Segir dómarann færa fullgild rök fyrir niðurstöðu sinni Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. ágúst 2022 00:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Vísir/Vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hæstaréttardómari segir rök dómarans vegna dómsins sem féll nú á dögunum vegna stunguárásar í miðbæ Reykjavíkur vera fullgild. Hann hafi verið á því máli að dómurinn hafi átt að vera þyngri þar til hann las dóminn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við móður drengsins sem var stunginn fyrir framan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur nú fyrr á árinu. Hún segir dóminn sem hafi fallið í málinu vera skammarlegan en árásarmaðurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Enn fremur spyr hún hvernig skilaboð sé verið að senda til samfélagsins með því að veita árásarmönnum ekki þyngri dóm. Jón Steinar segir í samtali við Reykjavík síðdegis að til þess að einstaklingur sé sakfelldur fyrir tilraun til manndráps þurfi að liggja fyrir ásetningur til manndráps hjá árásarmanni en sönnunarbyrðin hvað það varðar liggi hjá ákæruvaldinu. „Í sakamálum þá er maður sóttur til saka fyrir refsiverða háttsemi og það verður að sanna það að skilyrði fyrir refsingunni séu uppfyllt og það er handhafi ríkisvalds, það er að segja ákæruvald sem þarf að sanna það,“ segir Jón Steinar. Hann segir dómarann færa fullgild rök fyrir sinni niðurstöðu. Dómsvaldið þurfi að meta mál á kaldan hátt, gæta þurfi varúðar áður en viðhorf ástvina fórnarlamba séu tekin upp. „Við verðum að gæta varúðar áður en við tökum bara upp viðhorf þeirra sem eru ástvinir þeirra sem verða fyrir hættulegum líkamsárásum og skrifum upp á það vegna þess að dómarinn getur ekkert gert það. Hann verður að leysa úr þessu með, eigum við að segja órómantískri hlutlægni lögfræðingsins sem á að dæma þetta. Hann getur ekkert sveiflast til í viðhorfum í því hann verður bara að meta þetta kalt og hart,“ segir Jón Steinar. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að dómurinn hafi átt að vera þyngri þegar hann var boðaður í viðtal hjá Reykjavík síðdegis en þegar hann hafi lesið dóminn hafi honum fundist niðurstaðan eðlileg. „Það getur vel verið að refsingin hafi átt að vera þyngri, það getur verið eitthvað svoleiðis, það eru smáatriði en það er ekki sem varðar sakfellinguna, það er að segja heimfærsluna undir tilraun til manndráps,“ segir Jón Steinar. Aðspurður um það hvort rangt sé hjá almenningi að bera saman þyngd dóma í mismunandi málaflokkum segir Jón Steinar auðvelt að fallast á að einhver sem hafi ráðist á einstakling með fyrrnefndum hætti skuli helst fara í fangelsi til lífstíðar en það sé ekki mögulegt. „Við verðum að leggja mat á þetta eftir lagana reglum og gæta þess að það sé samræmi í þessum refsiákvörðunum eins og öðrum. Í svona tilfelli berum við auðvitað saman við önnur líkamsárásarbrot það er svo alveg kafli út af fyrir sig hvort refsiþyngd milli brotaflokka sé eitthvað óeðlileg. Það er að segja að líkamsárásir séu ef til vill dæmdar með vægari dómum gegn því að eitthvað skattalagabrot fái þyngri dóm,“ segir Jón Steinar. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að ofan. Reykjavík síðdegis Dómsmál Reykjavík Dómstólar Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26 „Það gerir mig reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona“ Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. 28. ágúst 2022 19:13 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við móður drengsins sem var stunginn fyrir framan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur nú fyrr á árinu. Hún segir dóminn sem hafi fallið í málinu vera skammarlegan en árásarmaðurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Enn fremur spyr hún hvernig skilaboð sé verið að senda til samfélagsins með því að veita árásarmönnum ekki þyngri dóm. Jón Steinar segir í samtali við Reykjavík síðdegis að til þess að einstaklingur sé sakfelldur fyrir tilraun til manndráps þurfi að liggja fyrir ásetningur til manndráps hjá árásarmanni en sönnunarbyrðin hvað það varðar liggi hjá ákæruvaldinu. „Í sakamálum þá er maður sóttur til saka fyrir refsiverða háttsemi og það verður að sanna það að skilyrði fyrir refsingunni séu uppfyllt og það er handhafi ríkisvalds, það er að segja ákæruvald sem þarf að sanna það,“ segir Jón Steinar. Hann segir dómarann færa fullgild rök fyrir sinni niðurstöðu. Dómsvaldið þurfi að meta mál á kaldan hátt, gæta þurfi varúðar áður en viðhorf ástvina fórnarlamba séu tekin upp. „Við verðum að gæta varúðar áður en við tökum bara upp viðhorf þeirra sem eru ástvinir þeirra sem verða fyrir hættulegum líkamsárásum og skrifum upp á það vegna þess að dómarinn getur ekkert gert það. Hann verður að leysa úr þessu með, eigum við að segja órómantískri hlutlægni lögfræðingsins sem á að dæma þetta. Hann getur ekkert sveiflast til í viðhorfum í því hann verður bara að meta þetta kalt og hart,“ segir Jón Steinar. Hann segist hafa verið þeirrar skoðunar að dómurinn hafi átt að vera þyngri þegar hann var boðaður í viðtal hjá Reykjavík síðdegis en þegar hann hafi lesið dóminn hafi honum fundist niðurstaðan eðlileg. „Það getur vel verið að refsingin hafi átt að vera þyngri, það getur verið eitthvað svoleiðis, það eru smáatriði en það er ekki sem varðar sakfellinguna, það er að segja heimfærsluna undir tilraun til manndráps,“ segir Jón Steinar. Aðspurður um það hvort rangt sé hjá almenningi að bera saman þyngd dóma í mismunandi málaflokkum segir Jón Steinar auðvelt að fallast á að einhver sem hafi ráðist á einstakling með fyrrnefndum hætti skuli helst fara í fangelsi til lífstíðar en það sé ekki mögulegt. „Við verðum að leggja mat á þetta eftir lagana reglum og gæta þess að það sé samræmi í þessum refsiákvörðunum eins og öðrum. Í svona tilfelli berum við auðvitað saman við önnur líkamsárásarbrot það er svo alveg kafli út af fyrir sig hvort refsiþyngd milli brotaflokka sé eitthvað óeðlileg. Það er að segja að líkamsárásir séu ef til vill dæmdar með vægari dómum gegn því að eitthvað skattalagabrot fái þyngri dóm,“ segir Jón Steinar. Viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
Reykjavík síðdegis Dómsmál Reykjavík Dómstólar Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26 „Það gerir mig reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona“ Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. 28. ágúst 2022 19:13 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26
„Það gerir mig reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona“ Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. 28. ágúst 2022 19:13