Vésteinn setur alla pressuna á Slóvenann og er ekki á móti rigningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 16:00 Daniel Stahl og Simon Pettersson fagna gulli og silfri á Ólympíuleikunum í Tókýó í fyrra. Getty/Maja Hitij Ísland á ekki bara Guðna Val Guðnason í úrslitum kringlukastsins á EM í frjálsum í kvöld heldur er íslenski þjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson með tvo menn í úrslitunum. Mennirnir hans Vésteins, Daniel Ståhl og Simon Pettersson, unnu gull og silfur á Ólympíuleikunum í fyrra en Vésteinn segir að slóvenski heimsmeistarinn Kristjan Ceh sé langsigurstranglegastur í úrslitunum í kvöld. Kristjan Ceh varð heimsmeistari í Eugene í Bandaríkjunum í júlí með kast upp á 71,13 metra en þá voru strákarnir hans Vésteins í fjórða (Ståhl) og fimmta sæti (Pettersson). Það er búist við rigningu í München í kvöld og Vésteinn grætur það ekkert. Hann segir að þeir Daniel og Simon hafi undirbúið sig fyrir bleytuna. View this post on Instagram A post shared by Radiosporten (@radiosporten) „Kristjan Ceh er betri en allir aðrir og hefur verið það allt þetta ár. Hinir fimm munu keppa um silfur og brons,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson við Radiosporten. „Ef það byrjar að rigna þá getur þetta farið í allar áttir. Við erum samt hrifnir af því að fá rigningu af því að við höfum undirbúið okkur vel fyrir það,“ sagði Vésteinn. „Ég hef væntingar til þess að Daniel komist á pall en það verður erfiðara fyrir Simon,“ sagði Vésteinn. Í undankeppninni þá kastaði Kristjan Ceh lengst eða 69,06 metra en Litháinn Andrius Gudzius Mykolas Alekna var næstur með kast upp á 66,70 metra. Daniel var þriðji með 65,49 metra kast en Simon var tíundi með 63,39 metra kast. Guðni Valur kastaði 61,80 metra og var tólfti og síðastur inn í úrslitin. Keppnin í kvöld hefst klukkan 18.20 að íslenskum tíma og verður fylgst með henni á Vísi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Mennirnir hans Vésteins, Daniel Ståhl og Simon Pettersson, unnu gull og silfur á Ólympíuleikunum í fyrra en Vésteinn segir að slóvenski heimsmeistarinn Kristjan Ceh sé langsigurstranglegastur í úrslitunum í kvöld. Kristjan Ceh varð heimsmeistari í Eugene í Bandaríkjunum í júlí með kast upp á 71,13 metra en þá voru strákarnir hans Vésteins í fjórða (Ståhl) og fimmta sæti (Pettersson). Það er búist við rigningu í München í kvöld og Vésteinn grætur það ekkert. Hann segir að þeir Daniel og Simon hafi undirbúið sig fyrir bleytuna. View this post on Instagram A post shared by Radiosporten (@radiosporten) „Kristjan Ceh er betri en allir aðrir og hefur verið það allt þetta ár. Hinir fimm munu keppa um silfur og brons,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson við Radiosporten. „Ef það byrjar að rigna þá getur þetta farið í allar áttir. Við erum samt hrifnir af því að fá rigningu af því að við höfum undirbúið okkur vel fyrir það,“ sagði Vésteinn. „Ég hef væntingar til þess að Daniel komist á pall en það verður erfiðara fyrir Simon,“ sagði Vésteinn. Í undankeppninni þá kastaði Kristjan Ceh lengst eða 69,06 metra en Litháinn Andrius Gudzius Mykolas Alekna var næstur með kast upp á 66,70 metra. Daniel var þriðji með 65,49 metra kast en Simon var tíundi með 63,39 metra kast. Guðni Valur kastaði 61,80 metra og var tólfti og síðastur inn í úrslitin. Keppnin í kvöld hefst klukkan 18.20 að íslenskum tíma og verður fylgst með henni á Vísi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira