Formúlubíll á hraðbraut í Tékklandi Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2022 14:25 Skjáskot úr myndbandinu sem er í dreifingu á Twitter. Formúlubíll sem brunaði fram hjá ökumönnum á D4-hraðbrautinni í Tékklandi er ekki keppandi í Formúlu 1 líkt og marga grunaði þegar myndband af bílnum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Um er að ræða bíl í einkaeigu sem hefur áður valdið usla. Myndband af Ferrari formúlubíl á D4-hraðbrautinni í Tékklandi fór í dreifingu á Twitter í vikunni og töldu einhverjir að um væri að ræða ökumann úr Formúlu 1. Hann væri mögulega að taka upp auglýsingu eða sjónvarpsþátt. Bíllinn er merktur með styrktaraðilum Ferrari í formúlunni og með tölustafnum 7 eins og var á bíl Finnans Kimi Raikkonen þegar hann keyrði fyrir Ferrari. Raikkonen er síðasti ökuþór Ferrari til að vinna Formúlu 1 kappaksturinn en það gerði hann árið 2007. Samkvæmt The Supercar Blog þá er um að ræða gamlan GP2 bíl sem notaður var á árunum 2008-2010. GP2 þekkist í dag sem Formúla 2 en bílarnir þar eru um það bil helmingi kraftminni en þeir sem notaðir eru í Formúlu 1. Alltaf með hjálm Lögreglan í Tékklandi rannsakar nú myndbandið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem myndbönd af ökumanninum birtast á samfélagsmiðlum. Það hefur þó reynst lögreglunni að sekta ökumanninn en hann er ávallt klæddur í kappakstursgalla og með hjálm svo ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Lögreglan veit hver eigandi bílsins er enn hann heldur því fram að þetta sé ekki hann sem er að keyra á myndböndunum. Ef lögreglunni tekst að sanna hver ökumaðurinn á myndbandinu er á hann von á háum sektum en ekki er löglegt að keyra slíkan bíl á götum úti. Someone took an old GP2 car on a highway joyride in the Czech Republic. Police have not been able to identify the driver and are looking for him. : @MigueluVe pic.twitter.com/rNgr8j87H0— Dan - EngineMode11 (@EngineMode11) August 14, 2022 Akstursíþróttir Tékkland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Myndband af Ferrari formúlubíl á D4-hraðbrautinni í Tékklandi fór í dreifingu á Twitter í vikunni og töldu einhverjir að um væri að ræða ökumann úr Formúlu 1. Hann væri mögulega að taka upp auglýsingu eða sjónvarpsþátt. Bíllinn er merktur með styrktaraðilum Ferrari í formúlunni og með tölustafnum 7 eins og var á bíl Finnans Kimi Raikkonen þegar hann keyrði fyrir Ferrari. Raikkonen er síðasti ökuþór Ferrari til að vinna Formúlu 1 kappaksturinn en það gerði hann árið 2007. Samkvæmt The Supercar Blog þá er um að ræða gamlan GP2 bíl sem notaður var á árunum 2008-2010. GP2 þekkist í dag sem Formúla 2 en bílarnir þar eru um það bil helmingi kraftminni en þeir sem notaðir eru í Formúlu 1. Alltaf með hjálm Lögreglan í Tékklandi rannsakar nú myndbandið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem myndbönd af ökumanninum birtast á samfélagsmiðlum. Það hefur þó reynst lögreglunni að sekta ökumanninn en hann er ávallt klæddur í kappakstursgalla og með hjálm svo ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Lögreglan veit hver eigandi bílsins er enn hann heldur því fram að þetta sé ekki hann sem er að keyra á myndböndunum. Ef lögreglunni tekst að sanna hver ökumaðurinn á myndbandinu er á hann von á háum sektum en ekki er löglegt að keyra slíkan bíl á götum úti. Someone took an old GP2 car on a highway joyride in the Czech Republic. Police have not been able to identify the driver and are looking for him. : @MigueluVe pic.twitter.com/rNgr8j87H0— Dan - EngineMode11 (@EngineMode11) August 14, 2022
Akstursíþróttir Tékkland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira