Íslensk útgáfa af umdeildri auglýsingu farin í loftið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2022 12:20 Enska útgáfa auglýsingarinnar að ofan og sú íslenska að neðan. „It's like milk but made for humans“. Þessa áletrun mátti sjá á strætóskýlum bæjarins framan af viku en um er að ræða auglýsingu fyrir haframjólk Oatly. Það sætti harðri gagnrýni að auglýsingin væri á ensku en nú er íslensk útgáfa komin í dreifingu. Oatly eru sænskar haframjólkurvörur sem framleiddar eru úr norrænum höfrum. Mjólkin hefur verið auglýst með fyrrnefndum orðum í enskumælandi löndum. Auglýsing á ensku á strætóskýlum hér á landi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, vakti athygli á auglýsingunni á strætóskýli í Skerjafirðinum. Hún var ekki lengi að leggja til íslenska útgáfu fyrir auglýsinguna. „Eins og mjólk - en gerð fyrir fólk,“ sagði Björk í færslu á Facebook sem vakti mikla athygli. Þá benti hún á að samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum væri hreinlega ólöglegt að hafa auglýsinguna á ensku. „Auglýsingar sem höfða eiga til íslenskra neytenda skulu vera á íslensku,“ segir í sjöttu grein laganna. Eiríkur skrifaði bréf Karen Kjartansdóttir almannatengill stökk á vagninn með Björk. „Hvaða fásinna er það að klastra öll strætóskilti út með enska slagorðinu sem er svo miklu slappara en íslenska þýðingin, sem hreinlega blasir við,“ sagði Karen. „Vandræðalegt að sjá hve mörg fyrirtæki berja sér á brjóst fyrir samfélagslega ábyrgð á sama tíma og þau nenna ekki að þýða einföldustu skilaboð sem ætluð eru samfélaginu sem þau starfa í.“ Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur tók svo skrefið og sendi tölvupóst á Innnes sem er innflytjandi vörunnar. „Góðan dag. Athygli mín hefur verið vakin á auglýsingu frá ykkur sem nú má víða sjá á strætóskýlum. Á henni er textinn "It's like milk but made for humans". Af því tilefni vil ég vekja athygli á að í 6. grein laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, segir: „Auglýsingar sem höfða eiga til íslenskra neytenda skulu vera á íslensku.“ Ég vænti þess að auglýsingunum verði breytt þannig að þær samræmist íslenskum lögum.“ Auglýsing bönnuð í Svíþjóð Hvort það var bréf Eiríks, fyrri gagnrýni eða alltaf markmiðið þá eru auglýsingar á íslensku komnar í dreifingu. Á íslensku hljómar auglýsingin núna: „Eins og mjólk en gerð fyrir fólk.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í markaðsstjóra Innness vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum Innnes þegar þau berast. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem auglýsingar frá Oatly valda fjaðrafoki. Auglýsing Oatly sem sýnd var í hálfleik í Ofurskálinn (e. Super Bowl) í fyrra vakti mikla athygli. Þar settist forstjórinn Tony Petersson við hljómborðið og söng. Um var að ræða auglýsingu frá 2014 sem var bönnuð í Svíþjóð. Raunar hefur Oatly endurtekið lent upp á kant við yfirvöld vegna auglýsinga sinna fyrir vafasamar fullyrðingar og samanburð við mjólk. BBC hefur fjallað um þau mál og fleiri miðlar. Auglýsinga- og markaðsmál Íslenska á tækniöld Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Oatly eru sænskar haframjólkurvörur sem framleiddar eru úr norrænum höfrum. Mjólkin hefur verið auglýst með fyrrnefndum orðum í enskumælandi löndum. Auglýsing á ensku á strætóskýlum hér á landi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, vakti athygli á auglýsingunni á strætóskýli í Skerjafirðinum. Hún var ekki lengi að leggja til íslenska útgáfu fyrir auglýsinguna. „Eins og mjólk - en gerð fyrir fólk,“ sagði Björk í færslu á Facebook sem vakti mikla athygli. Þá benti hún á að samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum væri hreinlega ólöglegt að hafa auglýsinguna á ensku. „Auglýsingar sem höfða eiga til íslenskra neytenda skulu vera á íslensku,“ segir í sjöttu grein laganna. Eiríkur skrifaði bréf Karen Kjartansdóttir almannatengill stökk á vagninn með Björk. „Hvaða fásinna er það að klastra öll strætóskilti út með enska slagorðinu sem er svo miklu slappara en íslenska þýðingin, sem hreinlega blasir við,“ sagði Karen. „Vandræðalegt að sjá hve mörg fyrirtæki berja sér á brjóst fyrir samfélagslega ábyrgð á sama tíma og þau nenna ekki að þýða einföldustu skilaboð sem ætluð eru samfélaginu sem þau starfa í.“ Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur tók svo skrefið og sendi tölvupóst á Innnes sem er innflytjandi vörunnar. „Góðan dag. Athygli mín hefur verið vakin á auglýsingu frá ykkur sem nú má víða sjá á strætóskýlum. Á henni er textinn "It's like milk but made for humans". Af því tilefni vil ég vekja athygli á að í 6. grein laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, segir: „Auglýsingar sem höfða eiga til íslenskra neytenda skulu vera á íslensku.“ Ég vænti þess að auglýsingunum verði breytt þannig að þær samræmist íslenskum lögum.“ Auglýsing bönnuð í Svíþjóð Hvort það var bréf Eiríks, fyrri gagnrýni eða alltaf markmiðið þá eru auglýsingar á íslensku komnar í dreifingu. Á íslensku hljómar auglýsingin núna: „Eins og mjólk en gerð fyrir fólk.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í markaðsstjóra Innness vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum Innnes þegar þau berast. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem auglýsingar frá Oatly valda fjaðrafoki. Auglýsing Oatly sem sýnd var í hálfleik í Ofurskálinn (e. Super Bowl) í fyrra vakti mikla athygli. Þar settist forstjórinn Tony Petersson við hljómborðið og söng. Um var að ræða auglýsingu frá 2014 sem var bönnuð í Svíþjóð. Raunar hefur Oatly endurtekið lent upp á kant við yfirvöld vegna auglýsinga sinna fyrir vafasamar fullyrðingar og samanburð við mjólk. BBC hefur fjallað um þau mál og fleiri miðlar.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslenska á tækniöld Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“