Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Selfoss 0-2| Annar sigur Selfyssinga í röð Andri Már Eggertsson skrifar 24. ágúst 2022 20:00 Samantha Leshnak Murphy hefur verið frábær í marki Keflavíkur í sumar. Vísir/Hulda Margrét Selfoss fór á HS Orku-völlinn í Keflavík og vann 0-2 sigur á Keflvíkingum. Brenna Lovera kom Selfossi yfir á þriðju mínútu. Íris Una Þórðardóttir bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik sem innsiglaði sigur gestanna. Þetta var annar sigur Selfyssinga í röð og Keflavík sogast nær fallsvæðinu eftir tap kvöldsins. Brenna Lovera var ekki lengi að brjóta ísinn en eftir aðeins þriggja mínútna leik kom hún Selfossi yfir. Bergrós Ásgeirsdóttir fékk nægan tíma á hægri kantinum þar sem hún kom boltanum fyrir markið þar sem Brenna stangaði hann í netið. Það var lítið um færi eftir mark Brennu. Selfoss hélt meira í boltann og þegar Keflavík reyndi að tengja saman sendingar og hefja sókn þá kom góð pressa frá Selfossi sem splundraði spili Keflvíkinga framan af fyrri hálfleik en heimakonur náðu betri takti þegar leið á fyrri hálfleik. Selfyssingar fóru oft og mörgu sinnum upp hægri kantinn og nýttu þar hraðann í Bergrós sem kom boltanum ítrekað fyrir markið sem setti Keflvíkinga undir mikla pressu. Brenna Lovera gerði eina mark fyrri hálfleiks og var Selfoss marki yfir þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur fór rólega af stað og var lítið um færi til að byrja með. Á 58. mínútu fékk Selfoss hornspyrnu. Susanna Joy Friedrichs átti góða fyrirgjöf og eftir mikla baráttu datt boltinn beint fyrir framan markið þar sem Íris Una Þórðardóttir var fyrst á boltann og náði að skora gegn sínu gamla félagi. Það mátti sjá á gestunum að það var mikill léttir að koma inn þessu öðru marki. Eftir markið fóru Selfyssingar að spila boltanum meira sín á milli og náðu að opna vörn Keflvíkinga sem skapaði þó nokkur færi. Fleiri urðu mörkin ekki og Selfoss vann 0-2 sigur. Þetta var annar 2-0 sigur Selfoss í röð. Af hverju vann Selfoss? Selfoss var með mikla yfirburði frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Selfyssingar héldu betur í boltann fengu töluvert fleiri færi og gerðu vel í að pressa Keflavík þegar þær töpuðu boltanum. Selfoss var í tæplega klukkutíma aðeins einu marki yfir en tilfinningin var aldrei sú að Keflavík myndi jafna og eftir annað markið voru stigin þrjú millifærð á Selfoss. Hverjar stóðu upp úr? Bergrós Ásgeirsdóttir var lífleg á hægri kantinum og kom boltanum ítrekað fyrir markið sem skilaði fyrsta markinu. Það skapaðist alltaf hætta þegar Brenna Lovera var með boltann. Brenna braut ísinn í byrjun leiks og er orðin næst markahæst í deildinni með sjö mörk. Hvað gekk illa? Keflavík virkaði afar ósannfærandi. Keflvíkingar áttu í miklum vandræðum með að tengja saman sendingar og leystu pressu gestanna afar illa. Það var ekkert hugrekki í sóknarleik Keflavíkur og í þau fáu skiptin sem Keflavík fékk færi var tekin léleg ákvörðun á síðasta þriðjungi. Hvað gerist næst? Þann 11. september fær Selfoss heimaleik gegn Stjörnunni klukkan 14:00. Degi síðar mætast Þróttur og Keflavík á Þróttara-velli klukkan 19:15. Björn: Erum að spila fjölbreyttan sóknarleik Björn Sigurbjörnsson í leik kvöldsinsVísir/Diego Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var afar ánægður með sigur kvöldsins. „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur. Það er stígandi í okkar leik og sóknarleikurinn er að verða fjölbreyttari með hverjum leik sem við spilum,“ sagði Björn og hélt áfram. „Við náðum að blanda því vel saman að halda boltanum og pressa Keflavík. Þegar þetta blandast rétt saman slær maður andstæðinginn út af laginu og við gerðum það í kvöld.“ Þrátt fyrir að vera aðeins einu marki yfir í tæplega klukkutíma voru yfirburðir Selfyssinga miklir og var lítil hætta á að það kæmi jöfnunarmark. „Maður er aldrei örruggur með eins marks forskot. Á tímabili fannst mér við klappa boltanum of mikið og fengum full mikið af einstaklingsframtökum. Við ræddum það í hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við spila ótrúlega flottan fótbolta í fáum snertingum sem var gaman að sjá,“ sagði Björn Sigurbjörnsson að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Keflavík ÍF UMF Selfoss
Selfoss fór á HS Orku-völlinn í Keflavík og vann 0-2 sigur á Keflvíkingum. Brenna Lovera kom Selfossi yfir á þriðju mínútu. Íris Una Þórðardóttir bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik sem innsiglaði sigur gestanna. Þetta var annar sigur Selfyssinga í röð og Keflavík sogast nær fallsvæðinu eftir tap kvöldsins. Brenna Lovera var ekki lengi að brjóta ísinn en eftir aðeins þriggja mínútna leik kom hún Selfossi yfir. Bergrós Ásgeirsdóttir fékk nægan tíma á hægri kantinum þar sem hún kom boltanum fyrir markið þar sem Brenna stangaði hann í netið. Það var lítið um færi eftir mark Brennu. Selfoss hélt meira í boltann og þegar Keflavík reyndi að tengja saman sendingar og hefja sókn þá kom góð pressa frá Selfossi sem splundraði spili Keflvíkinga framan af fyrri hálfleik en heimakonur náðu betri takti þegar leið á fyrri hálfleik. Selfyssingar fóru oft og mörgu sinnum upp hægri kantinn og nýttu þar hraðann í Bergrós sem kom boltanum ítrekað fyrir markið sem setti Keflvíkinga undir mikla pressu. Brenna Lovera gerði eina mark fyrri hálfleiks og var Selfoss marki yfir þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur fór rólega af stað og var lítið um færi til að byrja með. Á 58. mínútu fékk Selfoss hornspyrnu. Susanna Joy Friedrichs átti góða fyrirgjöf og eftir mikla baráttu datt boltinn beint fyrir framan markið þar sem Íris Una Þórðardóttir var fyrst á boltann og náði að skora gegn sínu gamla félagi. Það mátti sjá á gestunum að það var mikill léttir að koma inn þessu öðru marki. Eftir markið fóru Selfyssingar að spila boltanum meira sín á milli og náðu að opna vörn Keflvíkinga sem skapaði þó nokkur færi. Fleiri urðu mörkin ekki og Selfoss vann 0-2 sigur. Þetta var annar 2-0 sigur Selfoss í röð. Af hverju vann Selfoss? Selfoss var með mikla yfirburði frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Selfyssingar héldu betur í boltann fengu töluvert fleiri færi og gerðu vel í að pressa Keflavík þegar þær töpuðu boltanum. Selfoss var í tæplega klukkutíma aðeins einu marki yfir en tilfinningin var aldrei sú að Keflavík myndi jafna og eftir annað markið voru stigin þrjú millifærð á Selfoss. Hverjar stóðu upp úr? Bergrós Ásgeirsdóttir var lífleg á hægri kantinum og kom boltanum ítrekað fyrir markið sem skilaði fyrsta markinu. Það skapaðist alltaf hætta þegar Brenna Lovera var með boltann. Brenna braut ísinn í byrjun leiks og er orðin næst markahæst í deildinni með sjö mörk. Hvað gekk illa? Keflavík virkaði afar ósannfærandi. Keflvíkingar áttu í miklum vandræðum með að tengja saman sendingar og leystu pressu gestanna afar illa. Það var ekkert hugrekki í sóknarleik Keflavíkur og í þau fáu skiptin sem Keflavík fékk færi var tekin léleg ákvörðun á síðasta þriðjungi. Hvað gerist næst? Þann 11. september fær Selfoss heimaleik gegn Stjörnunni klukkan 14:00. Degi síðar mætast Þróttur og Keflavík á Þróttara-velli klukkan 19:15. Björn: Erum að spila fjölbreyttan sóknarleik Björn Sigurbjörnsson í leik kvöldsinsVísir/Diego Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, var afar ánægður með sigur kvöldsins. „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur. Það er stígandi í okkar leik og sóknarleikurinn er að verða fjölbreyttari með hverjum leik sem við spilum,“ sagði Björn og hélt áfram. „Við náðum að blanda því vel saman að halda boltanum og pressa Keflavík. Þegar þetta blandast rétt saman slær maður andstæðinginn út af laginu og við gerðum það í kvöld.“ Þrátt fyrir að vera aðeins einu marki yfir í tæplega klukkutíma voru yfirburðir Selfyssinga miklir og var lítil hætta á að það kæmi jöfnunarmark. „Maður er aldrei örruggur með eins marks forskot. Á tímabili fannst mér við klappa boltanum of mikið og fengum full mikið af einstaklingsframtökum. Við ræddum það í hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við spila ótrúlega flottan fótbolta í fáum snertingum sem var gaman að sjá,“ sagði Björn Sigurbjörnsson að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti