„Mér fannst þetta leiðinlegur og lélegur leikur“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. ágúst 2022 20:30 Gunnar Magnús var afar svekktur eftir leik vísir/vilhelm Keflavík tapaði 0-2 gegn Selfossi í 14. umferð Bestu deildar-kvenna. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, var hundfúll eftir leik. „Selfoss spilaði miklu betur en við í kvöld. Ég lofaði skemmtilegum leik í viðtali fyrir leik en svo var ekki og mér fannst þetta leiðinlegur og lélegur leikur hjá okkur,“ sagði Gunnar Magnús og hélt áfram. „Mér fannst vera mikið andleysi í okkar leik sem ég á erfitt með að skilja. Við vorum í vandræðum í vikunni þar sem við lentum í meiðslum og náðum ekki að æfa af sama krafti og í síðasta leik sem endurspeglaðist í þessum leik.“ Brenna Lovera kom Selfossi yfir strax á þriðju mínútu og átti Keflavík í miklum vandræðum með að svara því. „Það er alltaf vont að fá á sig mörk og leikskipulagið breytist þegar maður fær á sig mark snemma. Við áttum bara ekki möguleika í þessum leik og ef það væri ekki fyrir markmanninn okkar þá hefðum við tapað stærra.“ „Þrátt fyrir að Selfoss fór mikið upp hægri kantinn sýndi Sigurrós [Eir Guðmundsdóttir] mikinn dugnað í vinstri bakverðinum og gaf ekkert eftir. Aðrar í liðinu hefðu mátt fylgja hennar fordæmi.“ Gunnar hefði viljað sjá Keflavík halda betur í boltann marki undir sem hefði gefið liðinu tækifæri á að jafna leikinn. „Við náðum ekki að halda nógu vel í boltann og þegar við unnum boltann þá misstum við hann strax aftur þegar Selfoss setti okkur undir pressu. Þetta var bara bitlaust og lélegt,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson að lokum. Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
„Selfoss spilaði miklu betur en við í kvöld. Ég lofaði skemmtilegum leik í viðtali fyrir leik en svo var ekki og mér fannst þetta leiðinlegur og lélegur leikur hjá okkur,“ sagði Gunnar Magnús og hélt áfram. „Mér fannst vera mikið andleysi í okkar leik sem ég á erfitt með að skilja. Við vorum í vandræðum í vikunni þar sem við lentum í meiðslum og náðum ekki að æfa af sama krafti og í síðasta leik sem endurspeglaðist í þessum leik.“ Brenna Lovera kom Selfossi yfir strax á þriðju mínútu og átti Keflavík í miklum vandræðum með að svara því. „Það er alltaf vont að fá á sig mörk og leikskipulagið breytist þegar maður fær á sig mark snemma. Við áttum bara ekki möguleika í þessum leik og ef það væri ekki fyrir markmanninn okkar þá hefðum við tapað stærra.“ „Þrátt fyrir að Selfoss fór mikið upp hægri kantinn sýndi Sigurrós [Eir Guðmundsdóttir] mikinn dugnað í vinstri bakverðinum og gaf ekkert eftir. Aðrar í liðinu hefðu mátt fylgja hennar fordæmi.“ Gunnar hefði viljað sjá Keflavík halda betur í boltann marki undir sem hefði gefið liðinu tækifæri á að jafna leikinn. „Við náðum ekki að halda nógu vel í boltann og þegar við unnum boltann þá misstum við hann strax aftur þegar Selfoss setti okkur undir pressu. Þetta var bara bitlaust og lélegt,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson að lokum.
Keflavík ÍF Besta deild kvenna Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira