Patrik og Samúel voru báðir í byrjunarliði Viking í kvöld. Patrik stóð vaktina í marki liðsins, en Samúel lék tæpar 85 mínútur á miðsvæðinu.
Heimamenn í FCSB tóku forystuna strax á þriðju mínútu, en norska liðið jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Gestirnir tóku svo forystuna á 35. mínútu og lokatölur urðu 1-2.
Íslendingaliðið er því í góðri stöðu fyrir seinni leik liðanna sem fram fer að viku liðinni, en liðið sem hefur betur í einvíginu vinnur sér inn þátttökurétt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.