Cyera Hintzen kom Valskonum á bragðið með marki á 20. mínútu áður en Sólveig Jóhannesdóttir Larsen sá til þess að liðið fór með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn þegar hún kom boltanum í netið á 44. mínútu.
Elísa Viðarsdóttir breytti stöðunni svo í 3-0 með marki á fyrstu mínútu síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Ásdísi Kareni Halldórsdóttur og þar við sat.
Valskonur unnu því afar öruggan 3-0 sigur og eru á leið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Í umspilinu verður leikið tveggja leikja einvígi um sæti í riðlakeppninni, en það kemur í ljós á næstu dögum hvaða lið mun klást við Valskonur.