Napoli fær vænan liðsstyrk Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 12:30 Ndombele hefur ekki sýnt sitt rétta andlit hjá Tottenham. James Williamson - AMA/Getty Images Napoli hefur gengið frá samningum við tvo leikmenn til að styrkja sig fyrir komandi átök í vetur. Báðir koma þeir á láni til félagsins. Framherjinn Giovanni Simeone, sonur Diego Simeone, þjálfara Atlético Madrid, hefur gengið í raðir Napoli á láni frá Hellas Verona. Simeone var öflugur hjá Verona í Seríu A á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 35 leikjum. Hann hefur áður leikið með Cagliari, Fiorentina og Genoa í efstu deild á Ítalíu, Napoli á þá kost á að festa alfarið kaup á Simeone þegar lánssamningnum lýkur en hann mun veita Nígeríumanninum Victor Osimhen samkeppni um framherjastöðuna. Þá er Frakkinn Tanguy Ndombele einnig kominn á láni frá Tottenham. Hann var áður á láni hjá Lyon á seinni hluta síðustu leiktíðar en Antonio Conte, þjálfari Spurs, hefur engin not fyrir hann. Ndombele var keyptur til Tottenham frá Lyon á rúmlega 60 milljónir punda sumarið 2019 en hefur ekki staðið undir væntingum í Lundúnum þar sem menn hafa beðið eftir að hann springi út. Napoli greiðir eina milljón evra fyrir lánssamninginn og á kost á að kaupa Ndombele á 30 milljónir evra næsta sumar. Napoli vann sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni síðustu helgi, 5-2 gegn Verona. Liðið mætir nýliðum Monza á heimavelli klukkan 16:30 á morgun en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Allir tíu leikir umferðarinnar á Ítalíu verða að venju í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Mikael Egill Ellertsson verður í eldlínunni með Spezia gegn Inter í dag klukkan 18:45 og Þórir Jóhann Helgason á sama tíma með Lecce gegn Sassuolo. Leikir helgarinnar á Ítalíu Laugardagur 16:30 Torino - Lazio (Stöð 2 Sport 2)16:30 Udinese - Salernitana (Stöð 2 Sport 3)18:45 Inter - Spezia (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sassuolo - Lecce (Stöð 2 Sport 3) Sunnudagur 16:30 Napoli - Monza (Stöð 2 Sport 2)16:30 Empoli - Fiorentina (Stöð 2 Sport 3)18:45 Atalanta - AC Milan (Stöð 2 Sport 2)18:45 Bologna - Verona (Stöð 2 Sport 3) Mánudagur 16:30 Roma-Cremonese (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sampdoria - Juventus (Stöð 2 Sport 2) Ítalski boltinn Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Framherjinn Giovanni Simeone, sonur Diego Simeone, þjálfara Atlético Madrid, hefur gengið í raðir Napoli á láni frá Hellas Verona. Simeone var öflugur hjá Verona í Seríu A á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 35 leikjum. Hann hefur áður leikið með Cagliari, Fiorentina og Genoa í efstu deild á Ítalíu, Napoli á þá kost á að festa alfarið kaup á Simeone þegar lánssamningnum lýkur en hann mun veita Nígeríumanninum Victor Osimhen samkeppni um framherjastöðuna. Þá er Frakkinn Tanguy Ndombele einnig kominn á láni frá Tottenham. Hann var áður á láni hjá Lyon á seinni hluta síðustu leiktíðar en Antonio Conte, þjálfari Spurs, hefur engin not fyrir hann. Ndombele var keyptur til Tottenham frá Lyon á rúmlega 60 milljónir punda sumarið 2019 en hefur ekki staðið undir væntingum í Lundúnum þar sem menn hafa beðið eftir að hann springi út. Napoli greiðir eina milljón evra fyrir lánssamninginn og á kost á að kaupa Ndombele á 30 milljónir evra næsta sumar. Napoli vann sinn fyrsta leik í ítölsku A-deildinni síðustu helgi, 5-2 gegn Verona. Liðið mætir nýliðum Monza á heimavelli klukkan 16:30 á morgun en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Allir tíu leikir umferðarinnar á Ítalíu verða að venju í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport. Mikael Egill Ellertsson verður í eldlínunni með Spezia gegn Inter í dag klukkan 18:45 og Þórir Jóhann Helgason á sama tíma með Lecce gegn Sassuolo. Leikir helgarinnar á Ítalíu Laugardagur 16:30 Torino - Lazio (Stöð 2 Sport 2)16:30 Udinese - Salernitana (Stöð 2 Sport 3)18:45 Inter - Spezia (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sassuolo - Lecce (Stöð 2 Sport 3) Sunnudagur 16:30 Napoli - Monza (Stöð 2 Sport 2)16:30 Empoli - Fiorentina (Stöð 2 Sport 3)18:45 Atalanta - AC Milan (Stöð 2 Sport 2)18:45 Bologna - Verona (Stöð 2 Sport 3) Mánudagur 16:30 Roma-Cremonese (Stöð 2 Sport 2)18:45 Sampdoria - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
Ítalski boltinn Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira