Engar pappaskeiðar með skyri frá MS í Hollandi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. ágúst 2022 08:50 Skyrið og tréskeiðin sem fæst í Hollandi. Aðsent Pappaskeiðar sem fylgja skyri frá Ísey skyr hafa verið umdeildar um nokkurt skeið, það sama má segja um tréskeiðar sem hafa dúkkað upp á síðustu misserum. Þó virðast pappaskeiðarnar valda sérstökum ama ef marka má ummæli netverja. Á dögunum barst Vísi ábending þess efnis að annars staðar í Evrópu væri boðið upp á tréskeiðar með skyrinu í stað þeirra úr pappa sem Íslendingar kannast við. Nokkur óánægja hefur ríkt hér á landi vegna breytinga í kjölfar tilskipunar frá Evrópusambandinu gerða til þess að minnka plast í sjónum. Þetta hafði það í för með sér að ekki var lengur hægt að fá ýmsar vörur með aukahlutum úr plasti eins og þekkt hafði verið lengi heldur aðeins úr pappa. Dæmi um þær vörur sem tóku breytingum er hin ástsæla Kókómjólk og Ísey skyr. Einhver munur virðist þó ríkja á milli landa hvað varðar skeiðarnar sem fylgja með skyrinu en tréskeiðar fylgja skyrinu í Hollandi í stað pappaskeiða. Í skriflegu svari til fréttastofu vegna málsins segir Erna Erlendsdóttir sölu- og markaðsstjóri á erlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni pappaskeiðarnar henta illa til útflutnings. „Pappaskeiðin hentar illa erlendis þar sem skyrið fer bæði lengri leið í flutningum og veltuhraðinn úr verslunum á skyrinu ekki sá sami og hér heima, þá sérstaklega í minni verslunum erlendis og kælingin til lengri tíma á pappaskeiðinni kemur sér ekki vel og því var ákveðið að notast við tréskeið,“ segir Erna. Breytingarnar sem urðu á aukahlutum úr plasti.Vísir/Óttar Þó sé búið að fjarlægja skeiðina og lokið af skyri í verslunum erlendis og stærri verslunarkeðjur hafi gripið til þess að bjóða upp á skeiðar í versluninni fyrir þá sem ætli ekki að taka skyrið með sér heim og borða þar. Á svörum Ernu að dæma virðist pappaskeiðin aðeins eiga að stoppa stutt og framtíðin bjóði mögulega upp á skyrdollur án skeiða og auka plasts. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri á innlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni segir annarra lausna en pappa- og tréskeiða hafa verið leitað síðan síðasta sumar þegar umbúðunum var breytt og leit standi enn yfir. „Við höfum fengið allskonar lausnir frá birgjum og fengum í aðdraganda þess að það mátti ekki nota plastskeiðarnar. Þessi pappaskeið sem varð fyrir valinu á endanum kom best út í prófunum hjá okkur. Við erum bara alveg síðan síðasta sumar, á fullu að finna nýjar lausnir og þær hafa bara ekki alveg borist,“ segir Aðalsteinn. Matur Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Nokkur óánægja hefur ríkt hér á landi vegna breytinga í kjölfar tilskipunar frá Evrópusambandinu gerða til þess að minnka plast í sjónum. Þetta hafði það í för með sér að ekki var lengur hægt að fá ýmsar vörur með aukahlutum úr plasti eins og þekkt hafði verið lengi heldur aðeins úr pappa. Dæmi um þær vörur sem tóku breytingum er hin ástsæla Kókómjólk og Ísey skyr. Einhver munur virðist þó ríkja á milli landa hvað varðar skeiðarnar sem fylgja með skyrinu en tréskeiðar fylgja skyrinu í Hollandi í stað pappaskeiða. Í skriflegu svari til fréttastofu vegna málsins segir Erna Erlendsdóttir sölu- og markaðsstjóri á erlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni pappaskeiðarnar henta illa til útflutnings. „Pappaskeiðin hentar illa erlendis þar sem skyrið fer bæði lengri leið í flutningum og veltuhraðinn úr verslunum á skyrinu ekki sá sami og hér heima, þá sérstaklega í minni verslunum erlendis og kælingin til lengri tíma á pappaskeiðinni kemur sér ekki vel og því var ákveðið að notast við tréskeið,“ segir Erna. Breytingarnar sem urðu á aukahlutum úr plasti.Vísir/Óttar Þó sé búið að fjarlægja skeiðina og lokið af skyri í verslunum erlendis og stærri verslunarkeðjur hafi gripið til þess að bjóða upp á skeiðar í versluninni fyrir þá sem ætli ekki að taka skyrið með sér heim og borða þar. Á svörum Ernu að dæma virðist pappaskeiðin aðeins eiga að stoppa stutt og framtíðin bjóði mögulega upp á skyrdollur án skeiða og auka plasts. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri á innlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni segir annarra lausna en pappa- og tréskeiða hafa verið leitað síðan síðasta sumar þegar umbúðunum var breytt og leit standi enn yfir. „Við höfum fengið allskonar lausnir frá birgjum og fengum í aðdraganda þess að það mátti ekki nota plastskeiðarnar. Þessi pappaskeið sem varð fyrir valinu á endanum kom best út í prófunum hjá okkur. Við erum bara alveg síðan síðasta sumar, á fullu að finna nýjar lausnir og þær hafa bara ekki alveg borist,“ segir Aðalsteinn.
Matur Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira