„Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi“ Elísabet Hanna skrifar 30. ágúst 2022 09:40 Katy Perry lofsamaði Ísland í ræðunni sinni. Getty/Tristan Fewings/Norwegian Cruise Line Katy Perry var ekki að spara stóru orðin þegar hún talaði um Ísland í ræðu sinni við skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. „Ég er svo glöð að vera partur af þessari sjómannahefð hér á fallega Íslandi,“ sagði hún meðal annars. „Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi, sem er einn myndrænasti staður í heiminum. Myndir sem ég hef bara séð sem skjáhvílur svo takk kærlega fyrir mig,“ sagði hún um þá náttúrufegurð sem landið býr yfir. „Sá einhver norðurljósin í gær?“ Spurði hún einnig gestina. Vill frekar vera svala frænkan en guðmóðir „Ég veit að það er hefð að kalla þann sem skírir skipið guðmóður en ég vil frekar vera svala frænkan sem æsir börnin þín upp, skilar þeim heim klukkan tíu um kvöldið og lætur þig finna út úr málunum,“ sagði Katy í glensi. Fyrr í vikunni birti hún myndband af sér að sinna mikilvægum hlutum sem guðmóðir skips gerir: View this post on Instagram A post shared by KATY PERRY (@katyperry) Má ekki gera þetta fyrir annað skip „Ég hef aldrei gert þetta og þetta er svo spennandi,“ sagði hún um að nefna skipið. „Ég hef aldrei verið á svona almennilegu og dásamlegu skipi áður, það er gullfallegt og ég myndi aldrei gera þetta fyrir neinn annan,“ sagði hún. Frank Del Rio, sem er forseti og framkvæmdarstjóri Norwegian Cruise Line Holdings Ltd, var fljótur að skjóta inn í: „Þú mátt ekki gera þetta fyrir neinn annan.“ Klippa: Katy Perry hélt ræðu þar sem hún talaði um fegurð Íslands Frank hrósaði Íslandi Sjálfur virðist Frank vera hrifinn af landinu okkar og fannst það við hæfi að hafa athöfnina hér. „Okkur langaði að koma Norwegian Prima á markað á jafn sérstökum og einstökum stað og skipið sjálft er. Hið sláandi landslag í Reykjavík er fullkomin umgjörð fyrir slíkan viðburð,“ sagði hann samkvæmt Travel Daily Media. Katy má ekki skíra önnur skip.Getty/Tristan Fewings/Norwegian Cruise Line Katy kom með alla fjölskylduna „Ég er svo glöð að vera hérna og ég gat komið með alla fjölskylduna mína og ég fékk að halda upp á tveggja ára afmæli dóttur minnar um borð,“ sagði Katy áður en Frank greip fram í fyrir henni. View this post on Instagram A post shared by Orlando Bloom (@orlandobloom) Fyrrnefndur Frank fór þá að fovitnast um Orlando Bloom sem er unnusti hennar. Hann sagði að dömurnar í skipinu væru að leita að honum. Hún svarað þá að hann væri einhversstaðar á svæðinu áður en hún hélt áfram: „Við áttum örugglega eitt besta fjölskyldu kvöld allra tíma. Við vorum að dansa um, hún var á mér eins og kúreki og ég var að fara í hringi í herberginu og við dönsuðum í þrjá tíma og fengum æðislegan mat í herbergið og ég varðveita þessa minningu um ókomna tíð.“ Steig á svið Eftir að skírnarathöfnin kláraðist steig Katy Perry á svið og tók lög eins og California Gurls, Teenage Dream, Roar og Firework. Það var enginn annars en íslenski tónlistarmaðurinn Daði Freyr sem sá um að hita upp fyrir hana. Katy Perry skírði skiptið og steig svo á svið.Getty/Tristan Fewings/Norwegian Cruise Line Fékk íslenska hönnun Katy fékk hálsmen að gjöf sem Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður hjá Aurum, færði henni. Hálsmenið er gert úr silfri og er sett demöntum og safírum. Fyrr á árinu sérhannaði Guðbjörg armband fyrir söngkonuna sem hún fékk sent til Bandaríkjanna og bar á viðburði í apríl. Í viðtali við Vísi sagði Guðbjörg að söngkonan væri „virkilega viðkunnanleg og þægileg.“ Tónlist Íslandsvinir Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Daði Freyr hitaði upp fyrir Katy Perry Daði Freyr steig á svið um borð í skemmtiferðaskiptinu Norwegian Prima á laugardeginum og hitaði upp fyrir popp prinsessuna Katy Perry. Skipið hlaut formlega nafngift í Hörpu og var blásið til veislu í tilefni þess en Katy hefur verið að ferðast um með skipinu. 29. ágúst 2022 10:11 Sjáðu Bríeti og Sinfó spila fyrir gesti Norwegian Prima Söngkonan Bríet söng á tvennum tónleikum í Hörpu á föstudag fyrir Katy Perry og gesti skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. 29. ágúst 2022 09:49 Hannaði silfurmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. 28. ágúst 2022 16:48 Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27 Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi, sem er einn myndrænasti staður í heiminum. Myndir sem ég hef bara séð sem skjáhvílur svo takk kærlega fyrir mig,“ sagði hún um þá náttúrufegurð sem landið býr yfir. „Sá einhver norðurljósin í gær?