Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að þó gosið hafi varað stutt og verið nokkuð lítið, sé hvorki um stysta né minnsta gos sögunnar að ræða.
„Þetta er í minni kantinum myndi ég segja. Þetta er ekki minnsta gosið, og ekki stysta gosið heldur. Við höfum ansi mörg gos sem eru mun styttri heldur en þessir átján dagar sem þetta stóð,“ segir Þorvaldur, og nefnir að mörg Grímsvatnagos hafi aðeins staðið yfir í nokkra daga.
„Það eru líka nokkuð mörg sem eru talsvert minni. Minnsta gos sem við vitum af hér á Íslandi, það kom upp um borholu í kröflueldum og var um einn rúmmeter.“