90 laxa holl í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 15. ágúst 2022 09:25 Tekist á við lax í Laxá í Dölum Mynd: www.hreggnasi.is Laxá í Dölum er ein af þessum ám sem á oftar en ekki rosalega endaspretti og getur síðsumars og haustveiðin verið ævintýralega góð í henni. Það er alla vega deginum ljósara að áin er að hrökkva í síðsumarsgírinn og veiðitölurnar sýna það svart á hvítu. Holl sem var að ljúka veiðum í gær var með 90 laxa á land á sex stangir í þrjá daga sem er ekkert annað en frábær veiði en við heyrðum í veiðimanni í gær sem var við veiðar í þessu holli og sagði hann, eins og veiðitölur gefa til kynna, að það hefði verið einstaklega gaman við Laxá í gær. Frábært vatn og laxinn í miklu tökustuði. Það er ennþá lax að ganga eftir því sem við fréttum og þess vegna líklega að þessi flotta á eigi mikið inni núna það sem eftir lifir af veiðitímanum. Stangveiði Dalabyggð Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Gríðarlegur samdráttur í laxveiðinni í ár Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Eldisfiskur gerir vart við sig í Hlíðarvatni Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði Laugardalsá fer vel af stað Veiði
Það er alla vega deginum ljósara að áin er að hrökkva í síðsumarsgírinn og veiðitölurnar sýna það svart á hvítu. Holl sem var að ljúka veiðum í gær var með 90 laxa á land á sex stangir í þrjá daga sem er ekkert annað en frábær veiði en við heyrðum í veiðimanni í gær sem var við veiðar í þessu holli og sagði hann, eins og veiðitölur gefa til kynna, að það hefði verið einstaklega gaman við Laxá í gær. Frábært vatn og laxinn í miklu tökustuði. Það er ennþá lax að ganga eftir því sem við fréttum og þess vegna líklega að þessi flotta á eigi mikið inni núna það sem eftir lifir af veiðitímanum.
Stangveiði Dalabyggð Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Gríðarlegur samdráttur í laxveiðinni í ár Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði Eldisfiskur gerir vart við sig í Hlíðarvatni Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði Laugardalsá fer vel af stað Veiði