Eftirsjá Illuga og Elísabetar: „Enginn lét sér til hugar koma að víkingasveit yrði kölluð út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 07:39 Hrafn Jökulsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtökunnar og seinnar krabbameinsgreiningar. Vísir/Þórir Illugi og Elísabet Jökulsbörn segjast harma það alla daga að hafa átt þátt í handtöku Hrafns, bróður þeirra, við Brú í Hrútafirði fyrir tveimur árum síðan. Hrafn hefur stefnt íslenska ríkinu vegna handtökunnar og vegna krabbameins, sem Hrafn telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. Hrafn var þann 31. október 2020 handtekinn á Brú í Hrútafirði en sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Norðurlandi vestra tóku þátt í aðgerðunum í Hrútafirði. Hrafn segir í stefnunni gegn íslenska ríkinu að lögregla hafi gengið fram með óþarfa hörku við handtökuna. „Í þann mund er stefnandi var að ganga til náða hafi birst honum vopnuð víkingasveit utan úr myrkrinu. Hafi sveitin ógnað honum með byssum, sem hann taldi vera vélbyssur, og hafi honum verið skipað að hafa hendur sýnilegar, ganga frá húsinu og í átt til lögreglunnar og fara niður á hnén,“ segir í stefnunni en Hrafn ræddi veikindin og handtökuna í helgarblaði Fréttablaðsins. Hrafn var í kjölfarið látinn undirgangast læknisskoðun hjá heimilislækni sem mat það svo að Hrafn væri „í maníu“ og eftir að hafa verið fluttur handjárnaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur var hann nauðungarvistaður gegn vilja sínum á bráðageðdeild 32C á Landspítalanum. Dvölin var framlengd í tvígang og honum leyft að fara 7. dsember 2020, 37 sólarhringum eftir handtökuna. Illugi, bróðir Hrafns, skrifar í færslu sem hann birti á Facebook í gær að frá fyrstu stundu hafi verið hörmulegt að heyra af því sem gerðist á Brú. Ástvinir Hrafns hafi haft áhyggjur af honum, með réttu eða röngu, og beðið um að litið yrði til hans. „Þannig var það, því miður. Enginn lét sér til hugar koma að víkingasveit yrði kölluð út. Það sem þar gerðist var augljóslega hvorki í samræmi við beiðni ástvina hans né almennilega lögregluhætti, og allra síst þann mann sem mætti lögreglumönnum á Brú og var bersýnilega í alla staði til friðar,“ skrifar Illugi í færslunni. „Ég vona að úr þessu máli verði leyst fljótt og vel þannig að yfirvöldin geti lært af. Og að aldrei á þeim tveim árum sem liðin eru síðan skuli Hrafn bróðir minn hafa greinst með það mein, sem hann berst nú við upp á hæl og hnakka, þrátt fyrir ótal rannsóknir af öllu tagi, það hljómar einfaldlega nánast eins og glæpur.“ Elísabet systir þeirra slær á svipaða strengi í færslu sem hún birti sömuleiðis á Facebook í gær. Aðstandendur hafi aldrei búist við að sérsveit yrði kölluð út vegna Hrafns. „Hrafn bróðir minn varð fyrir hrottalegu ofbeldi og ólöglegri handtöku eins og hann lýsir í þessu fína viðtali sem Fréttablaðið birti við hann í gær. Ég verð að játa að ég átti ákveðinn þátt í því, það voru mistök og ég harma það alla daga,“ skrifar Elísabet. „Ég hafði talið að hann hafði gengið fram af sér við fjöruhreinsun og orðið veikur þess vegna. Þegar ég hringdi í lögregluna bjóst ég við að það kæmu tveir alúðlegir lögregluþjónar frá Blönduósi með lækni sem vissi sínu viti. Þeir Hrafn hefðu getað rætt málin í sameiningu.“ Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23 Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Sjá meira
Hrafn var þann 31. október 2020 handtekinn á Brú í Hrútafirði en sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Norðurlandi vestra tóku þátt í aðgerðunum í Hrútafirði. Hrafn segir í stefnunni gegn íslenska ríkinu að lögregla hafi gengið fram með óþarfa hörku við handtökuna. „Í þann mund er stefnandi var að ganga til náða hafi birst honum vopnuð víkingasveit utan úr myrkrinu. Hafi sveitin ógnað honum með byssum, sem hann taldi vera vélbyssur, og hafi honum verið skipað að hafa hendur sýnilegar, ganga frá húsinu og í átt til lögreglunnar og fara niður á hnén,“ segir í stefnunni en Hrafn ræddi veikindin og handtökuna í helgarblaði Fréttablaðsins. Hrafn var í kjölfarið látinn undirgangast læknisskoðun hjá heimilislækni sem mat það svo að Hrafn væri „í maníu“ og eftir að hafa verið fluttur handjárnaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur var hann nauðungarvistaður gegn vilja sínum á bráðageðdeild 32C á Landspítalanum. Dvölin var framlengd í tvígang og honum leyft að fara 7. dsember 2020, 37 sólarhringum eftir handtökuna. Illugi, bróðir Hrafns, skrifar í færslu sem hann birti á Facebook í gær að frá fyrstu stundu hafi verið hörmulegt að heyra af því sem gerðist á Brú. Ástvinir Hrafns hafi haft áhyggjur af honum, með réttu eða röngu, og beðið um að litið yrði til hans. „Þannig var það, því miður. Enginn lét sér til hugar koma að víkingasveit yrði kölluð út. Það sem þar gerðist var augljóslega hvorki í samræmi við beiðni ástvina hans né almennilega lögregluhætti, og allra síst þann mann sem mætti lögreglumönnum á Brú og var bersýnilega í alla staði til friðar,“ skrifar Illugi í færslunni. „Ég vona að úr þessu máli verði leyst fljótt og vel þannig að yfirvöldin geti lært af. Og að aldrei á þeim tveim árum sem liðin eru síðan skuli Hrafn bróðir minn hafa greinst með það mein, sem hann berst nú við upp á hæl og hnakka, þrátt fyrir ótal rannsóknir af öllu tagi, það hljómar einfaldlega nánast eins og glæpur.“ Elísabet systir þeirra slær á svipaða strengi í færslu sem hún birti sömuleiðis á Facebook í gær. Aðstandendur hafi aldrei búist við að sérsveit yrði kölluð út vegna Hrafns. „Hrafn bróðir minn varð fyrir hrottalegu ofbeldi og ólöglegri handtöku eins og hann lýsir í þessu fína viðtali sem Fréttablaðið birti við hann í gær. Ég verð að játa að ég átti ákveðinn þátt í því, það voru mistök og ég harma það alla daga,“ skrifar Elísabet. „Ég hafði talið að hann hafði gengið fram af sér við fjöruhreinsun og orðið veikur þess vegna. Þegar ég hringdi í lögregluna bjóst ég við að það kæmu tveir alúðlegir lögregluþjónar frá Blönduósi með lækni sem vissi sínu viti. Þeir Hrafn hefðu getað rætt málin í sameiningu.“
Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23 Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Sjá meira
Kærði stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur kært stjórnendur Landspítalans til lögreglu í tengslum við líkamsárás sem hann segist hafa orðið fyrir í nóvember 2021 á meðan hann sætti nauðungarvistun á bráðageðdeild 32C. 28. ágúst 2022 13:23
Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. 27. ágúst 2022 12:47
Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent