Carbfix vinnur að byltingarkenndri lausn í kolefnisbindingu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2022 11:44 Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Aðsend Carbfix mun á næstunni hefja tilraunir með að nota sjó til að steinrenna koltvísýringi í berglögum neðanjarðar. Mikil tækifæri felast í tilraunum Carbfix fyrir lönd og landsvæði sem hafa takmarkað aðgengi að ferskvatni en eru nálægt sjó. Verkefnið nefnist Sæberg (e. CO2SeaStone) og er samstarfsverkefni Carbfix og ETH Zurich, Háskóla Íslands, ÍSOR, háskólanna í Genf og Lausanne og University College í London. Tilraunin er hluti af stærra verkefni sem gengur út á að prófa og þróa nokkrar mismunandi tæknilausnir til að fanga, nýta, flytja og farga koltvísýring frá Sviss. Það er gert ýmist til að ná fram neikvæðri losun eða minnka hana með því að fanga frá iðnaði sem ekki á gott með að draga úr sinni losun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Carbfix en fyrirtækið hefur í um áratug fangað koltvíoxíð úr útblæstri jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði og bundið það í jörðu. Fyrir um ári hóf félagið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, að binda líka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, blanda því í vatn og binda það í jörðina. Mikilvægt rannsóknarverkefni Nú eru nýjar aðferðir í sjónmáli en Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir Sæbergsverkefnið eitt það mikilvægasta sem fyrirtækið vinnur að um þessar mundir. „Þó að hægt sé að beita tækni okkar víða um heiminn myndi það auka möguleika hennar verulega að geta notað sjó í stað ferskvatns. Við eigum mjög gott samstarf við fjölmarga aðila um verkefnið og erum þakklát bæði Reykjanesbæ fyrir að veita því aðstöðu í Helguvík og Samskipum fyrir að greiða fyrir flutningnum,“ er haft eftir Eddu í tilkynningu Carbfix. Edda Sif Pind Aradóttir er forstjóri CarbFix.Vísir/egill Tækifæri fyrir þróunarlönd Í tilkynningunni segir einnig að Háskóli Íslandi og Carbfix hafi nú þegar sýnt fram á það að sjór hefur sömu virkni og ferskvatn þegar kemur að Carbfix-tækninni. Nú verði það í fyrsta sinn reynt á stærri skala með niðurdælingu. Stefnt er að því að borholan í Helguvík verði tilbúin á haustmánuðum og niðurdæling hefjist í kjölfarið. Þótt víða í heiminum séu góðar aðstæður til að beita Carbfix-tækninni er aðgangur að ferskvatni sums staðar takmarkandi þáttur. Takist að nota sjó í stað ferskvatns mun það fjölga verulega þeim svæðum þar sem hægt er að beita tækninni. Til að mynda er basalt undir stórum hluta sjávarbotns jarðar. Koltvísýringur á leið til Íslands.aðsend Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46 „Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. 28. júní 2022 11:55 Carbfix hlýtur sextán milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu Íslenska kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu til uppbyggingar á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal sem á að rísa í Straumsvík. Styrkurinn er sá stærsti sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum sambandsins og nemur 16 milljörðum króna. 13. júlí 2022 08:56 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Verkefnið nefnist Sæberg (e. CO2SeaStone) og er samstarfsverkefni Carbfix og ETH Zurich, Háskóla Íslands, ÍSOR, háskólanna í Genf og Lausanne og University College í London. Tilraunin er hluti af stærra verkefni sem gengur út á að prófa og þróa nokkrar mismunandi tæknilausnir til að fanga, nýta, flytja og farga koltvísýring frá Sviss. Það er gert ýmist til að ná fram neikvæðri losun eða minnka hana með því að fanga frá iðnaði sem ekki á gott með að draga úr sinni losun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Carbfix en fyrirtækið hefur í um áratug fangað koltvíoxíð úr útblæstri jarðhitavirkjunarinnar á Hellisheiði og bundið það í jörðu. Fyrir um ári hóf félagið, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, að binda líka koltvíoxíð úr andrúmsloftinu, blanda því í vatn og binda það í jörðina. Mikilvægt rannsóknarverkefni Nú eru nýjar aðferðir í sjónmáli en Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir Sæbergsverkefnið eitt það mikilvægasta sem fyrirtækið vinnur að um þessar mundir. „Þó að hægt sé að beita tækni okkar víða um heiminn myndi það auka möguleika hennar verulega að geta notað sjó í stað ferskvatns. Við eigum mjög gott samstarf við fjölmarga aðila um verkefnið og erum þakklát bæði Reykjanesbæ fyrir að veita því aðstöðu í Helguvík og Samskipum fyrir að greiða fyrir flutningnum,“ er haft eftir Eddu í tilkynningu Carbfix. Edda Sif Pind Aradóttir er forstjóri CarbFix.Vísir/egill Tækifæri fyrir þróunarlönd Í tilkynningunni segir einnig að Háskóli Íslandi og Carbfix hafi nú þegar sýnt fram á það að sjór hefur sömu virkni og ferskvatn þegar kemur að Carbfix-tækninni. Nú verði það í fyrsta sinn reynt á stærri skala með niðurdælingu. Stefnt er að því að borholan í Helguvík verði tilbúin á haustmánuðum og niðurdæling hefjist í kjölfarið. Þótt víða í heiminum séu góðar aðstæður til að beita Carbfix-tækninni er aðgangur að ferskvatni sums staðar takmarkandi þáttur. Takist að nota sjó í stað ferskvatns mun það fjölga verulega þeim svæðum þar sem hægt er að beita tækninni. Til að mynda er basalt undir stórum hluta sjávarbotns jarðar. Koltvísýringur á leið til Íslands.aðsend
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46 „Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. 28. júní 2022 11:55 Carbfix hlýtur sextán milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu Íslenska kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu til uppbyggingar á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal sem á að rísa í Straumsvík. Styrkurinn er sá stærsti sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum sambandsins og nemur 16 milljörðum króna. 13. júlí 2022 08:56 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Landsvirkjun hefur föngun koltvísýrings Landsvirkjun ætlar að fanga og dæla niður koldíoxíði frá Þeistareykjastöð og jafnframt draga úr losun koldíoxíðs frá Kröflustöð með stýringu á vinnslu þar. Það er hluti af ætlun fyrirtækisins að verða algjörlega kolefnishlutlaust árið 2025. 28. júní 2022 09:46
„Ísland birtist óvænt sem stórveldi“ Afköst Íslendinga í kolefnisförgun eru í þann mund að margfaldast með tilkomu nýrrar verksmiðju á Hellisheiði. Landsvirkjun hefur þá ákveðið að hefja kolefnisförgun, en allt er þetta gert með aðferðum CarbFix. 28. júní 2022 11:55
Carbfix hlýtur sextán milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu Íslenska kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur hlotið styrk frá Evrópusambandinu til uppbyggingar á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal sem á að rísa í Straumsvík. Styrkurinn er sá stærsti sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið úr sjóðum sambandsins og nemur 16 milljörðum króna. 13. júlí 2022 08:56