Fyrst Laugavegurinn og nú maraþonið: „Besta tilfinning í heimi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 15:00 Andrea Kolbeinsdóttir var fyrst kvenna í mark. Vísir/Hulda Margrét Andrea Kolbeinsdóttir rúllaði upp keppni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í höfuðborginni í morgun. Hún var lang fyrst kvenna í mark og var sjötta í mark í heildina, sekúndubrotum frá því að vera önnur Íslendinga yfir línuna. Hún fylgir eftir öruggum sigri í Laugavegshlaupinu fyrr í sumar og stefnir á Íslandsmet sem er jafn gamalt henni. Arnar Pétursson var fyrstur í mark í dag á tveimur klukkustundum, 35 mínútum og 18 sekúndum. Annar í mark varð Rúmeninn Silviu Stoica á tímanum 2:35:37, 19 sekúndum á eftir Arnari. Þá var Donal Coakley þriðji á 2:41:35, Ítalinn Simone Carniglia fjórði á 2:44:54 og fimmti var Grétar Guðmundsson á 2:47:22. Grétar hlýtur því silfur í karlaflokki á Meistaramóti Íslands í maraþoni en á sama skráða tíma og Grétar, á 2:47:22, var Andrea Kolbeinsdóttir sem rúllaði yfir keppni kvenna. Hún var langfyrst þeirra í mark, sjötta í heildarkeppninni, sekúndubrotum á eftir Grétari sem varð fimmti. Sturluð tilfinning Andrea var hæstánægð þegar Stefán Árni Pálsson tók hana tali eftir hlaupið. Aðspurð um tilfinninguna sagði hún: „Bara sturluð. Þetta er bara besta tilfinning í heimi.“ „Fyrstu 30 [kílómetrana] er maður bara að njóta og bara geðveikt gaman að hlaupa. Síðustu fimm er maður meira að bíða eftir að þetta sé búið og bíða eftir þessu augnabliki (...) þetta er bara 98% hausinn,“ Aðspurð um hvernig ásigkomulagið á líkamanum sé eftir hlaupið segir Andrea: „Það kemur í ljós á morgun. Ég er smá stíf í mjöðmunum en annars ógeðslega góð,“ Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur Stefnir á Íslandsmetið Íslandsmetið í greininni hefur staðið í 23 ár, en Martha Erntsdóttir setti það á fæðingarári Andreu, í Berlín 1999. Þá hljóp Martha á 2:35:15. Andrea var tólf mínútum frá því en stefnir á að bæta metið á næstu árum. „Það var alveg meira en tíu mínútur og planið er að eiga það bara inni eftir nokkur ár þegar ég byrja maraþon. Þannig að það er klárlega markmiðið eftir nokkur ár,“ Líkt og dæma má af ummælunum hefur Andrea ekki verið að einblína á maraþonhlaup undanfarin misseri en hún rúllaði yfir Laugavegshlaupið fyrr í sumar. Hún bætti þá eigið mótsmet er hún kom í mark á 4:33:07, rúmum klukkutíma á undan næstu konu í mark. Næst á dagskrá hjá henni er fjallahlaup í Sviss. „Núna ætla ég að reyna að hvíla vel í viku og svo bara halda áfram að æfa fyrir fjallahlaup í Sviss eftir þrjár vikur. Nú er bara endurheimt og svo að negla áfram á næsta hlaup,“ Verena með silfur og Thelma Björk brons Önnur kvenna í mark var Ina Ehlers á tímanum 3:05:32, rúmum 18 mínútum á eftir Andreu. Þriðja var Verena Karlsdóttir, sem hlýtur silfur á Meistaramótinu í kvennaflokki. Hún var 26. Í mark á tímanum 3:07:42. Fjórða í kvennaflokki, og bronshafi Meistaramótsins, er Thelma Björk Einarsdóttir sem varð 36. Í mark á tímanum 3:12:17. Reykjavíkurmaraþon Frjálsar íþróttir Hlaup Reykjavík Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Sjá meira
Arnar Pétursson var fyrstur í mark í dag á tveimur klukkustundum, 35 mínútum og 18 sekúndum. Annar í mark varð Rúmeninn Silviu Stoica á tímanum 2:35:37, 19 sekúndum á eftir Arnari. Þá var Donal Coakley þriðji á 2:41:35, Ítalinn Simone Carniglia fjórði á 2:44:54 og fimmti var Grétar Guðmundsson á 2:47:22. Grétar hlýtur því silfur í karlaflokki á Meistaramóti Íslands í maraþoni en á sama skráða tíma og Grétar, á 2:47:22, var Andrea Kolbeinsdóttir sem rúllaði yfir keppni kvenna. Hún var langfyrst þeirra í mark, sjötta í heildarkeppninni, sekúndubrotum á eftir Grétari sem varð fimmti. Sturluð tilfinning Andrea var hæstánægð þegar Stefán Árni Pálsson tók hana tali eftir hlaupið. Aðspurð um tilfinninguna sagði hún: „Bara sturluð. Þetta er bara besta tilfinning í heimi.“ „Fyrstu 30 [kílómetrana] er maður bara að njóta og bara geðveikt gaman að hlaupa. Síðustu fimm er maður meira að bíða eftir að þetta sé búið og bíða eftir þessu augnabliki (...) þetta er bara 98% hausinn,“ Aðspurð um hvernig ásigkomulagið á líkamanum sé eftir hlaupið segir Andrea: „Það kemur í ljós á morgun. Ég er smá stíf í mjöðmunum en annars ógeðslega góð,“ Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur Stefnir á Íslandsmetið Íslandsmetið í greininni hefur staðið í 23 ár, en Martha Erntsdóttir setti það á fæðingarári Andreu, í Berlín 1999. Þá hljóp Martha á 2:35:15. Andrea var tólf mínútum frá því en stefnir á að bæta metið á næstu árum. „Það var alveg meira en tíu mínútur og planið er að eiga það bara inni eftir nokkur ár þegar ég byrja maraþon. Þannig að það er klárlega markmiðið eftir nokkur ár,“ Líkt og dæma má af ummælunum hefur Andrea ekki verið að einblína á maraþonhlaup undanfarin misseri en hún rúllaði yfir Laugavegshlaupið fyrr í sumar. Hún bætti þá eigið mótsmet er hún kom í mark á 4:33:07, rúmum klukkutíma á undan næstu konu í mark. Næst á dagskrá hjá henni er fjallahlaup í Sviss. „Núna ætla ég að reyna að hvíla vel í viku og svo bara halda áfram að æfa fyrir fjallahlaup í Sviss eftir þrjár vikur. Nú er bara endurheimt og svo að negla áfram á næsta hlaup,“ Verena með silfur og Thelma Björk brons Önnur kvenna í mark var Ina Ehlers á tímanum 3:05:32, rúmum 18 mínútum á eftir Andreu. Þriðja var Verena Karlsdóttir, sem hlýtur silfur á Meistaramótinu í kvennaflokki. Hún var 26. Í mark á tímanum 3:07:42. Fjórða í kvennaflokki, og bronshafi Meistaramótsins, er Thelma Björk Einarsdóttir sem varð 36. Í mark á tímanum 3:12:17.
Reykjavíkurmaraþon Frjálsar íþróttir Hlaup Reykjavík Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn