Anníe Mist verður alltaf veik eftir heimsleikana: „Mikið veik núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2022 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir sagði aðdáendum sínum frá því hvað tekur alltaf við hjá henni strax eftir heimsleikana í CrossFit. Instagram/@anniethorisdottir Það tekur mikið á að taka þátt í heimsleikunum í CrossFit. Keppendur hafa verið mörg ár að undirbúa sig og eru í frábæru formi en leikarnir eru alltaf alvöru próf sem taka mikla orku frá öllum. Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það manna best enda nýkomin heim af sínum tólftu heimsleikum sem voru þó aðeins öðruvísi þar sem hún tók þátt í liðakeppninni að þessu sinn. Anníe gaf aðdáendum sínum smá innsýn í það sem hún hefur verið að ganga í gegnum eftir að keppnin kláraðist í Madison. „Áhugaverð staðreynd um mig. Nánast eftir alla heimsleika þá veikist ég,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í myndbandi sem hún setti inn á samfélagsmiðla sína. „Þessir heimsleikar reyndu ekki það mikið á mig en eftir allt andlega stressið og það sem gekk á í aðdraganda leikanna þá fer líkaminn í ferli þar sem hann finnur leið til að komast í gegnum þetta álag,“ sagði Anníe Mist. „Það er enginn tími til að veikjast og líkaminn finnur út úr þessu. Þegar heimsleikarnir eru að baki og þú færð tækifæri til að slaka á þá er eins og líkaminn minn hrynji,“ sagði Anníe Mist. „Ég varð mjög veik í þetta skiptið og þið heyrið það kannski á röddinni minni því ég er enn smá hás og með hósta. Nú er samt liðin ein vika frá leikunum og ég var að klára mitt fyrsta útihlaup eftir leikana,“ sagði Anníe. „Þetta var bara auðvelt hjá mér í dag því ég veit að má ekki keyra þetta of hratt í gang aftur en mér líður rosalega vel á eftir. Nú er ég orðin spennt að byrja aftur og vil líka fara að borða hollari mat. Fólk er hannað til að hreyfa sig,“ sagði Anníe. Hún var þá stödd í Kaupmannahöfn að ná sér niður eftir heimsleikana sem fóru fram í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Það má sjá myndbandið hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það manna best enda nýkomin heim af sínum tólftu heimsleikum sem voru þó aðeins öðruvísi þar sem hún tók þátt í liðakeppninni að þessu sinn. Anníe gaf aðdáendum sínum smá innsýn í það sem hún hefur verið að ganga í gegnum eftir að keppnin kláraðist í Madison. „Áhugaverð staðreynd um mig. Nánast eftir alla heimsleika þá veikist ég,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í myndbandi sem hún setti inn á samfélagsmiðla sína. „Þessir heimsleikar reyndu ekki það mikið á mig en eftir allt andlega stressið og það sem gekk á í aðdraganda leikanna þá fer líkaminn í ferli þar sem hann finnur leið til að komast í gegnum þetta álag,“ sagði Anníe Mist. „Það er enginn tími til að veikjast og líkaminn finnur út úr þessu. Þegar heimsleikarnir eru að baki og þú færð tækifæri til að slaka á þá er eins og líkaminn minn hrynji,“ sagði Anníe Mist. „Ég varð mjög veik í þetta skiptið og þið heyrið það kannski á röddinni minni því ég er enn smá hás og með hósta. Nú er samt liðin ein vika frá leikunum og ég var að klára mitt fyrsta útihlaup eftir leikana,“ sagði Anníe. „Þetta var bara auðvelt hjá mér í dag því ég veit að má ekki keyra þetta of hratt í gang aftur en mér líður rosalega vel á eftir. Nú er ég orðin spennt að byrja aftur og vil líka fara að borða hollari mat. Fólk er hannað til að hreyfa sig,“ sagði Anníe. Hún var þá stödd í Kaupmannahöfn að ná sér niður eftir heimsleikana sem fóru fram í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Það má sjá myndbandið hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira