Markafjörið í efstu deild aldrei meira Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 14:30 Guðmundur Magnússon fagnar einu af tólf mörkum sínum fyrir Framara sem hafa heillað með skemmtilegum fótbolta í sumar. vísir/diego Leikmenn hafa raðað inn mörkum sem aldrei fyrr í Bestu deild karla í fótbolta í sumar og útlit fyrir að markamet í tólf liða deild verði slegið. Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk að meðaltali í leik en í sumar, að minnsta kosti frá því að tólf liða efstu deild var komið á fót árið 2008. Hvort að nafnabreytingin á deildinni fyrir sumarið eða minnkandi pressa við lengingu Íslandsmótsins hafi haft þessi áhrif er óvíst, en það er að minnsta kosti staðreynd að í sumar hafa verið skoruð að meðaltali 3,45 mörk í leik hingað til, sem hlýtur að teljast veisla. Enn eru fjórar umferðir eftir áður en hinum hefðbundnu 22 umferðum verður lokið, en samt vantar aðeins fjögur mörk í viðbót til að liðin nái sama markafjölda og allt tímabilið í fyrra, eða 373 mörkum. Skora 3,45 mörk að meðaltali í leik Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12 Að þessu sinni lýkur svo mótinu ekki eftir 22 umferðir heldur skiptist þá deildin í tvennt, efri og neðri hluta, og verða spilaðar fimm umferðir í viðbót. Mögulega hefur sú staðreynd fengið einhverja þjálfara eða leikmenn til að taka meiri áhættu í sínum leik og blása frekar til sóknar. Blikar hafa skorað liða mest í sumar þó að Ísak Snær Þorvaldsson hafi aðeins gert eitt deildarmark síðan í júní.Vísir/Hulda Margrét Mest skorað í leikjum Framara Nökkvi Þeyr Þórisson í KA er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk, eða 16, og er hann farinn að ógna verulega markametinu í efstu deild sem er 19 mörk en fimm menn deila því meti. Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni Breiðablik hefur hins vegar skorað flest mörk allra liða eða 46 og Víkingur kemur næst með 39 mörk, marki meira en KA. Engu að síður eru Blikar þátttakendur í tveimur af aðeins sex markalausum jafnteflum sumarsins, gegn ÍBV og FH í júlí. Það er hins vegar í leikjum nýliða Fram sem að flest mörk eru skoruð, eða yfir fjögur mörk að meðaltali í leik. Framarar hafa skorað 35 mörk en fengið 38 á sig, og eru í baráttu um að enda í efri helmingi deildarinnar. Fæst mörk hafa verið skoruð í leikjum FH-inga eða 2,9 mörk í leik, og næstfæst í leikjum KR-inga eða rétt rúmlega 3 mörk í leik. Það eru þó Skagamenn, sem eru í botnsætinu, sem hafa skorað fæst mörk allra eða aðeins 17 í 18 leikjum, og Leiknismenn hafa skorað 18 í 17 leikjum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
Aldrei hafa verið skoruð fleiri mörk að meðaltali í leik en í sumar, að minnsta kosti frá því að tólf liða efstu deild var komið á fót árið 2008. Hvort að nafnabreytingin á deildinni fyrir sumarið eða minnkandi pressa við lengingu Íslandsmótsins hafi haft þessi áhrif er óvíst, en það er að minnsta kosti staðreynd að í sumar hafa verið skoruð að meðaltali 3,45 mörk í leik hingað til, sem hlýtur að teljast veisla. Enn eru fjórar umferðir eftir áður en hinum hefðbundnu 22 umferðum verður lokið, en samt vantar aðeins fjögur mörk í viðbót til að liðin nái sama markafjölda og allt tímabilið í fyrra, eða 373 mörkum. Skora 3,45 mörk að meðaltali í leik Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12 Að þessu sinni lýkur svo mótinu ekki eftir 22 umferðir heldur skiptist þá deildin í tvennt, efri og neðri hluta, og verða spilaðar fimm umferðir í viðbót. Mögulega hefur sú staðreynd fengið einhverja þjálfara eða leikmenn til að taka meiri áhættu í sínum leik og blása frekar til sóknar. Blikar hafa skorað liða mest í sumar þó að Ísak Snær Þorvaldsson hafi aðeins gert eitt deildarmark síðan í júní.Vísir/Hulda Margrét Mest skorað í leikjum Framara Nökkvi Þeyr Þórisson í KA er sá leikmaður sem skorað hefur flest mörk, eða 16, og er hann farinn að ógna verulega markametinu í efstu deild sem er 19 mörk en fimm menn deila því meti. Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni Breiðablik hefur hins vegar skorað flest mörk allra liða eða 46 og Víkingur kemur næst með 39 mörk, marki meira en KA. Engu að síður eru Blikar þátttakendur í tveimur af aðeins sex markalausum jafnteflum sumarsins, gegn ÍBV og FH í júlí. Það er hins vegar í leikjum nýliða Fram sem að flest mörk eru skoruð, eða yfir fjögur mörk að meðaltali í leik. Framarar hafa skorað 35 mörk en fengið 38 á sig, og eru í baráttu um að enda í efri helmingi deildarinnar. Fæst mörk hafa verið skoruð í leikjum FH-inga eða 2,9 mörk í leik, og næstfæst í leikjum KR-inga eða rétt rúmlega 3 mörk í leik. Það eru þó Skagamenn, sem eru í botnsætinu, sem hafa skorað fæst mörk allra eða aðeins 17 í 18 leikjum, og Leiknismenn hafa skorað 18 í 17 leikjum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Meðalfjöldi marka í leik í efstu deild: Ár Mörk 2022 3,45 2021 2,83 2020 3,28 2019 3,12 2018 2,95 2017 3,05 2016 2,73 2015 2,88 2014 3,02 2013 3,12 2012 3,22 2011 3,04 2010 3,33 2009 3,42 2008 3,12
Markahæstir eftir 18 umferðir: 16 Nökkvi Þeyr Þórisson, KA 12 Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðabliki 12 Guðmundur Magnússon, Fram 11 Emil Atlason, Stjörnunni
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira