„Við erum mjög spennt að fá loksins að spila á Íslandi í fyrsta skipti,“ sagði Glenn Kotche, trommari hljómsveitarinnar í viðtali við Pitchfork.
„Við getum ekki beðið eftir að upplifa menninguna og fólkið á Íslandi, sem hefur verið uppspretta svo mikillar tónlistar og listar. Við hlökkum til að búa til ótrúlegar minningar með aðdáendum okkar alls staðar að úr heiminum."
Pabbarokk
Níunda plata hljómsveitarinnar fékk þann stimpil að vera pabba rokk en það kom söngvara hljómsveitarinnar Jeff ekki í jafnvægi sem sagði einfaldlega: „Mér finnst ekkert slæmt við að vera pabbi eða rokkari.“
Allir nema einn
Hljómsveitin var stofnuð árið 1994 eftir að jaðarkántrísveitin Uncle Tupelo, þar sem Tweedy var einnig um borð, hætti. Hann stofnaði Wilco með öllum fyrrverandi liðsmönnum Uncle Tupelo nema söngvaranum Jay Farrar.

