Stökkið: Féll fyrir David Attenborough í æsku Elísabet Hanna skrifar 29. ágúst 2022 07:00 Rakel hefur alla tíð haft mikla ástríðu fyrir dýrum og velferð þeirra. Aðsend. Rakel Dawn Hanson er dýrafræðingur sem er búsett í Bristol með kærastanum sínum James Scrivens. Hún vinnur við að gera dýralífsheimildarmyndir en áhuginn á faginu kom eftir að hún varð ástfangin að störfum David Attenborough í æsku. Hvar ertu búsett?Ég er búsett í Bristol í Bretlandi. Ég flutti upphaflega hingað til þess að fara í mastersnám við alþjóðlega dýraverndun og svo aftur til þess að læra dýralífsheimildarmyndargerð og Bristol er í raun höfuðstöðvar þessa iðnaðar. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvenær fluttirðu út?Ég flutti fyrst út fyrir tíu árum og fór þá til Leeds til að stunda nám í dýrafræði. Þar á eftir bjó ég í Kaliforníu og kom loks til Bristol árið 2020. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Já ég var alltaf spennt að flytja út, aðallega út af því að ég gat ekki almennilega stundað námið sem ég vildi heima á Íslandi. Ég var alltaf voðalega skotin í Bretlandi en hef verið opin fyrir því að búa hvar sem er. Ég er viss um að ég á eftir að prófa eitthvað annað seinna. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Ég bjó í Kaliforníu þegar heimsfaraldurinn skall á en ég var heppin að geta nýtt mér náttúruna þar í kring þannig ég fór mikið að sörfa og í fjallgöngur, burt frá öðru fólki. Þegar ég hóf svo seinni masterinn í Bretlandi var mikið kennt á netinu sem var frekar erfitt þar sem þetta er mjög verklegt nám. Hins vegar var ég svakalega heppin með bekk og þetta kom okkur þannig séð betur saman þar sem við vorum spennt að reyna komast út úr húsi og hittast á sem öruggastan hátt. Þetta kenndi okkur bara að sleppa takinu á því sem að við gátum ekki stjórnað og njóta grunntenginganna. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Ég flutti fyrst út til Bretlands þegar ég var tvítug til Leeds í Bretlandi. Tilhugsunin var að sjálfsögðu ógnvekjandi að byrja nýtt líf í nýju landi en mér fannst það bara spennandi yfir höfuð. Það var smá yfirþyrmandi hvað það voru margir skólar hérna sem buðu upp á sama námið en með mismunandi áherslum. Það tók langan tíma að kanna alla skólana og finna hvað hentaði mér best. Síðan eru þetta dýrir skólar þannig að maður þurfti að vera frekar viss um að maður vildi fara í þann skóla sem maður var að velja. Þegar ég kom til Bretlands þá var flókið að finna íbúð, margir leigusalar neituðu að leigja stúdentum nema í stúdenta húsnæði. Þar af leiðandi tók það sinn tíma að sannfæra leigusalana að það yrði ekki neinn æsingur í íbúðinni, nema Eurovision party einu sinni á ári. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Það er gott að hafa hugmynd um hvaða svæði innan borgarinnar er hentugt að búa á. Sérstaklega með tilliti til þess hvort það sé auðvelt að labba, taka strætó eða keyra á vinnustaðinn eða í skólann. Það er gott að spjalla við einhvern sem að hefur búið þarna áður þar sem þau geta mælt með bestu stöðunum til þess að vera á. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvernig komstu í kynni við vinnuna sem þú ert í?Ég vinn núna við dýralífsheimildarmyndargerð. Ég komst í kynni við það þegar ég, eins og flest allir, varð ástfangin af David Attenborough heimildarmyndunum þegar ég var krakki. Ég bjóst aldrei við að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert þannig ég ákvað að byrja á að verða dýrafræðingur. Þegar ég sá hvað það voru mörg framleiðslufyrirtæki í Bristol og heill master í boði í heimildamyndargerð ákvað ég að reyna að láta draumana rætast og næla mér í meiri reynslu sem gæti hjálpað mér að komast inn í þennan iðnað. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvers saknarðu mest við Ísland?Klárlega sundlauganna. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Hvað það er dýrt að fljúga erlendis þar sem ég elska að ferðast. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvernig er veðrið?Veðrið er oft voðalega breskt: Grátt og blautt, sérstaklega á veturnar. Ég myndi miklu frekar vera til í snjó heldur en rigningu. Hins vegar eru sumrin yndisleg hérna, reglulega í kringum 25 gráður. Svo eru Bretar alveg eins og Íslendingar í þeim efnum, strax og sólin sýnir sig eru allir komnir í stuttbuxur og með bjór. Aðsend. Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég labba aðallega þar sem þetta er frekar lítil borg en inn á milli nota ég rafhlaupahjól. Ég keyri bara þegar ég fer út úr bænum en ég er enn að venjast þvi að keyra vitlausu megin á götunni. Kemurðu oft til Íslands?Ekki eins oft og ég myndi vilja. Það er bara flogið beint á veturna en annars þarf maður að fara til London sem getur verið mikið vesen. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna? Hvernig þá?Bristol er ekki jafn dýr og London en hún er að hækka í verði. Miðað við Ísland þá er hún aðeins ódýrari. Bjórinn er klárlega ódýrari. Aðsend. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Stundum fæ ég heimsóknir út þegar ég er heppin, ég elska að sýna vinum mínum Bristol. Hins vegar er fólk oftar að fara til London þegar það gerir sér ferð út. Það er svo margt annað skemmtilegt við Bretland en bara London. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Ég hef ekki enn hitt annan Íslending í Bristol. Ég hef heyrt um einn eða tvo en því miður er ekkert Íslendingasamfélag. Áttu þér uppáhalds stað?Ég er orðin mjög skotin í Cornwall fyrir sunnan. Þar eru ofboðslega fallegar strandlengjur, rólegt andrúmsloft og mikið um sörf menningu. Það er alltaf gaman að komast út úr borgarbyggðinni. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Eitt af því sem ég elska mest við Bristol er hvað það eru fjölbreyttir veitingastaðir hérna. Einn af mínum uppáhalds stöðum er kóreskur staður sem er staðsettur í uppbyggðri gáma samstæðu við ánna. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Á sumrin er svakalega gaman að koma og rölta meðfram árbökkunum og ef þú ert djörf/djarfur/djarft þá er tilvalið að fara í loftbelgsferð yfir Bristol. Það er alltaf loftbelgja hátíð í ágúst. Á veturna er gaman að fara á jólamarkaði, bæði í Bristol og í Bath sem er næsti bær við. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Það er erfitt að segja til um týpískan dag, það er alltaf eitthvað nýtt í gangi í Bristol en ég reyni að fara mikið í útilegur eða niður við ströndina þegar ég fæ frí. Ef það er gott veður þá reyni ég að fara um helgar á bændamarkaðinn eða í göngur í skógunum sem eru hérna nálægt. Um eftirmiðdaginn er skemmtilegt að hitta vini niður í bæ við árbakkana með bjór og pizzu við hönd, horfa á sólsetrið og hlusta á fólk spila tónlist. Aðsend. Hvað er það besta við staðinn þinn?Hvað það er mikið af grænum svæðum hérna og hvað það er mikið af allskonar týpum af fólki sem maður fær að kynnast. Þetta er fjölbreytt og listræn borg. Rakel er dýrafræðingur og elskar starfið sitt.Aðsend. Hvað er það versta við staðinn þinn?Hvað það er erfitt að komast til Íslands. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Ég elska litla Ísland en eins og er þá eru ekki margir möguleikar þar í boði til að vinna við dýralífsheimildamyndagerð, þannig ég þarf að halda mig erlendis í smá stund í viðbót. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Stökkið Íslendingar erlendis Ferðalög Bretland Tengdar fréttir „Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“ Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu. 17. ágúst 2022 07:00 Stökkið: „Það er mikið um duglega vasaþjófa“ Hilmar Ragnarsson starfar sem forritari í Barcelona þar sem hann býr með unnustu sinni Raphaellu Santana og hundinum þeirra Nölu. Hilmar flutti upphaflega til Madríd haustið 2015 í skiptinám en kom aldrei heim og færði sig yfir til Barcelona þremur árum síðar. 13. júní 2022 07:01 Stökkið: „Andlega var ég gríðarlega tilbúin að flytja út“ Selma Soffía Guðbrandsdóttir flutti til Spánar fyrir tveimur árum til þess að fara í nám en ákvað eftir námið að vera þar áfram og starfar í dag sem þjónustustjóri (e. Client services manager) hjá fyrirtæki í Marbella sem leigir út lúxus villur. 6. júní 2022 07:00 Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Hvar ertu búsett?Ég er búsett í Bristol í Bretlandi. Ég flutti upphaflega hingað til þess að fara í mastersnám við alþjóðlega dýraverndun og svo aftur til þess að læra dýralífsheimildarmyndargerð og Bristol er í raun höfuðstöðvar þessa iðnaðar. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvenær fluttirðu út?Ég flutti fyrst út fyrir tíu árum og fór þá til Leeds til að stunda nám í dýrafræði. Þar á eftir bjó ég í Kaliforníu og kom loks til Bristol árið 2020. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Já ég var alltaf spennt að flytja út, aðallega út af því að ég gat ekki almennilega stundað námið sem ég vildi heima á Íslandi. Ég var alltaf voðalega skotin í Bretlandi en hef verið opin fyrir því að búa hvar sem er. Ég er viss um að ég á eftir að prófa eitthvað annað seinna. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Ég bjó í Kaliforníu þegar heimsfaraldurinn skall á en ég var heppin að geta nýtt mér náttúruna þar í kring þannig ég fór mikið að sörfa og í fjallgöngur, burt frá öðru fólki. Þegar ég hóf svo seinni masterinn í Bretlandi var mikið kennt á netinu sem var frekar erfitt þar sem þetta er mjög verklegt nám. Hins vegar var ég svakalega heppin með bekk og þetta kom okkur þannig séð betur saman þar sem við vorum spennt að reyna komast út úr húsi og hittast á sem öruggastan hátt. Þetta kenndi okkur bara að sleppa takinu á því sem að við gátum ekki stjórnað og njóta grunntenginganna. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Ég flutti fyrst út til Bretlands þegar ég var tvítug til Leeds í Bretlandi. Tilhugsunin var að sjálfsögðu ógnvekjandi að byrja nýtt líf í nýju landi en mér fannst það bara spennandi yfir höfuð. Það var smá yfirþyrmandi hvað það voru margir skólar hérna sem buðu upp á sama námið en með mismunandi áherslum. Það tók langan tíma að kanna alla skólana og finna hvað hentaði mér best. Síðan eru þetta dýrir skólar þannig að maður þurfti að vera frekar viss um að maður vildi fara í þann skóla sem maður var að velja. Þegar ég kom til Bretlands þá var flókið að finna íbúð, margir leigusalar neituðu að leigja stúdentum nema í stúdenta húsnæði. Þar af leiðandi tók það sinn tíma að sannfæra leigusalana að það yrði ekki neinn æsingur í íbúðinni, nema Eurovision party einu sinni á ári. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Það er gott að hafa hugmynd um hvaða svæði innan borgarinnar er hentugt að búa á. Sérstaklega með tilliti til þess hvort það sé auðvelt að labba, taka strætó eða keyra á vinnustaðinn eða í skólann. Það er gott að spjalla við einhvern sem að hefur búið þarna áður þar sem þau geta mælt með bestu stöðunum til þess að vera á. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvernig komstu í kynni við vinnuna sem þú ert í?Ég vinn núna við dýralífsheimildarmyndargerð. Ég komst í kynni við það þegar ég, eins og flest allir, varð ástfangin af David Attenborough heimildarmyndunum þegar ég var krakki. Ég bjóst aldrei við að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert þannig ég ákvað að byrja á að verða dýrafræðingur. Þegar ég sá hvað það voru mörg framleiðslufyrirtæki í Bristol og heill master í boði í heimildamyndargerð ákvað ég að reyna að láta draumana rætast og næla mér í meiri reynslu sem gæti hjálpað mér að komast inn í þennan iðnað. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvers saknarðu mest við Ísland?Klárlega sundlauganna. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Hvað það er dýrt að fljúga erlendis þar sem ég elska að ferðast. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvernig er veðrið?Veðrið er oft voðalega breskt: Grátt og blautt, sérstaklega á veturnar. Ég myndi miklu frekar vera til í snjó heldur en rigningu. Hins vegar eru sumrin yndisleg hérna, reglulega í kringum 25 gráður. Svo eru Bretar alveg eins og Íslendingar í þeim efnum, strax og sólin sýnir sig eru allir komnir í stuttbuxur og með bjór. Aðsend. Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég labba aðallega þar sem þetta er frekar lítil borg en inn á milli nota ég rafhlaupahjól. Ég keyri bara þegar ég fer út úr bænum en ég er enn að venjast þvi að keyra vitlausu megin á götunni. Kemurðu oft til Íslands?Ekki eins oft og ég myndi vilja. Það er bara flogið beint á veturna en annars þarf maður að fara til London sem getur verið mikið vesen. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna? Hvernig þá?Bristol er ekki jafn dýr og London en hún er að hækka í verði. Miðað við Ísland þá er hún aðeins ódýrari. Bjórinn er klárlega ódýrari. Aðsend. Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Stundum fæ ég heimsóknir út þegar ég er heppin, ég elska að sýna vinum mínum Bristol. Hins vegar er fólk oftar að fara til London þegar það gerir sér ferð út. Það er svo margt annað skemmtilegt við Bretland en bara London. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Ég hef ekki enn hitt annan Íslending í Bristol. Ég hef heyrt um einn eða tvo en því miður er ekkert Íslendingasamfélag. Áttu þér uppáhalds stað?Ég er orðin mjög skotin í Cornwall fyrir sunnan. Þar eru ofboðslega fallegar strandlengjur, rólegt andrúmsloft og mikið um sörf menningu. Það er alltaf gaman að komast út úr borgarbyggðinni. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvaða matsölustöðum myndir þú mæla með?Eitt af því sem ég elska mest við Bristol er hvað það eru fjölbreyttir veitingastaðir hérna. Einn af mínum uppáhalds stöðum er kóreskur staður sem er staðsettur í uppbyggðri gáma samstæðu við ánna. Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Á sumrin er svakalega gaman að koma og rölta meðfram árbökkunum og ef þú ert djörf/djarfur/djarft þá er tilvalið að fara í loftbelgsferð yfir Bristol. Það er alltaf loftbelgja hátíð í ágúst. Á veturna er gaman að fara á jólamarkaði, bæði í Bristol og í Bath sem er næsti bær við. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Það er erfitt að segja til um týpískan dag, það er alltaf eitthvað nýtt í gangi í Bristol en ég reyni að fara mikið í útilegur eða niður við ströndina þegar ég fæ frí. Ef það er gott veður þá reyni ég að fara um helgar á bændamarkaðinn eða í göngur í skógunum sem eru hérna nálægt. Um eftirmiðdaginn er skemmtilegt að hitta vini niður í bæ við árbakkana með bjór og pizzu við hönd, horfa á sólsetrið og hlusta á fólk spila tónlist. Aðsend. Hvað er það besta við staðinn þinn?Hvað það er mikið af grænum svæðum hérna og hvað það er mikið af allskonar týpum af fólki sem maður fær að kynnast. Þetta er fjölbreytt og listræn borg. Rakel er dýrafræðingur og elskar starfið sitt.Aðsend. Hvað er það versta við staðinn þinn?Hvað það er erfitt að komast til Íslands. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Ég elska litla Ísland en eins og er þá eru ekki margir möguleikar þar í boði til að vinna við dýralífsheimildamyndagerð, þannig ég þarf að halda mig erlendis í smá stund í viðbót. View this post on Instagram A post shared by Rakel Dawn Hanson (@rakeldawnh)
Stökkið Íslendingar erlendis Ferðalög Bretland Tengdar fréttir „Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“ Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu. 17. ágúst 2022 07:00 Stökkið: „Það er mikið um duglega vasaþjófa“ Hilmar Ragnarsson starfar sem forritari í Barcelona þar sem hann býr með unnustu sinni Raphaellu Santana og hundinum þeirra Nölu. Hilmar flutti upphaflega til Madríd haustið 2015 í skiptinám en kom aldrei heim og færði sig yfir til Barcelona þremur árum síðar. 13. júní 2022 07:01 Stökkið: „Andlega var ég gríðarlega tilbúin að flytja út“ Selma Soffía Guðbrandsdóttir flutti til Spánar fyrir tveimur árum til þess að fara í nám en ákvað eftir námið að vera þar áfram og starfar í dag sem þjónustustjóri (e. Client services manager) hjá fyrirtæki í Marbella sem leigir út lúxus villur. 6. júní 2022 07:00 Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00 Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
„Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“ Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu. 17. ágúst 2022 07:00
Stökkið: „Það er mikið um duglega vasaþjófa“ Hilmar Ragnarsson starfar sem forritari í Barcelona þar sem hann býr með unnustu sinni Raphaellu Santana og hundinum þeirra Nölu. Hilmar flutti upphaflega til Madríd haustið 2015 í skiptinám en kom aldrei heim og færði sig yfir til Barcelona þremur árum síðar. 13. júní 2022 07:01
Stökkið: „Andlega var ég gríðarlega tilbúin að flytja út“ Selma Soffía Guðbrandsdóttir flutti til Spánar fyrir tveimur árum til þess að fara í nám en ákvað eftir námið að vera þar áfram og starfar í dag sem þjónustustjóri (e. Client services manager) hjá fyrirtæki í Marbella sem leigir út lúxus villur. 6. júní 2022 07:00
Stökkið: „Í byrjun voru ófáir dagar þar sem ég var á barmi þess að gefast upp“ Förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir flutti upphaflega til Los Angeles árið 2013 til þess að stunda nám við fagið. Eftir að hafa fallið fyrir borginni og faginu fór hún aftur út í nám árið 2016 og starfar þar í dag sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur. 30. maí 2022 07:00