Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2022 07:01 Siggi Bjarni og Vilborg á leið sinni upp fjallið. Vilborg Arna Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. Fjallið er rétt rúmlega átta þúsund metra hátt en þegar Vilborg og Siggi Bjarni voru komin í sjö þúsund metra hæð fann Vilborg að það var eitthvað ekki eins og það ætti að vera. Vilborg og Siggi Bjarni höfðu verið í Pakistan í mest allt sumar þegar þau þurftu að hætta við verkefni sitt.Vilborg Arna „Við ákváðum að lækka okkur á fjallinu en í stað þess að lagast að þá fóru einkenni að koma í ljós hjá mér sem bentu til þess að ég væri að verða lasin. Við vorum búin að vega og meta aðstæður og töldum of mikla áhættu fólgna í því að halda áfram og snerum því niður í grunnbúðir. Ég reyndist svo vera með lungnabólgu og fékk far með þyrlu frá herbúðum sem eru rétt við grunnbúðirnar til bæjarins Skardu þar sem ég fór í eftirlit á spítalanum og fékk meðhöndlun,“ segir Vilborg. Hún telur að ef að hún hefði ekki farið heim þá hefði hún sett sig í verulega hættu en hún og Siggi Bjarni voru eina teymið á fjallinu þegar þetta var að gerast. Hún hefði getað orðið alvarlega veik, örmagnast eða ekki náð niður áður en veðurglugginn lokaðist. Fjallið er afar krefjandi en til að komast að fjallinu þurftu Vilborg Arna og Siggi Bjarni að ganga hundrað kílómetra á fimm dögum. Á leið sinni upp fjallið þarf að fara í gegnum ísfjall, ferðast á torfærum jökli og klífa brattann og tignarlegan hrygg. Fjallið er alls ekki fyrir reynslulítið klifurfólk.Vilborg Arna Vilborg og Siggi Bjarni héldu til Slóveníu frá Islamabad, höfuðborgar Pakistan, í nótt. Í dag ferðast þau svo aftur heim til Íslands. „Ég ætla að taka góðan tíma í að ná mér almennilega og komast aftur í form. Ég var með plön fyrir haustið sem þarf aðeins að endurskoða núna en ég er viss um að það kemur eitthvað skemmtilegt út úr því,“ segir Vilborg. Henni líður betur í dag og er að braggast með hverjum degi. Hún er ekki viss hvort hún reyni að klífa Gasherbrum II á ný en það sé þó aldrei að vita. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hefur þurft að ganga frá svona verkefni. „En að því sögðu að þá þarf maður alltaf að vera tilbúinn til þess því aðal markmiðið er alltaf að koma heim. Það er góð tilfinning að vita að við snérum frá á réttum tímapunkti, það erum við Siggi hjartanlega sammála um,“ segir Vilborg. Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Fjallið er rétt rúmlega átta þúsund metra hátt en þegar Vilborg og Siggi Bjarni voru komin í sjö þúsund metra hæð fann Vilborg að það var eitthvað ekki eins og það ætti að vera. Vilborg og Siggi Bjarni höfðu verið í Pakistan í mest allt sumar þegar þau þurftu að hætta við verkefni sitt.Vilborg Arna „Við ákváðum að lækka okkur á fjallinu en í stað þess að lagast að þá fóru einkenni að koma í ljós hjá mér sem bentu til þess að ég væri að verða lasin. Við vorum búin að vega og meta aðstæður og töldum of mikla áhættu fólgna í því að halda áfram og snerum því niður í grunnbúðir. Ég reyndist svo vera með lungnabólgu og fékk far með þyrlu frá herbúðum sem eru rétt við grunnbúðirnar til bæjarins Skardu þar sem ég fór í eftirlit á spítalanum og fékk meðhöndlun,“ segir Vilborg. Hún telur að ef að hún hefði ekki farið heim þá hefði hún sett sig í verulega hættu en hún og Siggi Bjarni voru eina teymið á fjallinu þegar þetta var að gerast. Hún hefði getað orðið alvarlega veik, örmagnast eða ekki náð niður áður en veðurglugginn lokaðist. Fjallið er afar krefjandi en til að komast að fjallinu þurftu Vilborg Arna og Siggi Bjarni að ganga hundrað kílómetra á fimm dögum. Á leið sinni upp fjallið þarf að fara í gegnum ísfjall, ferðast á torfærum jökli og klífa brattann og tignarlegan hrygg. Fjallið er alls ekki fyrir reynslulítið klifurfólk.Vilborg Arna Vilborg og Siggi Bjarni héldu til Slóveníu frá Islamabad, höfuðborgar Pakistan, í nótt. Í dag ferðast þau svo aftur heim til Íslands. „Ég ætla að taka góðan tíma í að ná mér almennilega og komast aftur í form. Ég var með plön fyrir haustið sem þarf aðeins að endurskoða núna en ég er viss um að það kemur eitthvað skemmtilegt út úr því,“ segir Vilborg. Henni líður betur í dag og er að braggast með hverjum degi. Hún er ekki viss hvort hún reyni að klífa Gasherbrum II á ný en það sé þó aldrei að vita. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hefur þurft að ganga frá svona verkefni. „En að því sögðu að þá þarf maður alltaf að vera tilbúinn til þess því aðal markmiðið er alltaf að koma heim. Það er góð tilfinning að vita að við snérum frá á réttum tímapunkti, það erum við Siggi hjartanlega sammála um,“ segir Vilborg.
Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira