Drengurinn hefur hlotið nafnið Arnór Rafael Arnórsson og kom í heiminn þann 17. ágúst 2022. „Erum yfir okkur hamingjusöm og þakklát fyrir son okkar. Andrea hetjan sem hún er var ótrúleg. Móður og barni heilsast vel og Aþena Röfn er stolt stóra systir,“ segir einnig í færslunni.
Fyrir eiga þau dótturina Aþenu Röfn sem fæddist árið 2019. Fjölskyldan er búsett í Boston en hyggst flytja til Svíþjóðar á næstunni, þar sem þau voru áður búsett, þar sem Arnór er hefur skrifað undir hjá sænska liðinu sem hann spilaði áður með.
Þess má til gamans geta að skóhönnuðurinn Andrea Röfn gaf út nýja skólínu í samstarfi við JoDis í sömu viku og hún fjölgaði mannkyninu.