Stríðsástand í stúkunni eftir Stokkhólmsslaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 07:31 Stuðningsmenn Hammarby áður en öryggisgirðing á milli þeirra og stuðningsmanna AIK var brotin niður. Dagens Nyheter/Jonathan Näckstrand/Bildbyrån Óhætt er að segja að stemningin hafi ekki verið vinaleg á Friends Arena í Stokkhólmi í gær eftir 2-2 jafntefli grannliðanna AIK og Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lögreglan í sænsku höfuðborginni er með málið til rannsóknar. Eftir að leik lauk brutust út mikil slagsmál milli stuðningsmanna liðanna þar sem þeir brutu niður girðingu sem aðskildi tilskipuð svæði þeirra. Öryggisverðir þurftu að stíga á milli manna en það voru ekki aðeins hnefarnir sem voru látnir tala þar sem stuðningsmenn beggja liða skutu einnig skotblysum í átt að hvorum öðrum. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, greinir frá því að lögregla rannsaki tvö mismunandi atvik uppþots í stúkunni. „Stuðningsfólkið gerði aðsúg að hvoru öðru á mismunandi stöðum í stúkunni. Eftir það voru uppþot á tveimur mismunandi stöðum á vellinum. Í uppþotinu beitti fólk hvoru öðru grófu ofbeldi og flugeldaskotum,“ hefur SVT eftir Ola Österling, talsmanni lögreglunnar í Stokkhólmi. Stökiga scener efter stockholmsderbyt på Friends Arena pic.twitter.com/gZVHhTqthk— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 28, 2022 Österling segir þá skýrt að öryggisáætlun hafi mistekist. „Það er á ábyrgð skipuleggjanda leiksins, og þeir verða að hafa stuðning lögreglunnar. Það hefur sýnt sig að stuðningsmenn hafa getað komist hjá öryggisgæslu á vellinum til að beita hvora aðra ofbeldi. En auðvitað munum við rannsaka hvað fór úrskeiðis í öryggisáætlun skipuleggjenda með þeim,“ segir hann. Í frétt SVT segir þá að fjölmargir gerendanna séu þekktar fótboltabullur og séu ekki á borði lögreglu í fyrsta sinn. Þónokkrar handtökur hafi verið gerðar í gær. Þá sakaði engan alvarlega en þónokkrir sáust flýja vettvang blóðugir. Slagsmál brutust einnig út í Årsta-hverfi í Stokkhólmi eftir leik í gær. Þar voru 97 handteknir. Líklegt þykir að AIK og Hammarby eigi sektir yfir höfði sér vegna atvika gærdagsins. Hammarby er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig en AIK er með 36 stig í fjórða sæti. Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Sjá meira
Eftir að leik lauk brutust út mikil slagsmál milli stuðningsmanna liðanna þar sem þeir brutu niður girðingu sem aðskildi tilskipuð svæði þeirra. Öryggisverðir þurftu að stíga á milli manna en það voru ekki aðeins hnefarnir sem voru látnir tala þar sem stuðningsmenn beggja liða skutu einnig skotblysum í átt að hvorum öðrum. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, greinir frá því að lögregla rannsaki tvö mismunandi atvik uppþots í stúkunni. „Stuðningsfólkið gerði aðsúg að hvoru öðru á mismunandi stöðum í stúkunni. Eftir það voru uppþot á tveimur mismunandi stöðum á vellinum. Í uppþotinu beitti fólk hvoru öðru grófu ofbeldi og flugeldaskotum,“ hefur SVT eftir Ola Österling, talsmanni lögreglunnar í Stokkhólmi. Stökiga scener efter stockholmsderbyt på Friends Arena pic.twitter.com/gZVHhTqthk— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 28, 2022 Österling segir þá skýrt að öryggisáætlun hafi mistekist. „Það er á ábyrgð skipuleggjanda leiksins, og þeir verða að hafa stuðning lögreglunnar. Það hefur sýnt sig að stuðningsmenn hafa getað komist hjá öryggisgæslu á vellinum til að beita hvora aðra ofbeldi. En auðvitað munum við rannsaka hvað fór úrskeiðis í öryggisáætlun skipuleggjenda með þeim,“ segir hann. Í frétt SVT segir þá að fjölmargir gerendanna séu þekktar fótboltabullur og séu ekki á borði lögreglu í fyrsta sinn. Þónokkrar handtökur hafi verið gerðar í gær. Þá sakaði engan alvarlega en þónokkrir sáust flýja vettvang blóðugir. Slagsmál brutust einnig út í Årsta-hverfi í Stokkhólmi eftir leik í gær. Þar voru 97 handteknir. Líklegt þykir að AIK og Hammarby eigi sektir yfir höfði sér vegna atvika gærdagsins. Hammarby er í 2. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig en AIK er með 36 stig í fjórða sæti.
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Sjá meira