„Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga afar mikilvæg“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 13:10 Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir gríðarlega mikilvægt að opinber yfirvöld gefi fjölmiðlum greinagóðar upplýsingar þegar harmleikur verður á borð við þann sem varð á Blönduósi. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hefur ekki rætt við fjölmiðla eftir að hafa tekið við rannsókn morðmálsins á Blönduósi á mánudag. Vísir Prófessor í afbrotafræði segir harmleikinn á Blönduósi um síðustu helgi með þeim stærri sem hefur orðið í samfélaginu síðustu áratugi. Afar mikilvægt sé að opinberir aðilar gefi greinargóðar upplýsingar þegar slíkir atburðir verði. Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir voðaverkin á Blönduósi síðustu helgi gríðarlegt áfall fyrir samfélagið í heild. Þarf að leita langt aftur í tíma eftir voðaverki sem þessu „Þetta er hræðilegur atburður. Við höfum ekki séð álíka á síðari árum en þó er það ekki óþekkt. Slík voðaverk þekkjast í Íslandssögunni en það þarf að fara nokkuð langt aftur til að sjá álíka harmleik,“ segir Helgi. Hann segir ýmislegt hægt að gera í forvörnum í samfélögum til að spyrna við að slíkir atburðir verði. „Það er margt hægt að gera í forvörnum í samfélaginu. Þarna spila margir þættir saman, samfélagslegir, félagslegir og heilbrigðislegir þættir sem skipta máli,“ segir Helgi. Eftir að Lögregluembættið á Norðurlandi eystra tók við rannsókn málsins á mánudag hafa nánast engar upplýsingar borist um hver staðan er. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árásarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu m.a. um frið frá fjölmiðlum. Að opinberir aðilar veiti upplýsingar Helgi segir opinbera aðila bera mikla ábyrgð á miðlun upplýsinga í slíkum málum: „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ segir Helgi. Helgi segir að slík voðaverk hafa gríðarleg áhrif á minni samfélag og það geti jafnvel haft áhrif á upplýsingamiðlun opinberra aðila. „Ég tel að fámenni og nálægð samfélagsins við þá sem harmleikurinn snerti á einn eða annan máti hafi gert það að verkum að við höfum ekki enn fengið opinberar upplýsingar frá viðkomandi embætti. Kannski verður að sýna því skilning en um leið er þetta ábending til opinberra aðila um að það skiptir máli að veita réttar og sannar upplýsingar um mál sem upp koma,“ sagði Helgi Gunnlaugsson. Manndráp á Blönduósi Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur segir voðaverkin á Blönduósi síðustu helgi gríðarlegt áfall fyrir samfélagið í heild. Þarf að leita langt aftur í tíma eftir voðaverki sem þessu „Þetta er hræðilegur atburður. Við höfum ekki séð álíka á síðari árum en þó er það ekki óþekkt. Slík voðaverk þekkjast í Íslandssögunni en það þarf að fara nokkuð langt aftur til að sjá álíka harmleik,“ segir Helgi. Hann segir ýmislegt hægt að gera í forvörnum í samfélögum til að spyrna við að slíkir atburðir verði. „Það er margt hægt að gera í forvörnum í samfélaginu. Þarna spila margir þættir saman, samfélagslegir, félagslegir og heilbrigðislegir þættir sem skipta máli,“ segir Helgi. Eftir að Lögregluembættið á Norðurlandi eystra tók við rannsókn málsins á mánudag hafa nánast engar upplýsingar borist um hver staðan er. Bæði börn hjónanna sem ráðist var á og aðstandendur árásarmannsins sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þau báðu m.a. um frið frá fjölmiðlum. Að opinberir aðilar veiti upplýsingar Helgi segir opinbera aðila bera mikla ábyrgð á miðlun upplýsinga í slíkum málum: „Þegar svona stór áföll verða þá er miðlun upplýsinga til almennings afar mikilvæg. Við viljum vita hvað gerðist, hvernig og af hverju. Er engar upplýsingar berast frá opinberum aðilum er hætta að það fari af stað villandi upplýsingar sem geta orðið skaðlegar fyrir þá sem í hlut eiga hverju sinni. Þess vegna tel ég mikilvægt að það komi fljótt yfirlýsing frá lögreglunni á Norðurlandi án þess að það skaði rannsóknina eða hlutaðeigandi aðila,“ segir Helgi. Helgi segir að slík voðaverk hafa gríðarleg áhrif á minni samfélag og það geti jafnvel haft áhrif á upplýsingamiðlun opinberra aðila. „Ég tel að fámenni og nálægð samfélagsins við þá sem harmleikurinn snerti á einn eða annan máti hafi gert það að verkum að við höfum ekki enn fengið opinberar upplýsingar frá viðkomandi embætti. Kannski verður að sýna því skilning en um leið er þetta ábending til opinberra aðila um að það skiptir máli að veita réttar og sannar upplýsingar um mál sem upp koma,“ sagði Helgi Gunnlaugsson.
Manndráp á Blönduósi Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49 Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. 23. ágúst 2022 18:49
Skotfélagið tilkynnti manninn til lögreglu í nóvember Skotfélagið Markviss á Blönduósi tilkynnti árásarmanninn í manndrápsmáli á Blönduósi í gær til lögreglu í nóvember á síðasta ári. Maðurinn hafði áður keppt fyrir hönd félagsins og gegnt trúnaðarstörfum þar. 22. ágúst 2022 10:23
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent