Arnar um Akkilesarhælinn og Óskar Hrafn um léttari leið Víkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2022 11:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. S2 Sport Víkingur og Breiðablik duttu bæði út úr þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og það vantaði aðeins upp á að fara enn lengra. Þjálfarar liðanna tveggja nefna einbeitingarleysi annars vegar og léttari leið Íslandsmeistaranna hins vegar. Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um hvað klikkaði hjá þeim í Evrópukeppninni en bæði lið duttu út í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Gunnlaugur spurði þjálfarana hreint út hvað þeir og lið þeirra gerðu rangt í Evrópukeppninni. „Þetta er ég hef talað um oft áður það er þetta einbeitingarleysi í íslenskum fótbolta. Við náum ekki að halda einbeitingunni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Okkur leið mjög vel þar „Við erum að tala um að ná upp á ákveðin stig í fótboltanum og okkur leið mjög vel á getustigi eitt sem var umspilið hérna á móti fínum liðum. Levadia var fínasta lið og við unnum það 6-1. Okkur leið mjög vel þar. Stig tvö var velska liðið sem er búið að vera standa sig hrikalega vel í Evrópukeppninni undanfarin ár. Okkur leið mjög vel þar,“ sagði Arnar. „Næsta getustig fyrir ofan, þá erum við að tala um Malmö og Lech Poznań en það má ekkert klikka í þessum leikjum. Við gerðum of mörg mistök varnarlega, fókusleysi og einbeitingarleysi sem hefur hefur verið Akkilesarhæll hjá íslenskum leikmönnum í áratugi,“ sagði Arnar. „Það er eitthvað sem við þurfum að laga og það er ekki endilega bara hausinn á mönnum. Það þarf líka að laga ‚fitness level' og svoleiðis því það er það fyrsta sem fer þegar þú ert ekki í nægilega góðu formi til að spila á þessu getustigi. Þá leyfir þú þér að láta fókusinn flakka í einhverja þvælu. Þetta er ekki bara að laga hausinn því þú þarft líka að bæta ýmsa aðra þætti,“ sagði Arnar. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Hvað vantaði upp á í Evrópukeppninni í sumar? Meistararnir á Íslandi eiga raunhæfa möguleika „Ég held að leið þessara liða inn í riðlakeppni sé í gegnum það að verða meistari. Ef þú horfir bara á Víkingana. Ef að þeir hefðu verið aðeins heppnari með lið í fyrstu umferðinni þegar þeir fá Malmö sem er gríðarlega sterkt lið. Þeir hefðu getað slegið þá út og farið þá inn í aðra umferð,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. „Hefðu þeir tapað þar þá hefðu þeir endað í Evrópudeildinni og verið öruggir með sæti í umspilinu og öruggir með sæti í umspili á móti mögulega viðráðanlegu liði. Lech Poznań lendir á móti Dudelange frá Lúxemborg. Klárlega viðráðanlegt lið,“ sagði Óskar Hrafn „Meistaraleið og almenna leiðin og almenna leiðin er miklu erfiðari. Það lið sem verður meistari á Íslandi, er heppið með drátt og er bara gott, það á raunhæfa möguleika á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar,“ sagði Óskar Hrafn. „Leiðin fyrir lið sem ætla að fara hina leiðina, fara leiðin sem við höfum farið síðustu tvö ár, hún er grýtt og torsótt,“ sagði Óskar Hrafn. Það má sjá hluta úr viðtölunum við þjálfarana hér fyrir ofan,. Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um hvað klikkaði hjá þeim í Evrópukeppninni en bæði lið duttu út í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Gunnlaugur spurði þjálfarana hreint út hvað þeir og lið þeirra gerðu rangt í Evrópukeppninni. „Þetta er ég hef talað um oft áður það er þetta einbeitingarleysi í íslenskum fótbolta. Við náum ekki að halda einbeitingunni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Okkur leið mjög vel þar „Við erum að tala um að ná upp á ákveðin stig í fótboltanum og okkur leið mjög vel á getustigi eitt sem var umspilið hérna á móti fínum liðum. Levadia var fínasta lið og við unnum það 6-1. Okkur leið mjög vel þar. Stig tvö var velska liðið sem er búið að vera standa sig hrikalega vel í Evrópukeppninni undanfarin ár. Okkur leið mjög vel þar,“ sagði Arnar. „Næsta getustig fyrir ofan, þá erum við að tala um Malmö og Lech Poznań en það má ekkert klikka í þessum leikjum. Við gerðum of mörg mistök varnarlega, fókusleysi og einbeitingarleysi sem hefur hefur verið Akkilesarhæll hjá íslenskum leikmönnum í áratugi,“ sagði Arnar. „Það er eitthvað sem við þurfum að laga og það er ekki endilega bara hausinn á mönnum. Það þarf líka að laga ‚fitness level' og svoleiðis því það er það fyrsta sem fer þegar þú ert ekki í nægilega góðu formi til að spila á þessu getustigi. Þá leyfir þú þér að láta fókusinn flakka í einhverja þvælu. Þetta er ekki bara að laga hausinn því þú þarft líka að bæta ýmsa aðra þætti,“ sagði Arnar. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Hvað vantaði upp á í Evrópukeppninni í sumar? Meistararnir á Íslandi eiga raunhæfa möguleika „Ég held að leið þessara liða inn í riðlakeppni sé í gegnum það að verða meistari. Ef þú horfir bara á Víkingana. Ef að þeir hefðu verið aðeins heppnari með lið í fyrstu umferðinni þegar þeir fá Malmö sem er gríðarlega sterkt lið. Þeir hefðu getað slegið þá út og farið þá inn í aðra umferð,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. „Hefðu þeir tapað þar þá hefðu þeir endað í Evrópudeildinni og verið öruggir með sæti í umspilinu og öruggir með sæti í umspili á móti mögulega viðráðanlegu liði. Lech Poznań lendir á móti Dudelange frá Lúxemborg. Klárlega viðráðanlegt lið,“ sagði Óskar Hrafn „Meistaraleið og almenna leiðin og almenna leiðin er miklu erfiðari. Það lið sem verður meistari á Íslandi, er heppið með drátt og er bara gott, það á raunhæfa möguleika á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar,“ sagði Óskar Hrafn. „Leiðin fyrir lið sem ætla að fara hina leiðina, fara leiðin sem við höfum farið síðustu tvö ár, hún er grýtt og torsótt,“ sagði Óskar Hrafn. Það má sjá hluta úr viðtölunum við þjálfarana hér fyrir ofan,.
Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira