Fótbolti

Barcelona skráir fjóra nýja leikmenn í tæka tíð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Robert Lewandowski, Raphinha og Andreas Christensen gætu allir verið í leikmannahópiu Barcelona á morgun.
Robert Lewandowski, Raphinha og Andreas Christensen gætu allir verið í leikmannahópiu Barcelona á morgun. Javier Borrego/Europa Press via Getty Images

Barcelona náði að skrá fjóra nýja leikmenn í tæka tíð fyrir fyrsta leik liðsins í spænsku úrvalsdeildinni þegar Barcelona tekur á móti Rayo Vallecano á morgun.

Fjárhagsreglur spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, komu í veg fyrir það að Börsungar gátu skráð fjóra nýja leikmenn liðsins í leikmannahóp sinn. 

Fjárhagsstaða Barcelona hefur verið vægast sagt erfið undanfarin misseri, en félagið hefur nú náð að rétta nægilega mikið úr kútnum til að skrá fjórmenningana í hópinn.

Þeir Robert Lewandowski, Franck Kessie, Andreas Christensen og Raphinha munu því geta mætt til leiks í fyrstu umferð La Liga á morgun.

Fjárhagsreglur deildarinnar gerðu það einnig að verkum að Börsungar gátu ekki skráð leikmenn eins og Ousmane Dembele og Sergi Roberto, sem höfðu skrifað undir nýja samninga, til leiks, en þeir hafa einnig fengið skráningu.

Hins vegar hefur liðinu ekki enn tekist að skrá franska varnarmannin Joules Kounde, sem einnig kom til félagsins í sumar, í leikmannahópinn. Til að Barcelona geti skráð Kounde þarf félagið að lækka launakostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×