Alfreð Gísla og Hrund Gunnsteins fögnuðu saman um helgina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 15:30 Alfreð Gíslason og Hrund Gunnsteinsdóttir eru glæsilegt par. Samsett mynd Alfreð Gíslason handboltakempa og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu eru eitt heitasta nýja par landsins um þessar mundir. Parið fagnaði 48 ára afmæli Hrundar um helgina í faðmi fjölskyldu og vina en þau hafa verið að hittast undanfarna mánuði. Alfreð er einn besti handboltamaður sem Ísland hefur alið. Að loknum ferli sínum sem atvinnumaður og landsliðsmaður sneri hann sér að þjálfun og er án nokkurs vafa sigursælasti handboltaþjálfari Íslands. Alfreð, sem er 62 ára, starfaði lengst af sem þjálfari Kiel eða frá árinu 2008 þangað til hann lét af störfum hjá þýska stórveldinu sumarið 2019. Undir hans stjórn varð Kiel sex sinnum þýskur meistari, sex sinnum bikarmeistari, vann Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum og EHF-bikarinn einu sinni. Akureyringurinn var landsliðsþjálfari Íslands 2006 til 2008 og stýrði íslenska liðinu á HM 2007 og EM 2008. Hrund er uppalin í Garðabænum en bjó um tíma í London þar sem hún lauk MSc gráðu í þróunarfræðum frá London School of Economics. Þá er hún með diplómagráðu frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu, auk þess sem hún hefur stundað leiðtoga- og stjónendanám við Yale-háskóla, Stanford og Oxford Saïd Business School. Hrund hefur víðtæka ráðgjafar- og stjórnunarreynslu á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettvangi, hefur setið í fjölmörgum stjórnum og sérfræðingahópum og er stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, hefur starfað sem stjórnandi, ráðgjafi og opinber starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur líka látið að sér kveða við heimildarmyndargerð. Hún leikstýrði og framleiddi heimildarmyndina Innsæi sem sýnd var víða um heim árið 2016. Það er óhætt að segja að parið blómstri ef marka má myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Hrund er sjálf af mikilli handboltafjölskyldu. Pabbi hennar Gunnsteinn Skúlason var mikil handboltakempa og sömuleiðis Guðný og Skúli systkini hennar. Sjálf spilaði Hrund handbolta þótt hún hafi látið staðar numið fyrr en systkini sín og vann titla með Stjörnunni á yngri árum. Ástin og lífið Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Alfreð er einn besti handboltamaður sem Ísland hefur alið. Að loknum ferli sínum sem atvinnumaður og landsliðsmaður sneri hann sér að þjálfun og er án nokkurs vafa sigursælasti handboltaþjálfari Íslands. Alfreð, sem er 62 ára, starfaði lengst af sem þjálfari Kiel eða frá árinu 2008 þangað til hann lét af störfum hjá þýska stórveldinu sumarið 2019. Undir hans stjórn varð Kiel sex sinnum þýskur meistari, sex sinnum bikarmeistari, vann Meistaradeild Evrópu tvisvar sinnum og EHF-bikarinn einu sinni. Akureyringurinn var landsliðsþjálfari Íslands 2006 til 2008 og stýrði íslenska liðinu á HM 2007 og EM 2008. Hrund er uppalin í Garðabænum en bjó um tíma í London þar sem hún lauk MSc gráðu í þróunarfræðum frá London School of Economics. Þá er hún með diplómagráðu frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu, auk þess sem hún hefur stundað leiðtoga- og stjónendanám við Yale-háskóla, Stanford og Oxford Saïd Business School. Hrund hefur víðtæka ráðgjafar- og stjórnunarreynslu á Íslandi sem og á alþjóðlegum vettvangi, hefur setið í fjölmörgum stjórnum og sérfræðingahópum og er stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, hefur starfað sem stjórnandi, ráðgjafi og opinber starfsmaður Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur líka látið að sér kveða við heimildarmyndargerð. Hún leikstýrði og framleiddi heimildarmyndina Innsæi sem sýnd var víða um heim árið 2016. Það er óhætt að segja að parið blómstri ef marka má myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Hrund er sjálf af mikilli handboltafjölskyldu. Pabbi hennar Gunnsteinn Skúlason var mikil handboltakempa og sömuleiðis Guðný og Skúli systkini hennar. Sjálf spilaði Hrund handbolta þótt hún hafi látið staðar numið fyrr en systkini sín og vann titla með Stjörnunni á yngri árum.
Ástin og lífið Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira