„Létt kast og þægilegt“ Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2022 10:00 Hilmar Örn Jónsson öskrar á eftir sleggjunni eftir kast á Evrópumótinu í München í dag þar sem hann vann sig inn í úrslit með frábæru kasti í þriðju og síðustu tilraun. Getty/Patrick Smith „Ég vissi að ég myndi gera þetta,“ sagði Hilmar Örn Jónsson eftir að hafa kastað sleggju 76,33 metra, eða meira en sem nemur hæð Hallgrímskirkju, þegar mest lá við á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í dag. Með kastinu kom Hilmar sér inn í úrslit á EM, fyrstur Íslendinga í sleggjukasti á stórmóti, og varð hann sjöundi inn í úrslitin. Þau fara fram snemma kvölds á morgun. Í viðtali við RÚV strax eftir árangurinn í München í dag kvaðst Hilmar ekki hafa komið sjálfum sér á óvart, þó að um væri að ræða besta kast hans á árinu. „Ég vissi að ég myndi gera þetta. Ég var eiginlega búinn að vita það í allan morgun og þurfti bara að framkvæma það. Ég er ánægður en ekki hissa,“ sagði Hilmar í samtali við RÚV. Hann vann sig inn í úrslitin með þriðja og síðasta kasti sínu í morgun. Hér er kastið sem skilaði Hilmari í úrslit. Sætið hans í úrslitum er orðið endanlega staðfest. Nú er bara að vona það sama hjá Guðna Val í kringlukastinu á eftir. https://t.co/YtVxWZRzlI— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) August 17, 2022 „Ég byrjaði frekar illa, á ekkert spes kast, en fann samt að það var nóg inni í því. Svo fór ég og talaði aðeins við þjálfarann minn, við fórum yfir málin, og ég þurfti bara að framkvæma betri köst. Ég reyndi það í annarri og þriðju tilraun og sú þriðja fór lengst,“ sagði Hilmar sem kvaðst strax hafa fundið það að þriðja og síðasta kastið hans myndi duga til að komast í úrslit: „Já, ég held það. Þetta var létt kast og þægilegt, sem eru yfirleitt bestu köstin, og það bara flaug.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Með kastinu kom Hilmar sér inn í úrslit á EM, fyrstur Íslendinga í sleggjukasti á stórmóti, og varð hann sjöundi inn í úrslitin. Þau fara fram snemma kvölds á morgun. Í viðtali við RÚV strax eftir árangurinn í München í dag kvaðst Hilmar ekki hafa komið sjálfum sér á óvart, þó að um væri að ræða besta kast hans á árinu. „Ég vissi að ég myndi gera þetta. Ég var eiginlega búinn að vita það í allan morgun og þurfti bara að framkvæma það. Ég er ánægður en ekki hissa,“ sagði Hilmar í samtali við RÚV. Hann vann sig inn í úrslitin með þriðja og síðasta kasti sínu í morgun. Hér er kastið sem skilaði Hilmari í úrslit. Sætið hans í úrslitum er orðið endanlega staðfest. Nú er bara að vona það sama hjá Guðna Val í kringlukastinu á eftir. https://t.co/YtVxWZRzlI— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) August 17, 2022 „Ég byrjaði frekar illa, á ekkert spes kast, en fann samt að það var nóg inni í því. Svo fór ég og talaði aðeins við þjálfarann minn, við fórum yfir málin, og ég þurfti bara að framkvæma betri köst. Ég reyndi það í annarri og þriðju tilraun og sú þriðja fór lengst,“ sagði Hilmar sem kvaðst strax hafa fundið það að þriðja og síðasta kastið hans myndi duga til að komast í úrslit: „Já, ég held það. Þetta var létt kast og þægilegt, sem eru yfirleitt bestu köstin, og það bara flaug.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira