Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2022 10:23 Maðurinn hafði gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið. Skotfélagið Markviss Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. Í gær var greint frá því að árásarmaðurinn í málinu hafi verið skotáhugamaður en hann keppti í skotíþróttum á árum áður. Þar keppti hann fyrir hönd félagsins Markviss sem staðsett er á Blönduósi. Á síðasta ári sagði maðurinn sig frá öllum störfum í þágu Markviss og loks úr félaginu. Hann hafði þá verið að fjarlægjast störfin í nokkra mánuði. „Í ljósi samskipta milli umrædds aðila og stjórnar Markviss í nóvember síðastliðnum voru yfirvöld látin vita af áhyggjum okkar af andlegri heilsu viðkomandi eins og okkur ber skylda til,“ segir í tilkynningu á vef Markviss. Í samtali við fréttastofu segir Guðmann Jónasson, gjaldkeri félagsins, að maðurinn hafi verið með ásakanir á hendur stjórn félagsins og einhverra meðlima. Í kjölfar þess var boðað til fundar með stjórninni og manninum og eftir fundinn taldi félagið það vera rétt að greina lögreglu frá því að hann væri ekki talinn í góðu ástandi andlega. Maðurinn var ekki tilkynntur formlega heldur var rætt við lögreglumann á Blönduósi. Hann kom málinu síðan áfram til félagsþjónustunar. Maðurinn hafði ekki gert neitt af sér og því var ekki hægt að svipta hann leyfinu á þeim tímapunkti. Maðurinn var handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi en þá hafði hann staðið í hótunum með skotvopn. Honum var síðar sleppt úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti maðurinn við geðrænan vanda að stríða og var vistaður á geðdeild eftir að honum var sleppt úr haldi. Hann hafði verið á Blönduósi í að minnsta kosti viku þegar skotárásin átti sér stað í gær. Uppfært klukkan 16:52: Upphaflega kom fram að stjórn Markviss hafi rætt við lögreglustjórann á Blönduósi en hefur nú verið réttilega breytt yfir í lögreglumann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Í gær var greint frá því að árásarmaðurinn í málinu hafi verið skotáhugamaður en hann keppti í skotíþróttum á árum áður. Þar keppti hann fyrir hönd félagsins Markviss sem staðsett er á Blönduósi. Á síðasta ári sagði maðurinn sig frá öllum störfum í þágu Markviss og loks úr félaginu. Hann hafði þá verið að fjarlægjast störfin í nokkra mánuði. „Í ljósi samskipta milli umrædds aðila og stjórnar Markviss í nóvember síðastliðnum voru yfirvöld látin vita af áhyggjum okkar af andlegri heilsu viðkomandi eins og okkur ber skylda til,“ segir í tilkynningu á vef Markviss. Í samtali við fréttastofu segir Guðmann Jónasson, gjaldkeri félagsins, að maðurinn hafi verið með ásakanir á hendur stjórn félagsins og einhverra meðlima. Í kjölfar þess var boðað til fundar með stjórninni og manninum og eftir fundinn taldi félagið það vera rétt að greina lögreglu frá því að hann væri ekki talinn í góðu ástandi andlega. Maðurinn var ekki tilkynntur formlega heldur var rætt við lögreglumann á Blönduósi. Hann kom málinu síðan áfram til félagsþjónustunar. Maðurinn hafði ekki gert neitt af sér og því var ekki hægt að svipta hann leyfinu á þeim tímapunkti. Maðurinn var handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi en þá hafði hann staðið í hótunum með skotvopn. Honum var síðar sleppt úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti maðurinn við geðrænan vanda að stríða og var vistaður á geðdeild eftir að honum var sleppt úr haldi. Hann hafði verið á Blönduósi í að minnsta kosti viku þegar skotárásin átti sér stað í gær. Uppfært klukkan 16:52: Upphaflega kom fram að stjórn Markviss hafi rætt við lögreglustjórann á Blönduósi en hefur nú verið réttilega breytt yfir í lögreglumann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Skotvopn Tengdar fréttir Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28
Svipting skotvopnaleyfis var í ferli Lögregla lagði hald á skotvopn í eigu árásarmannsins, sem myrti konu í morgun og særði eiginmann hennar alvarlega í dag, fyrir nokkrum vikum. Að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra var í ferli að svipta manninn skotvopnaleyfi til bráðabirgða. 21. ágúst 2022 19:57