Katrín segir frá því á Facebook í dag að hún hafi byrjaði að hlaupa að ráði eftir fótbrot árið 2020, að hvatningu Þórunnar Rakelar Gylfadóttur. Til hafi staðið að hlaupa í maraþoninu í fyrra en því hafi auðvitað verið frestað vegna Covid.
„En nú er komið að því - næsta laugardag er hlaupið á dagskrá. Ég hef ekki verið alveg jafn dugleg í æfingum og í fyrra en ég ætla samt að láta á það reyna að hlaupa og sjá hvort ég næ ekki í mark (segjum sem minnst um tímann,“ skrifar Katrín.
Eins og áður segir sótti Katrín innblástur í Magnús Karl Magnússon og Ellý Katrín Guðmundsdóttir. Þau hafi haldið uppi opinskárri umræðu um sjúkdóminn og opnað augu margra. Forsætisráðherrann segist hafa þekkt Ellý frá gamalla tíð og hún hafi kennt sér margt um sjálfbærni og umhverfisvernd.
Reykjavíkurmaraþonið fer fram um næstu helgi. Laugardaginn 20. Ágúst. Hægt er að heita á forsætisráðherrann hér.