„Svolítið leiðinlegt lífið þessa dagana þegar þú ert ekki í Evrópukeppninni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2022 11:30 Ísak Snær Þorvaldsson reynir að komast framhjá Víkingnum Oliver Ekroth í leik liðanna í sumar. Vísir/Hulda Margrét Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um árangur liðanna í Evrópukeppninni í ár. Breiðablik og Víkingur komust lengst íslensku liðanna í Evrópukeppninni en bæði náðu þau að spila sex Evrópuleiki í sumar. Víkingar byrjuðu í undankeppni fyrir forkeppnina og spiluðu því alls átta Evrópuleiki í ár. Víkingsliðið tapaði ekki Evrópuleik í Víkinni í ár en liðið vann fjóra leiki þar og gerði eitt jafntefli. Blikar unnu þrjá fyrstu Evrópuleiki sína en þeir þrír síðustu töpuðu þar af báðir á móti mjög sterku tyrknesku liði Istanbul Basaksehir. En voru þjálfararnir tveir ánægðir með Evrópukeppnina hjá sínum liðum í sumar? Ber vott um ákveðinn stöðugleika „Þegar maður horfir á þetta heildstætt þá er ég ánægður með að við förum annað árið í röð í þriðju umferð forkeppnina og spilum þrjár umferðir og sex leiki. Mér finnst það bera vott um ákveðinn stöðugleika,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurleik hjá sínu liði.Vísir/Hulda Margrét „Ég hefði viljað sjá aðeins betri leiki á köflum en ég held að það sé alveg ljóst að langbesti leikurinn okkar var hérna heima á móti Istanbul Basaksehir. Mér fannst við mæta þeim jafnfætis á milli teiganna en þeir refsuðu okkur fyrir einbeitingaleysi og lélega einn á móti einum vörn þegar við gleymdum okkur í að elta menn. Þeir refsa okkur þar og á sama hátt þá náum við ekki að refsa þeim,“ sagði Óskar Hrafn. „Þetta voru erfiðir leikir og erfiðir andstæðingar og þá sérstaklega Buducnost og Istanbul. Ég er sáttur með þetta og nú þurfum við bara að halda áfram og gera enn harðari atlögu að komast lengra á næsta ári,“ sagði Óskar. Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik með Víkingum.Vísir/Hulda Margrét Neyddur til að kafa djúft „Ég er gríðarlega sáttur. Ég held að liðið hafi tekið mikið þroskaskref og ég líka persónulega sem þjálfari. Þessir leikir í Evrópukeppninni, með fullri virðingu fyrir leikjum í Bestu deildinni, eru bara allt annars eðlis. Þú ert neyddur til að kafa mjög djúpt í öll smáatriði hjá þínu liði og að sama skapi líka hjá þeim andstæðingum sem þú ert að fara að spila á móti,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Á þessu stigi, eins og við fengum að kynnast, þá eru bara ein mistök og þú ert bara úr leik. Þú ert kannski með stjórn á öllu 89 mínútur en svo koma þessu mistök og þú ert úr leik,“ sagði Arnar. „Ég held að allir í klúbbnum, líka utan frá, langi í þetta aftur. Það er svolítið leiðinlegt lífið þessa dagana þegar þú ert ekki í Evrópukeppninni. Mönnum langar í þetta aftur en þá þurfa menn að vera heiðarlegir með hvað við gerðum rangt og leita inn á við hvað við getum gert til að laga þessi smáatriði svo að við eigum möguleika á því að komast í riðlakeppnina einhvern tímann,“ sagði Arnar. Það má sjá þetta brot úr viðtölunum við þá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Evrópukeppnin í sumar Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Hafa hækkað rána ekki ósvipað og City og Liverpool hafa gert í Englandi“ Óskar Hrafn Þorvaldsson talaði aðeins varlegar en Arnar Gunnlaugsson þegar þeir voru spurðir að því hvort að lið þeirra væri að stinga önnur lið af hér á landi hvað varðar hugsjón, þjálfun og leikfræði. 17. ágúst 2022 10:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
Breiðablik og Víkingur komust lengst íslensku liðanna í Evrópukeppninni en bæði náðu þau að spila sex Evrópuleiki í sumar. Víkingar byrjuðu í undankeppni fyrir forkeppnina og spiluðu því alls átta Evrópuleiki í ár. Víkingsliðið tapaði ekki Evrópuleik í Víkinni í ár en liðið vann fjóra leiki þar og gerði eitt jafntefli. Blikar unnu þrjá fyrstu Evrópuleiki sína en þeir þrír síðustu töpuðu þar af báðir á móti mjög sterku tyrknesku liði Istanbul Basaksehir. En voru þjálfararnir tveir ánægðir með Evrópukeppnina hjá sínum liðum í sumar? Ber vott um ákveðinn stöðugleika „Þegar maður horfir á þetta heildstætt þá er ég ánægður með að við förum annað árið í röð í þriðju umferð forkeppnina og spilum þrjár umferðir og sex leiki. Mér finnst það bera vott um ákveðinn stöðugleika,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurleik hjá sínu liði.Vísir/Hulda Margrét „Ég hefði viljað sjá aðeins betri leiki á köflum en ég held að það sé alveg ljóst að langbesti leikurinn okkar var hérna heima á móti Istanbul Basaksehir. Mér fannst við mæta þeim jafnfætis á milli teiganna en þeir refsuðu okkur fyrir einbeitingaleysi og lélega einn á móti einum vörn þegar við gleymdum okkur í að elta menn. Þeir refsa okkur þar og á sama hátt þá náum við ekki að refsa þeim,“ sagði Óskar Hrafn. „Þetta voru erfiðir leikir og erfiðir andstæðingar og þá sérstaklega Buducnost og Istanbul. Ég er sáttur með þetta og nú þurfum við bara að halda áfram og gera enn harðari atlögu að komast lengra á næsta ári,“ sagði Óskar. Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik með Víkingum.Vísir/Hulda Margrét Neyddur til að kafa djúft „Ég er gríðarlega sáttur. Ég held að liðið hafi tekið mikið þroskaskref og ég líka persónulega sem þjálfari. Þessir leikir í Evrópukeppninni, með fullri virðingu fyrir leikjum í Bestu deildinni, eru bara allt annars eðlis. Þú ert neyddur til að kafa mjög djúpt í öll smáatriði hjá þínu liði og að sama skapi líka hjá þeim andstæðingum sem þú ert að fara að spila á móti,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Á þessu stigi, eins og við fengum að kynnast, þá eru bara ein mistök og þú ert bara úr leik. Þú ert kannski með stjórn á öllu 89 mínútur en svo koma þessu mistök og þú ert úr leik,“ sagði Arnar. „Ég held að allir í klúbbnum, líka utan frá, langi í þetta aftur. Það er svolítið leiðinlegt lífið þessa dagana þegar þú ert ekki í Evrópukeppninni. Mönnum langar í þetta aftur en þá þurfa menn að vera heiðarlegir með hvað við gerðum rangt og leita inn á við hvað við getum gert til að laga þessi smáatriði svo að við eigum möguleika á því að komast í riðlakeppnina einhvern tímann,“ sagði Arnar. Það má sjá þetta brot úr viðtölunum við þá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Evrópukeppnin í sumar
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Hafa hækkað rána ekki ósvipað og City og Liverpool hafa gert í Englandi“ Óskar Hrafn Þorvaldsson talaði aðeins varlegar en Arnar Gunnlaugsson þegar þeir voru spurðir að því hvort að lið þeirra væri að stinga önnur lið af hér á landi hvað varðar hugsjón, þjálfun og leikfræði. 17. ágúst 2022 10:30 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
„Hafa hækkað rána ekki ósvipað og City og Liverpool hafa gert í Englandi“ Óskar Hrafn Þorvaldsson talaði aðeins varlegar en Arnar Gunnlaugsson þegar þeir voru spurðir að því hvort að lið þeirra væri að stinga önnur lið af hér á landi hvað varðar hugsjón, þjálfun og leikfræði. 17. ágúst 2022 10:30