Viðskipti erlent

Allt það helsta sem Samsung kynnti til leiks í dag

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fold-síminn er einn sá allra glæsilegasti úr smiðju Samsung.
Fold-síminn er einn sá allra glæsilegasti úr smiðju Samsung. Samsung

Í dag kynnti Samsung til leiks tvo nýja síma, tvö snjallúr og ný heyrnartól. Símarnir eru báðir gæddir þeim eiginleika að hægt er að brjóta þá saman og eru þeir því svokallaðir samlokusímar.

Símarnir Samsung Galaxy Z Flip 4 og Samsung Galaxy Z Fold 4 voru kynntir til leiks í dag en Fold-síminn kemur til með að kosta um 290 þúsund krónur og Flip-síminn 180 þúsund krónur. Báðir símar voru settir í forsölu hjá NOVA fyrr í dag.

Risaskjár

Fold-síminn er gæddur 7,6 tommu skjá sem hægt er að brjóta saman og gera flatarmálið helmingi minna. Skjárinn er 120Hz og rafhlaðan 4.400 mAH. Þeir sem forpanta símann geta átt von á honum í fyrsta lagi 25. ágúst næstkomandi.

Sá klassíski

Flip-síminn er með 6,7 tommu skjá en einnig er hægt að helminga flatarmál hans með því að brjóta hann saman. Flip-síminn líkist hinum klassíska samlokusíma meira en Fold-síminn. Rafhlaðan er örlítið minni á Flip-símanum eða 3.700 mAh. Áætlaður afhendingartími er sá sami og á Fold-símanum.

Tvö ný úr

Tvær tegundir nýrra snjallúra voru kynntar í dag, Galaxy Watch5 og Galaxy Watch5 PRO LTE. Fyrra úrið mun kosta um 55 þúsund krónur en Pro-úrið 82 þúsund krónur.

Glæný heyrnartól

Ný þráðlaus heyrnartól Samsung, Galaxy Buds 2 Pro, koma einnig í sölu á næstu vikum en þau munu kosta um 32 þúsund krónur. Heyrnartólin eru með hljóðeinangrun, eru vatnsheld og lítt sjáanlega þegar þau eru í eyrum fólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×