Ólafía Þórunn leggur kylfurnar á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 14:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lagt kylfuna á hilluna. Seth/Golf.is Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er hætt í golfi. Þetta tilkynnti hún sjálf í tilfinnaríku myndbandi á Youtube-síðu sinni nú rétt í þessu. Ólafía Þórunn hefur verið einn albesti kylfingur Íslands undanfarin ár en hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014. Eftir að eignast sitt fyrsta barn á síðasta ári, dreng að nafni Maron Atlas, þá sneri Ólafía Þórunn aftur á völlinn fyrr á þessu ári eftir 20 mánaða fjarveru. Hún hefur nú ákveðið að kalla þetta gott, hætta í golfi og snúa sér að öðrum verkefnum eins og kemur fram í yfirlýsingunni á Youtube-síðu hennar. „Ég hef verið golfari síðustu 20 ár, átta síðustu ár hef ég verið atvinnumaður í golfi. Nú er komið að tímamótum í mínu lífi,“ segir Ólafía Þórunn í upphafi tilkynningarinnar áður en tilfinningarnar taka yfir. Kylfingurinn fyrrverandi segist ætla að eyða tíma með fjölskyldu sinni, eiga dýrmætar stundir með syni sínum og frumkvöðla verkefni sem hún hefur haft í kollinum í nokkur ár. „Það er alltaf mikilvægt fyrir mig að gefa eitthvað til samfélagsins þannig að ég mun reyna það að bestu getu,“ bætir hún við en myndbandið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ólafía Þórunn var valinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2017 eftir frábæran árangur. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Birgi Leifi Hafþórssyni og Axel Bóassyni árið 2018. Einnig er Ólafía Þórunn eini íslenski kylfingurinn til að taka þátt á öllum fimm risamótunum í golfi kvenna. Alls tók hún þátt á sjö risamótum á ferli sínum og 26 mótum á vegum LPGA-mótaraðarinnar. Hæst komst hún upp í 172. sæti heimslistans. Snemma árs 2019 greindi Ólafía Þórunn frá því að álagið væri farið að segja til sín og hún þyrfti að taka sér pásu þar sem hún hefði keyrt sig út bæði andlega og líkamlega. Hún hefur nú, þremur árum síðar, tekið þá ákvörðun að snúa sér að öðrum hlutum en golfi. Klippa: Ólafía Þórunn tilkynnir að hún sé hætt í golfi Golf Tímamót Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Ólafía Þórunn hefur verið einn albesti kylfingur Íslands undanfarin ár en hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014. Eftir að eignast sitt fyrsta barn á síðasta ári, dreng að nafni Maron Atlas, þá sneri Ólafía Þórunn aftur á völlinn fyrr á þessu ári eftir 20 mánaða fjarveru. Hún hefur nú ákveðið að kalla þetta gott, hætta í golfi og snúa sér að öðrum verkefnum eins og kemur fram í yfirlýsingunni á Youtube-síðu hennar. „Ég hef verið golfari síðustu 20 ár, átta síðustu ár hef ég verið atvinnumaður í golfi. Nú er komið að tímamótum í mínu lífi,“ segir Ólafía Þórunn í upphafi tilkynningarinnar áður en tilfinningarnar taka yfir. Kylfingurinn fyrrverandi segist ætla að eyða tíma með fjölskyldu sinni, eiga dýrmætar stundir með syni sínum og frumkvöðla verkefni sem hún hefur haft í kollinum í nokkur ár. „Það er alltaf mikilvægt fyrir mig að gefa eitthvað til samfélagsins þannig að ég mun reyna það að bestu getu,“ bætir hún við en myndbandið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ólafía Þórunn var valinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2017 eftir frábæran árangur. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Birgi Leifi Hafþórssyni og Axel Bóassyni árið 2018. Einnig er Ólafía Þórunn eini íslenski kylfingurinn til að taka þátt á öllum fimm risamótunum í golfi kvenna. Alls tók hún þátt á sjö risamótum á ferli sínum og 26 mótum á vegum LPGA-mótaraðarinnar. Hæst komst hún upp í 172. sæti heimslistans. Snemma árs 2019 greindi Ólafía Þórunn frá því að álagið væri farið að segja til sín og hún þyrfti að taka sér pásu þar sem hún hefði keyrt sig út bæði andlega og líkamlega. Hún hefur nú, þremur árum síðar, tekið þá ákvörðun að snúa sér að öðrum hlutum en golfi. Klippa: Ólafía Þórunn tilkynnir að hún sé hætt í golfi
Golf Tímamót Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira