Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2022 19:57 Birgir Jónasson er lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra. Stöð 2 Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. Árásarmaðurinn var fyrrverandi starfsmaður mannsins sem var særður í árásinni og taldi sig eiga eitthvað óuppgert við hann, að því er heimildir fréttastofu herma. Hann lést sjálfur eftir að hafa framið árásina en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um það hvernig hann lést fyrir utan að hann hafi ekki svipt sig lífi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrir „nokkrum vikum“ eftir að hann hafði haft í hótunum við fólk vopnaður skotvopni að sögn Birgis Jónassonar, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Heimildir fréttastofu herma að þá hafi hann hótað fólkinu sem hann réðst að í morgun. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Birgir staðfestir ekki að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en segir þó að til hafi staðið að svipta hann skotvopnaleyfi til bráðabirgða eftir að hald var lagt á öll skotvopn sem skráð voru á hans nafn. Það hafi verið í ferli á árásarstundu. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að maðurinn hafi lagt stund á skotfimi. Birgir segir að heildarmynd sé ekki komin á málið og að það sé til rannsóknar. Rannsókn málsins er á borði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Páleyju Borgþórsdóttur en ekki hefur náðst í hana í dag. Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Árásarmaðurinn var fyrrverandi starfsmaður mannsins sem var særður í árásinni og taldi sig eiga eitthvað óuppgert við hann, að því er heimildir fréttastofu herma. Hann lést sjálfur eftir að hafa framið árásina en ekkert liggur fyrir að svo stöddu um það hvernig hann lést fyrir utan að hann hafi ekki svipt sig lífi. Lögregla hafði afskipti af manninum fyrir „nokkrum vikum“ eftir að hann hafði haft í hótunum við fólk vopnaður skotvopni að sögn Birgis Jónassonar, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Heimildir fréttastofu herma að þá hafi hann hótað fólkinu sem hann réðst að í morgun. Rætt var við Birgi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Birgir staðfestir ekki að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en segir þó að til hafi staðið að svipta hann skotvopnaleyfi til bráðabirgða eftir að hald var lagt á öll skotvopn sem skráð voru á hans nafn. Það hafi verið í ferli á árásarstundu. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að maðurinn hafi lagt stund á skotfimi. Birgir segir að heildarmynd sé ekki komin á málið og að það sé til rannsóknar. Rannsókn málsins er á borði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Páleyju Borgþórsdóttur en ekki hefur náðst í hana í dag.
Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31 Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. 21. ágúst 2022 18:31
Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02
Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28
Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02