Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og klukkan 18:50 mætast Dynamo Kiev og Benfica í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppninni á Stöð 2 Sport 2.
Klukkan 21:00 er svo komið að Babe Patrol þar sem þær Alma, Eva, Högna og Kamila munu án efa valda miklum usla á götum Verdansk í leiknum Call of Duty: Warzone á Stöð 2 eSport.