Segjast hafa ráðist á höfuðstöðvar Wagner-hópsins Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2022 22:14 Serhiy Haidai er héraðsstjóri í Luhansk. Efrem Lukatsky/AP Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans. Wagner-hópurinn er umdeildur hópur málaliða sem starfa fyrir rússnesku fyrirtækin Wagner Group og Wagner PMC. Fyrirtækin voru stofnuð af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU og eru sögð hafa mikil tengsl við ríkisstjórn Pútíns. Hópurinn tók þátt í hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga árið 2014 og hefur komið að innrás Rússa í Úkraínu í ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Serghiy Haidai, héraðsstjóri í Lukansk, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraínumenn hafi sprengt höfuðstöðvar hópsins í Luhansk. Rússar hafa farið með öll völd í Luhansk síðan síðustu Úkraínsku hermennirnir yfirgáfu borgirnar Sieveródonetsk og Lýsitsjansk í júní. „Í þetta skiptið grandaði vel heppnuð árás höfuðstöðvum Wagner PMC í Popasna í gær,“ sagði Haidai og bætti við að ekkert væri enn vitað um tölu látinna. Götuskilti kom upp um hópinn Haidai segir enn fremur að árásin sé rússneska fréttamanninum Sergei Sreda að þakka. Sreda birti á dögunum mynd af nokkrum málaliðum Wagner-hópsins á Telegram en hefur eytt henni síðan þá. Á myndinni, sem sjá má í tísti úkraínska miðilsins Euromaiden hér að neðan, sést götuskilti í efra vinstra horninu. Á því má sjá staðsetningu hópsins í Popasna, sem er rétt suður af Sieveródonetsk. Russian Telegram channels report on attack of Armed Forces of Ukraine on headquarters of PMC Wagner in occupied Popasna, Luhansk OblastRussian military reporter Sergei Sreda published the photo of location exposing address. https://t.co/YweNRUDOQv Radio Svoboda pic.twitter.com/zjzjxfAZ0p— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) August 14, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Wagner-hópurinn er umdeildur hópur málaliða sem starfa fyrir rússnesku fyrirtækin Wagner Group og Wagner PMC. Fyrirtækin voru stofnuð af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU og eru sögð hafa mikil tengsl við ríkisstjórn Pútíns. Hópurinn tók þátt í hernaðaraðgerðum Rússa á Krímskaga árið 2014 og hefur komið að innrás Rússa í Úkraínu í ár, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins um málið. Serghiy Haidai, héraðsstjóri í Lukansk, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraínumenn hafi sprengt höfuðstöðvar hópsins í Luhansk. Rússar hafa farið með öll völd í Luhansk síðan síðustu Úkraínsku hermennirnir yfirgáfu borgirnar Sieveródonetsk og Lýsitsjansk í júní. „Í þetta skiptið grandaði vel heppnuð árás höfuðstöðvum Wagner PMC í Popasna í gær,“ sagði Haidai og bætti við að ekkert væri enn vitað um tölu látinna. Götuskilti kom upp um hópinn Haidai segir enn fremur að árásin sé rússneska fréttamanninum Sergei Sreda að þakka. Sreda birti á dögunum mynd af nokkrum málaliðum Wagner-hópsins á Telegram en hefur eytt henni síðan þá. Á myndinni, sem sjá má í tísti úkraínska miðilsins Euromaiden hér að neðan, sést götuskilti í efra vinstra horninu. Á því má sjá staðsetningu hópsins í Popasna, sem er rétt suður af Sieveródonetsk. Russian Telegram channels report on attack of Armed Forces of Ukraine on headquarters of PMC Wagner in occupied Popasna, Luhansk OblastRussian military reporter Sergei Sreda published the photo of location exposing address. https://t.co/YweNRUDOQv Radio Svoboda pic.twitter.com/zjzjxfAZ0p— Euromaidan Press (@EuromaidanPress) August 14, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Hermenn og málaliðar frá Rússlandi eru sagðir hafa tekið hundruð manna af lífi í bænum Moura í Malí í mars. Hermennirnir voru að elta vígamenn sem hafa verið umsvifamiklir á svæðinu um árabil. 31. maí 2022 23:10