“ Spurði hún einnig gestina. Vill frekar vera svala frænkan en guðmóðir „Ég veit að það er hefð að kalla þann sem skírir skipið guðmóður en ég vil frekar vera svala frænkan sem æsir börnin þín upp, skilar þeim heim klukkan tíu um kvöldið og lætur þig finna út úr málunum,“ sagði Katy í glensi. Fyrr í vikunni birti hún myndband af sér að sinna mikilvægum hlutum sem guðmóðir skips gerir: View this post on Instagram A post shared by KATY PERRY (@katyperry) Má ekki gera þetta fyrir annað skip „Ég hef aldrei gert þetta og þetta er svo spennandi,“ sagði hún um að nefna skipið. „Ég hef aldrei verið á svona almennilegu og dásamlegu skipi áður, það er gullfallegt og ég myndi aldrei gera þetta fyrir neinn annan,“ sagði hún. Frank Del Rio, sem er forseti og framkvæmdarstjóri Norwegian Cruise Line Holdings Ltd, var fljótur að skjóta inn í: „Þú mátt ekki gera þetta fyrir neinn annan.“ Klippa: Katy Perry hélt ræðu þar sem hún talaði um fegurð Íslands Frank hrósaði Íslandi Sjálfur virðist Frank vera hrifinn af landinu okkar og fannst það við hæfi að hafa athöfnina hér. „Okkur langaði að koma Norwegian Prima á markað á jafn sérstökum og einstökum stað og skipið sjálft er. Hið sláandi landslag í Reykjavík er fullkomin umgjörð fyrir slíkan viðburð,“ sagði hann samkvæmt Travel Daily Media. Katy má ekki skíra önnur skip.Getty/Tristan Fewings/Norwegian Cruise Line Katy kom með alla fjölskylduna „Ég er svo glöð að vera hérna og ég gat komið með alla fjölskylduna mína og ég fékk að halda upp á tveggja ára afmæli dóttur minnar um borð,“ sagði Katy áður en Frank greip fram í fyrir henni. View this post on Instagram A post shared by Orlando Bloom (@orlandobloom) Fyrrnefndur Frank fór þá að fovitnast um Orlando Bloom sem er unnusti hennar. Hann sagði að dömurnar í skipinu væru að leita að honum. Hún svarað þá að hann væri einhversstaðar á svæðinu áður en hún hélt áfram: „Við áttum örugglega eitt besta fjölskyldu kvöld allra tíma. Við vorum að dansa um, hún var á mér eins og kúreki og ég var að fara í hringi í herberginu og við dönsuðum í þrjá tíma og fengum æðislegan mat í herbergið og ég varðveita þessa minningu um ókomna tíð.“ Steig á svið Eftir að skírnarathöfnin kláraðist steig Katy Perry á svið og tók lög eins og California Gurls, Teenage Dream, Roar og Firework. Það var enginn annars en íslenski tónlistarmaðurinn Daði Freyr sem sá um að hita upp fyrir hana. Katy Perry skírði skiptið og steig svo á svið.Getty/Tristan Fewings/Norwegian Cruise Line Fékk íslenska hönnun Katy fékk hálsmen að gjöf sem Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður hjá Aurum, færði henni. Hálsmenið er gert úr silfri og er sett demöntum og safírum. Fyrr á árinu sérhannaði Guðbjörg armband fyrir söngkonuna sem hún fékk sent til Bandaríkjanna og bar á viðburði í apríl. Í viðtali við Vísi sagði Guðbjörg að söngkonan væri „virkilega viðkunnanleg og þægileg.“
Tónlist Íslandsvinir Skemmtiferðaskip á Íslandi Tengdar fréttir Daði Freyr hitaði upp fyrir Katy Perry Daði Freyr steig á svið um borð í skemmtiferðaskiptinu Norwegian Prima á laugardeginum og hitaði upp fyrir popp prinsessuna Katy Perry. Skipið hlaut formlega nafngift í Hörpu og var blásið til veislu í tilefni þess en Katy hefur verið að ferðast um með skipinu. 29. ágúst 2022 10:11 Sjáðu Bríeti og Sinfó spila fyrir gesti Norwegian Prima Söngkonan Bríet söng á tvennum tónleikum í Hörpu á föstudag fyrir Katy Perry og gesti skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. 29. ágúst 2022 09:49 Hannaði silfurmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. 28. ágúst 2022 16:48 Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27 Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Daði Freyr hitaði upp fyrir Katy Perry Daði Freyr steig á svið um borð í skemmtiferðaskiptinu Norwegian Prima á laugardeginum og hitaði upp fyrir popp prinsessuna Katy Perry. Skipið hlaut formlega nafngift í Hörpu og var blásið til veislu í tilefni þess en Katy hefur verið að ferðast um með skipinu. 29. ágúst 2022 10:11
Sjáðu Bríeti og Sinfó spila fyrir gesti Norwegian Prima Söngkonan Bríet söng á tvennum tónleikum í Hörpu á föstudag fyrir Katy Perry og gesti skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima. 29. ágúst 2022 09:49
Hannaði silfurmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. 28. ágúst 2022 16:48
Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27