Lortur beið lögreglu eftir innbrot í Árbæ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 06:42 Nóg var um að vera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/Vilhelm Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Lögreglan var til að mynda kölluð til vegna innbrots í fyrirtæki í Árbæ. Í stað þess að mæta innbrotsmanninum við komuna á vettvang tók lortur á gólfi fyrirtækisins á móti lögreglunni og innbrotsmaðurinn hvergi sjáanlegur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að 68 mál hafi verið skráð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Nokkuð var um innbrot í fyrirtæki, þar á meaðl í hverfi 105 þar sem innbrotsmaður stal peningakassa en var handtekinn skömmu síðar og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þá var tilkynnt um innbrot í verslun í hverfi 108 og reyndi innbrotsþjófurinn að hlaupa undan lögreglu, sem hljóp hann uppi. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir voru þá handteknir sem grunaðir eru um reiðhjólaþjófnað. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Tilkynnt var um umferðaslys á Grenimel í Vesturbæ. Ekki kemur fram hvort slysið hafi verið alvarlegt. Þá var tilkynnt um árekstur og afstungu við Smáralind. Þá var tilkynnt um umferðaslys í Kópavogi en engin slys urðu á fólki þó ökutæki hefðu skemmst. Tilkynnt var um annan árekstur og afstungu í Grafarvogi en ökumaðurinn sá að sér og viðurkenndi brotið skömmu síðar. Tveir ökumenn voru þá sektaðir við umferðareftirlit lögreglu á Stekkjarbakka vegna of hraðs aksturs. Skráningarmerki voru fjarlægð af öðru ökutækjanna vegna trygginga. Þá var ökumaður stöðvaður í Kópavogu en hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Lagt var hald á falsað ökuskírteini sem hann framvísaði. Þá var einn stöðvaður sem reyndist sviptur ökuréttindum og hefur ítrekað verið kærður fyrir að keyra sviptur þeim. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Einn var þá sektaður fyrir að aka á 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 80. Þá var nokkuð um að vera hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það var kallað til vegna elds í ruslatunnu og vegna leka af þriðju hæð í fjölbýli. Íbúi þar hafði látið renna í bað og gleymt sér þannig að upp úr flæddi. Slökkviliðið mætti á staðinn og hreinsaði íbúðina. Einnig þurfti slökkviliðið að sinna gróðureldi við Rauðavatn sem tókst ágætlega að slökkva. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að 68 mál hafi verið skráð frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Nokkuð var um innbrot í fyrirtæki, þar á meaðl í hverfi 105 þar sem innbrotsmaður stal peningakassa en var handtekinn skömmu síðar og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknarinnar. Þá var tilkynnt um innbrot í verslun í hverfi 108 og reyndi innbrotsþjófurinn að hlaupa undan lögreglu, sem hljóp hann uppi. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Tveir voru þá handteknir sem grunaðir eru um reiðhjólaþjófnað. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku. Tilkynnt var um umferðaslys á Grenimel í Vesturbæ. Ekki kemur fram hvort slysið hafi verið alvarlegt. Þá var tilkynnt um árekstur og afstungu við Smáralind. Þá var tilkynnt um umferðaslys í Kópavogi en engin slys urðu á fólki þó ökutæki hefðu skemmst. Tilkynnt var um annan árekstur og afstungu í Grafarvogi en ökumaðurinn sá að sér og viðurkenndi brotið skömmu síðar. Tveir ökumenn voru þá sektaðir við umferðareftirlit lögreglu á Stekkjarbakka vegna of hraðs aksturs. Skráningarmerki voru fjarlægð af öðru ökutækjanna vegna trygginga. Þá var ökumaður stöðvaður í Kópavogu en hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Lagt var hald á falsað ökuskírteini sem hann framvísaði. Þá var einn stöðvaður sem reyndist sviptur ökuréttindum og hefur ítrekað verið kærður fyrir að keyra sviptur þeim. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Einn var þá sektaður fyrir að aka á 110 km hraða þar sem hámarkshraði er 80. Þá var nokkuð um að vera hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Það var kallað til vegna elds í ruslatunnu og vegna leka af þriðju hæð í fjölbýli. Íbúi þar hafði látið renna í bað og gleymt sér þannig að upp úr flæddi. Slökkviliðið mætti á staðinn og hreinsaði íbúðina. Einnig þurfti slökkviliðið að sinna gróðureldi við Rauðavatn sem tókst ágætlega að slökkva.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira