Jón Þór: Stór móment sem breyta þessum leik 14. ágúst 2022 20:33 Jón Þór Hauksson var sáttur við sína menn þrátt fyrir tapið. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður með andann í sínu liði þrátt fyrir 3-0 tap gegn KA í dag. Liðið situr í botnsæti deildarinnar og hefur nú tapað sjö leikjum í röð. „Það er auðvitað margt sem gerist í þessum leik og breytir þessum leik, stór atvik. Mér finnst við byrja þennan leik gríðarlega vel og fáum frábær færi og auðvitað eigum við að sjá það aftur í sjónvarpinu en þar sem við stóðum leit þetta þannig út sem algjört dauðafæri og vorum að spila gríðarlega vel á fyrsta kaflanum þangað til við missum mann út af og meira segja var ég mjög ánægðir með hvernig strákarnir útfærðu sinn leik eftir rauða spjaldið. Mér fannst við vera gríðarlega þéttir og útfæra varnarleikinn vel þangað til að þeir skora fyrsta markið en fram að því held ég að þeir hafi ekki skapað sér mikið af færum þannig að við lögðum gríðarlega mikið í þennan leik en eins og ég segi eru þetta stór móment sem breyta þessum leik.” Hlynur Sævar Jónsson var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann braut á Hallgrími Mar sem aftasti varnarmaður. Fannst Jóni Þór dómurinn réttur? „Erfitt að meta þetta, ég sé þetta bara einu sinni og á eftir að sjá þetta betur í sjónvarpinu, ég bara get eiginlega ekki dæmt um þetta en ég er nokkuð viss um að maður hefði viljað fá rautt spjald ef þetta hefði verið hinu megin en að því sögðu þá er erfitt fyrir mig að dæma það. Við vorum klaufar að koma okkur í þá stöðu og mér fannst við búnir að vera spila gríðarlega vel fram að því.” KA var betri aðilinn í leiknum en Jón Þór var þó ánægður með ákveðna hluti í leik síns liðs. „Mér fannst við byrja gríðarlega vel og mér fannst við bera betri hérna í upphafi leiks og síðan tóku þeir svolítið stjórnina og voru meira með boltann en við vorum með ágætis tök á því og eigum fína spilkafla og erum að skapa okkur fín færi, mjög góð færi, dauðafæri, þannig ég er svolítið svekktur að við skyldum ekki hafa komist yfir í þessum leik.” ÍA hefur nú tapað sjö leikjum í röð og sitja á botni deildarinnar með einungis einn sigur. Hvernig er andrúmsloftið í hópnum? „Það lemur á hópinn. Í síðasta leik voru stór atvik líka þar sem við vildum fá fleiri vítaspyrnur og rautt spjald á Val og fáum svo rautt spjald hérna sjálfir þannig þetta fellur ekki með okkur í augnablikinu en það gríðarlega mikil orka og kraftur í liðinu og það eru allir að reyna og hvernig þeir lögðu sig í þennan leik hérna, bæði 10 á móti 10 og 11 á móti 11, það er auðvitað bara til fyrirmyndar og ég er stoltur af því og ég er stoltur af þessu liði. Þetta er mjög ungt lið sem við teflum hérna fram í dag og kannski kemur það örlítið í bakið á okkur þegar við lendum svo undir að kannski vantar örlítið meiri reynslu í þeirri stöðu, hefði viljað hafa örlítið fleiri leiki á bakinu í þeirri stöðu, en mér fannst við gera það gríðarlega vel og ég er bara ánægður með hvernig strákarnir gerðu það og milli leikja hafa menn virkilega verið að gefa allt í þetta til að snúa þessu við og koma liðinu aftur á rétta braut.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
„Það er auðvitað margt sem gerist í þessum leik og breytir þessum leik, stór atvik. Mér finnst við byrja þennan leik gríðarlega vel og fáum frábær færi og auðvitað eigum við að sjá það aftur í sjónvarpinu en þar sem við stóðum leit þetta þannig út sem algjört dauðafæri og vorum að spila gríðarlega vel á fyrsta kaflanum þangað til við missum mann út af og meira segja var ég mjög ánægðir með hvernig strákarnir útfærðu sinn leik eftir rauða spjaldið. Mér fannst við vera gríðarlega þéttir og útfæra varnarleikinn vel þangað til að þeir skora fyrsta markið en fram að því held ég að þeir hafi ekki skapað sér mikið af færum þannig að við lögðum gríðarlega mikið í þennan leik en eins og ég segi eru þetta stór móment sem breyta þessum leik.” Hlynur Sævar Jónsson var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann braut á Hallgrími Mar sem aftasti varnarmaður. Fannst Jóni Þór dómurinn réttur? „Erfitt að meta þetta, ég sé þetta bara einu sinni og á eftir að sjá þetta betur í sjónvarpinu, ég bara get eiginlega ekki dæmt um þetta en ég er nokkuð viss um að maður hefði viljað fá rautt spjald ef þetta hefði verið hinu megin en að því sögðu þá er erfitt fyrir mig að dæma það. Við vorum klaufar að koma okkur í þá stöðu og mér fannst við búnir að vera spila gríðarlega vel fram að því.” KA var betri aðilinn í leiknum en Jón Þór var þó ánægður með ákveðna hluti í leik síns liðs. „Mér fannst við byrja gríðarlega vel og mér fannst við bera betri hérna í upphafi leiks og síðan tóku þeir svolítið stjórnina og voru meira með boltann en við vorum með ágætis tök á því og eigum fína spilkafla og erum að skapa okkur fín færi, mjög góð færi, dauðafæri, þannig ég er svolítið svekktur að við skyldum ekki hafa komist yfir í þessum leik.” ÍA hefur nú tapað sjö leikjum í röð og sitja á botni deildarinnar með einungis einn sigur. Hvernig er andrúmsloftið í hópnum? „Það lemur á hópinn. Í síðasta leik voru stór atvik líka þar sem við vildum fá fleiri vítaspyrnur og rautt spjald á Val og fáum svo rautt spjald hérna sjálfir þannig þetta fellur ekki með okkur í augnablikinu en það gríðarlega mikil orka og kraftur í liðinu og það eru allir að reyna og hvernig þeir lögðu sig í þennan leik hérna, bæði 10 á móti 10 og 11 á móti 11, það er auðvitað bara til fyrirmyndar og ég er stoltur af því og ég er stoltur af þessu liði. Þetta er mjög ungt lið sem við teflum hérna fram í dag og kannski kemur það örlítið í bakið á okkur þegar við lendum svo undir að kannski vantar örlítið meiri reynslu í þeirri stöðu, hefði viljað hafa örlítið fleiri leiki á bakinu í þeirri stöðu, en mér fannst við gera það gríðarlega vel og ég er bara ánægður með hvernig strákarnir gerðu það og milli leikja hafa menn virkilega verið að gefa allt í þetta til að snúa þessu við og koma liðinu aftur á rétta braut.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira