Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-Þróttur R. 1-0 | Norðankonur fjarlægjast fallsvæðið Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. ágúst 2022 21:04 Þór/KA tók mikilvæg stig í kvöld. Vísir/Diego Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þrótti í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Liðið er nú þremur stigum frá fallsvæðinu eftir sigur kvöldsins. Fyrri hálfleikur var afskaplega bragðdaufur og fátt markvert sem átt sér stað, bæði lið voru skipulögð og gáfu fá færi á sér en nokkur hálffæri litu dagsins ljós. Margrét Árnadóttir átti tilraun á fyrstu mínútu leiksins þegar hún átti skot innan úr teig en boltinn í varnarmann og út af. Murphy Alexandra Agnew lét vörn Þór/KA hafa fyrir sér í fyrri hálfleik, á níundu mínútu lék hún á hvern varnarmanninn á fætur öðrum áður en hún átti skot á markið en það var laust og beint á Hörpu Jóhannsdóttir. Hún var svo aftur á ferðinni á 27. mínútu þegar hún skaut boltanum innan úr teig en boltinn rétt framhjá. Heimakonur fengu síðasta tækifæri hálfleiksins eftir hornspyrnu en Arna Eiríksdóttir skallaði þá boltann af stuttu færi en Íris Dögg Gunnarsdóttir var vandanum vaxinn í markinu. Seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar María Cathariana Ólafsd. Gros kom heimakonum yfir á 52. mínútu leiksins eftir frábæran undirbúning frá Margréti Árnadóttir, staðan orðin 1-0 en þetta var fyrsta mark Þór/KA síðan 14. júní síðastliðin. Mörk breyta leikjum og það var alveg tilfellið í þetta sinn, það kom mikil ró yfir heimakonur eftir markið. Gestirnir færðu sig ofar á völlinn sem gaf heimakonum tækifæri á að sækja hratt og fengu þær alveg tækifæri til að bæta við en tókst ekki. Þróttur virtist aldrei líklegar eftir markið og Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan sigur í botnbaráttunni. Fyrsti sigur liðsins síðan 1. júní síðastliðin. Afhverju vann Þór/KA? Þetta var mjög lokaður leikur, bæði lið gáfu fá færi á sér og tilfinningin var þannig að það lið sem yrði fyrra til að skora myndi landa þessum sigri sem og var. Eftir markið kom ró yfir heimakonur og þær náðu betri stjórn á leiknum. Þróttur var ekki mjög líklegt eftir markið að koma til baka. Hverjar stóðu upp úr? Murphy Alexandra Agnew lét varnarmenn Þór/KA hafa fyrir sér í fyrri hálfleik, þá var Ólöf Sigríður Kristinsdóttir oft lífleg í liði Þrótts. Í liði heimakvenna voru margar sem áttu góðan dag. Margrét Árnadóttir var frábær, Arna Eiríksdóttir var öflug í miðverðinum og Hulda Ósk Jónsdóttir var frábær hægra megin á vellinum. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá báðum liðum lengst af að opna varnirnar en það tókst á endanum hjá Þór/KA og það skilur liðin að í dag. Hvað gerist næst? Nú kemur löng pása hjá báðum liðum. Þróttur fær Keflavík í heimsókn 12. september næstkomandi og Þór/KA fær annan heimaleik á móti ÍBV 10. september. Nik Anthony Chamberlain: Vantaði margt upp á í dag „Mig langar að byrja á því að hrósa Þór/KA, þær komu út í þennan leik með leikplan sem gekk algjörlega upp. Við vorum hins vegar oft að taka rangar ákvarðanir og vorum ekki með góða stjórn á boltanum,“ sagði Nik Anthony Chamberlain eftir 1-0 tap á móti Þór/KA á Akureyri í kvöld. Leikurinn í kvöld var lokaður og liðin skipulögð til baka. „Þessi leikur var alltaf að fara að spilast þannig að það yrði stutt á milli í þessu, þetta var spurning um gæðin í dag og að finna markið og það var Þór/KA sem náði að skora þetta mikilvæga mark. Það var tilfinningin hjá okkur á bekknum að það lið sem myndi skora fyrsta markið myndi vinna þennan leik, ég tel að við hefðum geta spilað fram á morgundaginn og hvorugt liðið hefði náð inn öðru marki.“ Nik fannst vanta margt upp á hjá liðinu í kvöld sem hefur gengið vel í síðustu leikjum. „Mér fannst við vera hræddar við að spila boltanum, völlurinn var okkur líka erfiður en á endanum vantaði bara margt upp á hjá okkur í dag. Svo er líka erfitt að missa út góða leikmenn eins og t.d. Kötlu sem spilar ekki. Mér fannst samt Brynja Rán sem spilaði í hennar stað gera það mjög vel, við höfðum ekki mikin tíma til að undirbúa hana fyrir þetta en hún gerði það vel.“ Framundan er pása og fram að leiknum í kvöld hafði Þróttur unnið alla leiki sína eftir EM pásu. „Það hefði verið gott að klára þennan ágústmánuð með fullt hús stiga en það er eins og það er. Við eigum fjóra leiki eftir og við ætlum okkur að vinna þá alla.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Þróttur Reykjavík
Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þrótti í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Liðið er nú þremur stigum frá fallsvæðinu eftir sigur kvöldsins. Fyrri hálfleikur var afskaplega bragðdaufur og fátt markvert sem átt sér stað, bæði lið voru skipulögð og gáfu fá færi á sér en nokkur hálffæri litu dagsins ljós. Margrét Árnadóttir átti tilraun á fyrstu mínútu leiksins þegar hún átti skot innan úr teig en boltinn í varnarmann og út af. Murphy Alexandra Agnew lét vörn Þór/KA hafa fyrir sér í fyrri hálfleik, á níundu mínútu lék hún á hvern varnarmanninn á fætur öðrum áður en hún átti skot á markið en það var laust og beint á Hörpu Jóhannsdóttir. Hún var svo aftur á ferðinni á 27. mínútu þegar hún skaut boltanum innan úr teig en boltinn rétt framhjá. Heimakonur fengu síðasta tækifæri hálfleiksins eftir hornspyrnu en Arna Eiríksdóttir skallaði þá boltann af stuttu færi en Íris Dögg Gunnarsdóttir var vandanum vaxinn í markinu. Seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar María Cathariana Ólafsd. Gros kom heimakonum yfir á 52. mínútu leiksins eftir frábæran undirbúning frá Margréti Árnadóttir, staðan orðin 1-0 en þetta var fyrsta mark Þór/KA síðan 14. júní síðastliðin. Mörk breyta leikjum og það var alveg tilfellið í þetta sinn, það kom mikil ró yfir heimakonur eftir markið. Gestirnir færðu sig ofar á völlinn sem gaf heimakonum tækifæri á að sækja hratt og fengu þær alveg tækifæri til að bæta við en tókst ekki. Þróttur virtist aldrei líklegar eftir markið og Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan sigur í botnbaráttunni. Fyrsti sigur liðsins síðan 1. júní síðastliðin. Afhverju vann Þór/KA? Þetta var mjög lokaður leikur, bæði lið gáfu fá færi á sér og tilfinningin var þannig að það lið sem yrði fyrra til að skora myndi landa þessum sigri sem og var. Eftir markið kom ró yfir heimakonur og þær náðu betri stjórn á leiknum. Þróttur var ekki mjög líklegt eftir markið að koma til baka. Hverjar stóðu upp úr? Murphy Alexandra Agnew lét varnarmenn Þór/KA hafa fyrir sér í fyrri hálfleik, þá var Ólöf Sigríður Kristinsdóttir oft lífleg í liði Þrótts. Í liði heimakvenna voru margar sem áttu góðan dag. Margrét Árnadóttir var frábær, Arna Eiríksdóttir var öflug í miðverðinum og Hulda Ósk Jónsdóttir var frábær hægra megin á vellinum. Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá báðum liðum lengst af að opna varnirnar en það tókst á endanum hjá Þór/KA og það skilur liðin að í dag. Hvað gerist næst? Nú kemur löng pása hjá báðum liðum. Þróttur fær Keflavík í heimsókn 12. september næstkomandi og Þór/KA fær annan heimaleik á móti ÍBV 10. september. Nik Anthony Chamberlain: Vantaði margt upp á í dag „Mig langar að byrja á því að hrósa Þór/KA, þær komu út í þennan leik með leikplan sem gekk algjörlega upp. Við vorum hins vegar oft að taka rangar ákvarðanir og vorum ekki með góða stjórn á boltanum,“ sagði Nik Anthony Chamberlain eftir 1-0 tap á móti Þór/KA á Akureyri í kvöld. Leikurinn í kvöld var lokaður og liðin skipulögð til baka. „Þessi leikur var alltaf að fara að spilast þannig að það yrði stutt á milli í þessu, þetta var spurning um gæðin í dag og að finna markið og það var Þór/KA sem náði að skora þetta mikilvæga mark. Það var tilfinningin hjá okkur á bekknum að það lið sem myndi skora fyrsta markið myndi vinna þennan leik, ég tel að við hefðum geta spilað fram á morgundaginn og hvorugt liðið hefði náð inn öðru marki.“ Nik fannst vanta margt upp á hjá liðinu í kvöld sem hefur gengið vel í síðustu leikjum. „Mér fannst við vera hræddar við að spila boltanum, völlurinn var okkur líka erfiður en á endanum vantaði bara margt upp á hjá okkur í dag. Svo er líka erfitt að missa út góða leikmenn eins og t.d. Kötlu sem spilar ekki. Mér fannst samt Brynja Rán sem spilaði í hennar stað gera það mjög vel, við höfðum ekki mikin tíma til að undirbúa hana fyrir þetta en hún gerði það vel.“ Framundan er pása og fram að leiknum í kvöld hafði Þróttur unnið alla leiki sína eftir EM pásu. „Það hefði verið gott að klára þennan ágústmánuð með fullt hús stiga en það er eins og það er. Við eigum fjóra leiki eftir og við ætlum okkur að vinna þá alla.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti