Alonso: Hamilton er hálfviti Atli Arason skrifar 29. ágúst 2022 23:01 Lewis Hamilton á flugi eftir árekstur við Fernando Alonso. Getty Images Ökuþórinn Lewis Hamilton hjá Mercedes segist vera þakklátur fyrir að vera enn þá á lífi eftir árekstur við Fernando Alonso á fyrsta hring í belgíska kappakstrinum í gær. Hamilton segist bera ábyrgð á árekstrinum en Alonso var vægast sagt ósáttur við aksturslag Hamilton í aðdraganda árekstursins. „Hann keyrði á mig, þvílíkur hálfviti,“ sagði Alonso í kallkerfi Alpine teymisins. „Hann lokaði á mig eftir að hafa farið framhjá mér að utanverðu. Við byrjuðum kappaksturinn vel en þessi gaur [Hamilton] kann bara ekki að keyra nema þegar hann byrjar á ráspól,“ bætti Alonso við. Hamilton ætlaði að biðja Alonso afsökunar eftir kappaksturinn en hætti við eftir að hann heyrði ummæli Alonso. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn. „Stundum segir maður eitthvað bara í hita leiksins en það er gott að vita hvað honum finnst um mig. Það er betra að allir vita það,“ bætti Hamilton við en Hamilton og Alonso voru liðsfélagar hjá McLaren árið 2007. „Ég var ekki að reyna að klessa á hann en ég tek fulla ábyrgð á þessu atviki, það er það sem fullorðið fólk gerir. Svo höldum við bara lífinu áfram,“ svaraði Hamilton aðspurður út í atvikið. Alonso endaði keppni í fimmta sæti en Max Verstappen vann kappaksturinn. Hamilton hélt keppni áfram í fyrstu en strax á öðrum hring neyddist hann til að draga sig úr leik vegna bilana í ökutækinu sínu eftir áreksturinn. „Ég man eftir því að horfa beint niður á malbikið en þá var ég kominn hátt upp í loftið. Ég er þakklátur fyrir að vera enn á lífi og í heilu lagi,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton. #F1 #BelgianGP Hamilton se cerró demasiado y Alonso tuvo un exabrupto verbal: “Me pegó, es un idiota, me cerró la puerta desde afuera, hice una mega largada pero este muchacho sólo sabe cómo manejar si larga primero”, dijo.Video @F1 pic.twitter.com/o8HVgmdeW2— Fernando Tornello (@F1Tornello) August 28, 2022 Akstursíþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hamilton segist bera ábyrgð á árekstrinum en Alonso var vægast sagt ósáttur við aksturslag Hamilton í aðdraganda árekstursins. „Hann keyrði á mig, þvílíkur hálfviti,“ sagði Alonso í kallkerfi Alpine teymisins. „Hann lokaði á mig eftir að hafa farið framhjá mér að utanverðu. Við byrjuðum kappaksturinn vel en þessi gaur [Hamilton] kann bara ekki að keyra nema þegar hann byrjar á ráspól,“ bætti Alonso við. Hamilton ætlaði að biðja Alonso afsökunar eftir kappaksturinn en hætti við eftir að hann heyrði ummæli Alonso. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn. „Stundum segir maður eitthvað bara í hita leiksins en það er gott að vita hvað honum finnst um mig. Það er betra að allir vita það,“ bætti Hamilton við en Hamilton og Alonso voru liðsfélagar hjá McLaren árið 2007. „Ég var ekki að reyna að klessa á hann en ég tek fulla ábyrgð á þessu atviki, það er það sem fullorðið fólk gerir. Svo höldum við bara lífinu áfram,“ svaraði Hamilton aðspurður út í atvikið. Alonso endaði keppni í fimmta sæti en Max Verstappen vann kappaksturinn. Hamilton hélt keppni áfram í fyrstu en strax á öðrum hring neyddist hann til að draga sig úr leik vegna bilana í ökutækinu sínu eftir áreksturinn. „Ég man eftir því að horfa beint niður á malbikið en þá var ég kominn hátt upp í loftið. Ég er þakklátur fyrir að vera enn á lífi og í heilu lagi,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton. #F1 #BelgianGP Hamilton se cerró demasiado y Alonso tuvo un exabrupto verbal: “Me pegó, es un idiota, me cerró la puerta desde afuera, hice una mega largada pero este muchacho sólo sabe cómo manejar si larga primero”, dijo.Video @F1 pic.twitter.com/o8HVgmdeW2— Fernando Tornello (@F1Tornello) August 28, 2022
Akstursíþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira