efnið á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun