Dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að maðurinn fengi að deyja, með aðstoð, þrátt fyrir að fórnarlömb hans hafi óskað eftir því að maðurinn yrði sóttur til saka og látinn afplána réttlátan dóm. Málið fór alla leið fyrir stjórnarskrárdóm landsins, sem mat það svo að ekki væri brotið á réttindum fórnarlambanna með því að leyfa manninum að deyja.
Maðurinn, sem hét Eugen Sabau og var 46 ára gamall, starfaði sem öryggisvörður í borginni Tarragona í norðausturhluta Spánar. Eftir að hafa glímt við mikla óánægju í starfi skaut hann þrjá samstarfsmenn sína í desember í fyrra og særði einn lögreglumann á flóttanum í kjölfarið.
Að sögn yfirvalda í Katalóníu lést Sabau klukkan 18:30 að staðartíma í dag með aðstoð yfirvalda.
Líknardráp voru lögleidd á Spáni frir rétt rúmu ári síðan en hingað til hefur refsingin fyrir líknardráp varðað tíu ára fangelsisvist í landinu. Samkvæmt fréttablaðinu El Pais hafa minnst 172 nýtt sér réttinn til líknardráps.