KSÍ fær Barnaheill með sér í lið til forvarnarfræðslu innan félaga Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2022 12:41 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kallaði eftir úrbótum þegar hún tók við embættinu síðasta haust. Nú fjölgar skrefum í þá átt. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Íslands hefur samið við samtökin Barnaheill um tveggja ára fræðsluverkefni sem ætlað er að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og auka vitund innan aðildarfélaga KSÍ. Verkefnið hefst í haust. Mikið gustaði um sambandið í fyrra þegar sex íslenskir landsliðsmenn voru sakaðir um kynferðisofbeldi og viðbrögð KSÍ í þeim málum gagnrýnd. Guðni Bergsson, formaður sambandsins, sagði af sér sem og stjórn KSÍ fyrir sléttu ári síðan. Sérstök nefnd skipuð af KSÍ fór yfir málið og ferla hjá sambandinu og lagði til þónokkrar tillögur til bóta, en líkt og vakin var athygli á í gær hefur lítið bólað á mörgum þeirra og sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, sem sat í nefndinni sem KSÍ skipaði, að ekki hefði nóg verið gert í þeim málum. Á meðal tillaga til úrbóta var að sambandið skildi vera leiðandi afl jafnréttismála í íþróttahreyfingunni og ná því fram með því að tryggja fræðslu um jafnrétti og kynferðisofbeldi bæði á meðal þjálfara, starfsfólks og sjálfboðaliða hjá fótboltafélögum sem eiga aðild að sambandinu. Sambandið hefur stigið skref í þá átt en samkvæmt tilkynningu KSÍ er markmið samstarfsins við Barnaheill að „fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við,“. KSÍ hefur opnað fyrir skráningu félaga á landinu í verkefnið og segir í tilkynningu þess að vonir séu bundnar um góða skráningu á verkefnið sem mun standa yfir næstu tvö ár. Sérfræðingur frá Barnaheillum mun heimsækja félögin sem skrá sig og sinna fræðslunni. Leiðrétt kl. 13:15: KSÍ tilkynnti upprunalega um samstarfið í maí en birti færsluna sem um ræðir á heimasíðu sinni á ný í gær. Upprunalega sagði í fréttinni að tilkynnt hefði verið um samstarfið í gær. Tilkynningu KSÍ má sjá hér. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. 29. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira
Mikið gustaði um sambandið í fyrra þegar sex íslenskir landsliðsmenn voru sakaðir um kynferðisofbeldi og viðbrögð KSÍ í þeim málum gagnrýnd. Guðni Bergsson, formaður sambandsins, sagði af sér sem og stjórn KSÍ fyrir sléttu ári síðan. Sérstök nefnd skipuð af KSÍ fór yfir málið og ferla hjá sambandinu og lagði til þónokkrar tillögur til bóta, en líkt og vakin var athygli á í gær hefur lítið bólað á mörgum þeirra og sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, sem sat í nefndinni sem KSÍ skipaði, að ekki hefði nóg verið gert í þeim málum. Á meðal tillaga til úrbóta var að sambandið skildi vera leiðandi afl jafnréttismála í íþróttahreyfingunni og ná því fram með því að tryggja fræðslu um jafnrétti og kynferðisofbeldi bæði á meðal þjálfara, starfsfólks og sjálfboðaliða hjá fótboltafélögum sem eiga aðild að sambandinu. Sambandið hefur stigið skref í þá átt en samkvæmt tilkynningu KSÍ er markmið samstarfsins við Barnaheill að „fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við,“. KSÍ hefur opnað fyrir skráningu félaga á landinu í verkefnið og segir í tilkynningu þess að vonir séu bundnar um góða skráningu á verkefnið sem mun standa yfir næstu tvö ár. Sérfræðingur frá Barnaheillum mun heimsækja félögin sem skrá sig og sinna fræðslunni. Leiðrétt kl. 13:15: KSÍ tilkynnti upprunalega um samstarfið í maí en birti færsluna sem um ræðir á heimasíðu sinni á ný í gær. Upprunalega sagði í fréttinni að tilkynnt hefði verið um samstarfið í gær. Tilkynningu KSÍ má sjá hér.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. 29. ágúst 2022 12:16 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Sjá meira
Efast um að áhugi sé fyrir ofbeldisforvörnum innan KSÍ Kynjafræðikennari efast um að áhugi sé fyrir jafnréttismálum og ofbeldisforvörnum innan KSÍ. Hún segir að ekki hafi verið gert nóg í málum KSÍ frá því að nýr formaður tók við sambandinu. 29. ágúst 2022 12:16