Flótti frá Kænugarði fyrir þjóðhátíðardaginn: „Bregðumst kröftuglega við hverri árás“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 16:41 Þjóðhátíðardagur Úkraínu verður á morgun en 31 ár eru síðan Úkraína lýsti yfir sjálfstæði frá Sovíetríkjunum. Getty Margir flýja nú frá Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, vegna ótta við árás á borgina á þjóðhátíðardegi Úkraínu sem verður á morgun, 24 ágúst. Þann dag árið 1991 lýsti Úkraína yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, fjórum mánuðum fyrir fall Sovíetríkjanna. Alex Rodnjanskí, ráðgjafi Úkraínuforseta, greindi frá þessu í samtali við BBC í dag. Hann sagði fólk óttast það að Rússar láti til skarar skríða og hefji árás á borgina á morgun, miðvikudag. „Fólk bregst við fréttum. Fólk sér til þess að hafa viðbragðsáætlanir og vill ekki vera í miðbæ Kænugarðs þar sem byggingar ríkisstjórnarinnar eru,“ segir Rodnjanskí og bætir við að Rússar séu að reyna að bæta upp fyrir lélegt gengi á vígvellinum að undanförnu. „Það er líklegt að þeir reyni þetta til að sýna fram á einhvern árangur, bæta upp fyrir í raun allar hrakfarir sem þeir hafa lent í á undanförnum sex mánuðum.“ Í dag lýsti Selenskí því yfir að hverri árás Rússa á þjóðhátíðardaginn verði mætt af krafti. Hann óttast það að Rússar muni reyna eitthvað „sérlega ógeðslegt“ á þjóðhátíðardaginn. Ummæli Rodnjanskís koma nú í kjölfar þess að Bandaríkjamenn vöruðu við því að Rússar gætu, á næstu dögum, bætt í árásir á innviði Úkraínu og aðstöðu hins opinbera í landinu. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu hefur ráðlagt Úkraínumönnum að fara varlega á þjóðhátíðardaginn með vísan til hótana Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. 22. ágúst 2022 12:18 Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Alex Rodnjanskí, ráðgjafi Úkraínuforseta, greindi frá þessu í samtali við BBC í dag. Hann sagði fólk óttast það að Rússar láti til skarar skríða og hefji árás á borgina á morgun, miðvikudag. „Fólk bregst við fréttum. Fólk sér til þess að hafa viðbragðsáætlanir og vill ekki vera í miðbæ Kænugarðs þar sem byggingar ríkisstjórnarinnar eru,“ segir Rodnjanskí og bætir við að Rússar séu að reyna að bæta upp fyrir lélegt gengi á vígvellinum að undanförnu. „Það er líklegt að þeir reyni þetta til að sýna fram á einhvern árangur, bæta upp fyrir í raun allar hrakfarir sem þeir hafa lent í á undanförnum sex mánuðum.“ Í dag lýsti Selenskí því yfir að hverri árás Rússa á þjóðhátíðardaginn verði mætt af krafti. Hann óttast það að Rússar muni reyna eitthvað „sérlega ógeðslegt“ á þjóðhátíðardaginn. Ummæli Rodnjanskís koma nú í kjölfar þess að Bandaríkjamenn vöruðu við því að Rússar gætu, á næstu dögum, bætt í árásir á innviði Úkraínu og aðstöðu hins opinbera í landinu. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu hefur ráðlagt Úkraínumönnum að fara varlega á þjóðhátíðardaginn með vísan til hótana Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. 22. ágúst 2022 12:18 Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Útilokar friðarviðræður og segir langt stríð framundan Gennady Gatilov, fastafulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, segir beinar viðræður milli Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódimírs Selenskís Úkraínuforseta ekki koma til greina. 22. ágúst 2022 12:18
Segja morðingjann hafa verið með tólf ára dóttur sinni Ráðamenn í Rússlandi saka leyniþjónustu Úkraínu um að bera ábyrgð á því að rússnesk kona dó í bílasprengju nærri Moskvu um helgina. Úkraínsk kona er sögð hafa gert árásina og flúið til Eistlands. Yfirlýsingar Rússa hafa mætt miklum efasemdum. 22. ágúst 2022 22:00