Skoraði áður en hann fékk bílprófið en náði ekki að vera undan pabba sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2022 11:31 Haukur Andri Haraldsson sést hér skora og fagna markinu sínu í gær. Samsett/S2 Sport Þeir eru ekki margir sem skora sitt fyrsta mark í efstu deild áður en þeir fá bílprófið en Skagamaðurinn Haukur Andri Haraldsson komst í þann hóp í gær. Hann náði þó ekki að slá fjölskyldumetið. Haukur Andri er í raun einn fárra Skagamanna sem hafa opnað markareikninginn fyrir sautján ára afmælið. Haukur Andri skoraði í gær gríðarlega mikilvægt sigurmark fyrir ÍA á móti ÍBV á Norðurálsvellinum á Akranesi. Haukur Andri var í gær sextán ára, ellefu mánaða og 28 daga gamall en hann heldur upp á sautján ára afmælið sitt á fimmtudaginn kemur. Haraldur faðir hans var aðeins yngri þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1987. Haraldur skoraði markið á móti Val á Hlíðarenda í júní en hann var þá aðeins sextán ára, tíu mánaða og tuttugu daga. Haukur var þó á undan móður sinni því Jónína Halla Víglundsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1987 þar sem hún varð átján ára í janúar. Elsti bróðir hans, Tryggvi Hrafn Haraldsson, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann var nítján ára, tíu mánaða og 29 daga og Hákon Arnar Haraldsson lék ekki í efstu deild áður en hann fór út í atvinnumennsku í Danmörku. Yngsti markaskorari Skagamanna í efstu deild frá upphafi er Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem var aðeins sextán ára, þriggja mánaða og nítján daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í 3-1 sigri í Keflavík í júní 1989. Þetta var fyrsti leikur Arnars í efstu deild en hann var einnig með fiskað víti og stoðsendingu í leiknum. Tvíburabróðir hans, Bjarki, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í september sama ár og er sá annar yngsti til að skora fyrir ÍA í efstu deild eða sextán ára, sex mánaða og þriggja daga. Báðir komust þeir þá fram úr Sigurði Jónssyni sem var sextán ára, níu mánaða og átján daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn í efstu deild sumarið 1983. Sigurður var þá að bæta met Eyleifs Hafsteinssonar sem skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1964 þegar hann vantaði aðeins þrjá daga í sautján ára afmælið en hann var þá yngsti markaskorari í efstu deild. Björn Bergmann Sigurðssonar náði einnig að skora sitt fyrsta mark í efstu deild fyrir sautján ára afmælið en það gerði hann í september 2007 þegar hann var sextán ára, sex mánaða og 22 daga. Besta deild karla ÍA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Haukur Andri er í raun einn fárra Skagamanna sem hafa opnað markareikninginn fyrir sautján ára afmælið. Haukur Andri skoraði í gær gríðarlega mikilvægt sigurmark fyrir ÍA á móti ÍBV á Norðurálsvellinum á Akranesi. Haukur Andri var í gær sextán ára, ellefu mánaða og 28 daga gamall en hann heldur upp á sautján ára afmælið sitt á fimmtudaginn kemur. Haraldur faðir hans var aðeins yngri þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1987. Haraldur skoraði markið á móti Val á Hlíðarenda í júní en hann var þá aðeins sextán ára, tíu mánaða og tuttugu daga. Haukur var þó á undan móður sinni því Jónína Halla Víglundsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1987 þar sem hún varð átján ára í janúar. Elsti bróðir hans, Tryggvi Hrafn Haraldsson, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann var nítján ára, tíu mánaða og 29 daga og Hákon Arnar Haraldsson lék ekki í efstu deild áður en hann fór út í atvinnumennsku í Danmörku. Yngsti markaskorari Skagamanna í efstu deild frá upphafi er Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem var aðeins sextán ára, þriggja mánaða og nítján daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í 3-1 sigri í Keflavík í júní 1989. Þetta var fyrsti leikur Arnars í efstu deild en hann var einnig með fiskað víti og stoðsendingu í leiknum. Tvíburabróðir hans, Bjarki, skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í september sama ár og er sá annar yngsti til að skora fyrir ÍA í efstu deild eða sextán ára, sex mánaða og þriggja daga. Báðir komust þeir þá fram úr Sigurði Jónssyni sem var sextán ára, níu mánaða og átján daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn í efstu deild sumarið 1983. Sigurður var þá að bæta met Eyleifs Hafsteinssonar sem skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild sumarið 1964 þegar hann vantaði aðeins þrjá daga í sautján ára afmælið en hann var þá yngsti markaskorari í efstu deild. Björn Bergmann Sigurðssonar náði einnig að skora sitt fyrsta mark í efstu deild fyrir sautján ára afmælið en það gerði hann í september 2007 þegar hann var sextán ára, sex mánaða og 22 daga.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira